Sjáðu mörkin þegar Man United lagði Arsenal þægilega Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júlí 2023 12:30 Rauðu djöflarnir lögðu Skytturnar. Manchester United Gott gengi Manchester United á undirbúningstímabilinu heldur áfram. Liðið vann þægilegan 2-0 sigur á silfurliði ensku úrvalsdeildarinnar frá því á síðustu leiktíð, Arsenal, í nótt en bæði lið eru nú stödd í æfingaferð í Bandaríkjunum. Bæði lið stilltu upp svo gott sem sínum bestu liðum en í lið Arsenal vantaði þó Oleksandr Zinchenko og Gabriel Jesus. Þá var Rúnar Alex Rúnarsson á varamannabekknum. Hjá Man United var André Onana, markvörður, fjarverandi en nýmættur til Bandaríkjanna eftir að ganga í raðir félagsins frá Inter. Einnig vantaði þá Diogo Dalot, Casemiro, Marcus Rashford og Anthony Martial í byrjunarlið Man United. Hvað leikinn varðar þá skoraði Man United tvö mörk á sjö mínútna kafla í fyrri hálfleik og gerði út um leikinn. Fyrirliðinn Bruno Fernandes kom Rauðu djöflunum yfir eftir hálftímaleik. Hann fékk boltann frá Kobbie Mainoo kom sér í fína skotstöðu fyrir utan teig og lét vaða. Skotið var allt í lagi en Aaron Ramsdale hefði að öllum líkindum átt að gera betur. This angle of Bruno Fernandes' goal vs. Arsenal pic.twitter.com/ToXdBrd7gw— ESPN FC (@ESPNFC) July 22, 2023 Sjö mínútum síðar mislas William Saliba langa sendingu frá títtnefndum Mainoo og allt í einu var Jadon Sancho sloppinn í gegn. Færið var þröngt en Sancho kláraði frábærlega og kom Man Utd 2-0 yfir. Jadon Sancho doubles Manchester United's lead vs. Arsenal pic.twitter.com/ZqxO8YjElG— ESPN FC (@ESPNFC) July 22, 2023 Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og raunar urðu þau ekki fleiri í leiknum. Erik ten Hag, þjálfari Man Utd, nýtti svo bekkinn sinn til hins ítrasta og gerði 11 breytingar í leiknum á meðan Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, gerði átta. Þar sem leikið var í Bandaríkjunum var eðlilega farið í vítaspyrnukeppni að leik loknum, þar vann Man United 5-3 sigur. Man United hefur nú unnið alla þrjá leiki sína á undirbúningstímabilinu og á enn eftir að fá á sig mark. Arsenal hefur á sama tíma unnið einn, gert tvö jafntefli og tapað einum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Sjá meira
Bæði lið stilltu upp svo gott sem sínum bestu liðum en í lið Arsenal vantaði þó Oleksandr Zinchenko og Gabriel Jesus. Þá var Rúnar Alex Rúnarsson á varamannabekknum. Hjá Man United var André Onana, markvörður, fjarverandi en nýmættur til Bandaríkjanna eftir að ganga í raðir félagsins frá Inter. Einnig vantaði þá Diogo Dalot, Casemiro, Marcus Rashford og Anthony Martial í byrjunarlið Man United. Hvað leikinn varðar þá skoraði Man United tvö mörk á sjö mínútna kafla í fyrri hálfleik og gerði út um leikinn. Fyrirliðinn Bruno Fernandes kom Rauðu djöflunum yfir eftir hálftímaleik. Hann fékk boltann frá Kobbie Mainoo kom sér í fína skotstöðu fyrir utan teig og lét vaða. Skotið var allt í lagi en Aaron Ramsdale hefði að öllum líkindum átt að gera betur. This angle of Bruno Fernandes' goal vs. Arsenal pic.twitter.com/ToXdBrd7gw— ESPN FC (@ESPNFC) July 22, 2023 Sjö mínútum síðar mislas William Saliba langa sendingu frá títtnefndum Mainoo og allt í einu var Jadon Sancho sloppinn í gegn. Færið var þröngt en Sancho kláraði frábærlega og kom Man Utd 2-0 yfir. Jadon Sancho doubles Manchester United's lead vs. Arsenal pic.twitter.com/ZqxO8YjElG— ESPN FC (@ESPNFC) July 22, 2023 Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og raunar urðu þau ekki fleiri í leiknum. Erik ten Hag, þjálfari Man Utd, nýtti svo bekkinn sinn til hins ítrasta og gerði 11 breytingar í leiknum á meðan Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, gerði átta. Þar sem leikið var í Bandaríkjunum var eðlilega farið í vítaspyrnukeppni að leik loknum, þar vann Man United 5-3 sigur. Man United hefur nú unnið alla þrjá leiki sína á undirbúningstímabilinu og á enn eftir að fá á sig mark. Arsenal hefur á sama tíma unnið einn, gert tvö jafntefli og tapað einum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Sjá meira