Handbolti

Grótta fær tvo leik­menn frá Haukum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Andri Fannar, Arnkell Bergmann Arnkelsson formaður handknattleiksdeildar Gróttu og Ágúst Ingi.
Andri Fannar, Arnkell Bergmann Arnkelsson formaður handknattleiksdeildar Gróttu og Ágúst Ingi. Grótta

Grótta hefur sótt tvo leikmenn frá Ásvöllum fyrir komandi tímabil í Olís-deild karla í handbolta. Um er að ræða hinn 19 ára gamla Andra Fannar Elísson og hinn 22 ára gamla Ágúst Inga Óskarsson.

Andri Fannar er hornamaður og leikur með U18 ára landsliði Íslands sem er á leið á HM í Króatíu. Hann lék 20 leiki á síðustu leiktíð og skoraði fimm mörk, þá skoraði hann 29 mörk í 10 leikjum með U-liði Hauka í Grill-66 deildinni.

Ágúst Ingi spilar sem skytta og raðaði inn mörkum með U-liði Hauka. Hann skoraði 111 mörk í 18 leikjum þar sem og tvo í Olís-deildinni.

Grótta endaði í 9. sæti Olís-deildarinnar á síðustu leiktíð á meðan Haukar fóru alla leið í úrslit þar sem þeir töpuðu fyrir ÍBV eftir að hafa endað í 8. sæti deildarkeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×