Gosmóðan komin til Vestfjarða: „Ef þú getur ekki komið að gosinu kemur gosið til þín“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 22. júlí 2023 15:01 Móðan liggur yfir Önundarfirði, birgir fjallasýn og ertir augun. Halla Signý Kristjánsdóttir Gosmóðan úr eldgosinu í Litla-Hrúti er nú komin til Vestfjarða. Búast má við því að hún haldi þaðan til austurs í átt að Tröllaskaga. „Þetta liggur hérna yfir. Ég sé ekki til fjalla nema rétt upp fyrir varnargarðinn á Flateyri,“ segir þingkonan Halla Signý Kristjánsdóttir, sem stödd er í heimahögunum í Önundarfirði. Halla segir loftið ekki þungt og það hjálpi til að vindurinn hreyfi loftið. „Það er alveg hægt að vera úti en maður finnur alveg fyrir þessu í augunum,“ segir hún. Að sögn Höllu fengu Önfirðingar yfir sig gosmóðu úr eldgosunum í Fagradalsfjalli árið 2021 og Meradölum árið 2022. Vestfirðingar séu ekki stikkfrí frá jarðhræringum landsins. Þingkonan Halla Signý segir að Vestfirðingar séu ekki stikkfrí frá áhrifum eldgossins í Litla-Hrúti.Vísir/Vilhelm „Við fáum ekki skjálfta og ekki eldgos en við fáum móðuna.Ef þú getur ekki komið að gosinu kemur gosið til þín,“ segir Halla. Mjakar sér í átt að Tröllaskaga Magnús Freyr Sigurkarlsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að stofunni hafi borist tilkynning um gosmóðu frá snjóflóðaathugunarmanni sem staddur var í Ísafjarðardjúpi. Stofan fékk í dag gervitunglamynd sem tekin var klukkan 13:39 í gær. Hún sýnir magn gosmóðunnar frá Reykjanesskaga, eða SO2 brennisteinsdíoxíðs, yfir landinu. Þá var móðan komin inn á Breiðafjörð og Magnúsi þykir ekki ólíklegt að hún hafi dreifst yfir Vestfirði í dag. Gervitunglamynd sýnir styrkleika brennisteinsdíoxíðs yfir landinu.Veðurstofa Íslands „Myndirnar benda til þess að móðan sé komin yfir Vestfirði og sé að mjaka sér austur í átt að Tröllaskaga,“ segir hann. Magnús gerir þó ráð fyrir að móðan sé búin að þynnast nokkuð og styrkleikinn sé minni en nálægt gosstöðvunum. Á morgun snýst vindáttin til suðurs og um miðjan dag blæs móðunni austur yfir þéttbýlisstaði í Árnessýslu. Ísafjarðarbær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Gosmóðan kemur og fer Því hefur verið spáð að gosmóða muni liggja yfir höfuðborgarsvæðinu fram á þriðjudag en árrisulir íbúar höfuðborgarsvæðisins tóku vafalítið eftir því í morgun að hún er heldur minni en í gær. Veðurfræðingur segir þó að hún komi líklegast til með að leggjast af þunga á svæðið síðdegis. 22. júlí 2023 08:11 Gosmóðan ekki á förum í bráð Veðurfræðingur býst við áframhaldandi gosmóðu og mengun á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni fram yfir helgi. Ekki er búist við vaxandi suðaustanátt fyrr en á þriðjudag. Loftgæðasérfræðingur hjá Umhverfisstofnun hvetur þá sem eru veikir fyrir að hafa hægt um sig. 21. júlí 2023 22:35 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Sjá meira
„Þetta liggur hérna yfir. Ég sé ekki til fjalla nema rétt upp fyrir varnargarðinn á Flateyri,“ segir þingkonan Halla Signý Kristjánsdóttir, sem stödd er í heimahögunum í Önundarfirði. Halla segir loftið ekki þungt og það hjálpi til að vindurinn hreyfi loftið. „Það er alveg hægt að vera úti en maður finnur alveg fyrir þessu í augunum,“ segir hún. Að sögn Höllu fengu Önfirðingar yfir sig gosmóðu úr eldgosunum í Fagradalsfjalli árið 2021 og Meradölum árið 2022. Vestfirðingar séu ekki stikkfrí frá jarðhræringum landsins. Þingkonan Halla Signý segir að Vestfirðingar séu ekki stikkfrí frá áhrifum eldgossins í Litla-Hrúti.Vísir/Vilhelm „Við fáum ekki skjálfta og ekki eldgos en við fáum móðuna.Ef þú getur ekki komið að gosinu kemur gosið til þín,“ segir Halla. Mjakar sér í átt að Tröllaskaga Magnús Freyr Sigurkarlsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að stofunni hafi borist tilkynning um gosmóðu frá snjóflóðaathugunarmanni sem staddur var í Ísafjarðardjúpi. Stofan fékk í dag gervitunglamynd sem tekin var klukkan 13:39 í gær. Hún sýnir magn gosmóðunnar frá Reykjanesskaga, eða SO2 brennisteinsdíoxíðs, yfir landinu. Þá var móðan komin inn á Breiðafjörð og Magnúsi þykir ekki ólíklegt að hún hafi dreifst yfir Vestfirði í dag. Gervitunglamynd sýnir styrkleika brennisteinsdíoxíðs yfir landinu.Veðurstofa Íslands „Myndirnar benda til þess að móðan sé komin yfir Vestfirði og sé að mjaka sér austur í átt að Tröllaskaga,“ segir hann. Magnús gerir þó ráð fyrir að móðan sé búin að þynnast nokkuð og styrkleikinn sé minni en nálægt gosstöðvunum. Á morgun snýst vindáttin til suðurs og um miðjan dag blæs móðunni austur yfir þéttbýlisstaði í Árnessýslu.
Ísafjarðarbær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Gosmóðan kemur og fer Því hefur verið spáð að gosmóða muni liggja yfir höfuðborgarsvæðinu fram á þriðjudag en árrisulir íbúar höfuðborgarsvæðisins tóku vafalítið eftir því í morgun að hún er heldur minni en í gær. Veðurfræðingur segir þó að hún komi líklegast til með að leggjast af þunga á svæðið síðdegis. 22. júlí 2023 08:11 Gosmóðan ekki á förum í bráð Veðurfræðingur býst við áframhaldandi gosmóðu og mengun á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni fram yfir helgi. Ekki er búist við vaxandi suðaustanátt fyrr en á þriðjudag. Loftgæðasérfræðingur hjá Umhverfisstofnun hvetur þá sem eru veikir fyrir að hafa hægt um sig. 21. júlí 2023 22:35 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Sjá meira
Gosmóðan kemur og fer Því hefur verið spáð að gosmóða muni liggja yfir höfuðborgarsvæðinu fram á þriðjudag en árrisulir íbúar höfuðborgarsvæðisins tóku vafalítið eftir því í morgun að hún er heldur minni en í gær. Veðurfræðingur segir þó að hún komi líklegast til með að leggjast af þunga á svæðið síðdegis. 22. júlí 2023 08:11
Gosmóðan ekki á förum í bráð Veðurfræðingur býst við áframhaldandi gosmóðu og mengun á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni fram yfir helgi. Ekki er búist við vaxandi suðaustanátt fyrr en á þriðjudag. Loftgæðasérfræðingur hjá Umhverfisstofnun hvetur þá sem eru veikir fyrir að hafa hægt um sig. 21. júlí 2023 22:35