Sport

Haukar komnir með Bandaríkjamann

Andri Már Eggertsson skrifar
hawks.jpeg
Facebook/Haukar körfubolti

Haukar hafa nælt sér í Bandaríkjamann fyrir komandi leiktíð í Subway-deild karla. Jalen Moore er 23 ára gamall bakvörður og kemur beint frá Oakland háskólanum.

Haukar voru nýliðar í Subway-deild karla á síðasta tímabili. Haukar áttu afar gott tímabil þar sem liðið endaði í þriðja sæti deildarinnar en féll síðan úr leik gegn Þór Þorlákshöfn í átta liða úrslitum. Bandaríkjamaðurinn, Darwin Davis Jr, var á mála hjá Haukum á síðustu leiktíð.

Haukar ætla sér stóra hluti á komandi tímabili í Subway-deildinni. Moore er 23 ára gamall bakvörður og kemur beint frá Oakland háskólanum. Á síðasta tímabili var Moore með 19.5 stig, 5.5 stoðsendingar og 3.9 frákast að meðaltali.

 

Tímabilið 2020-2021 var Moore með 8.4 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Haukar hafa verið líflegir á félagaskiptamarkaðinum fyrir komandi leiktíð. Haukar hafa meðal annars náð í David Okeke frá Keflavík, Huga Hallgrímsson frá Angeline háskólanum og Osku Heinonen frá Finnlandi.

Fyrsti leikur Hauka í Subway deildinni er 5. október gegn Breiðabliki í Smáranum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×