Hvetja fólk til að hlaða í 80 prósent Kristinn Haukur Guðnason skrifar 22. júlí 2023 07:46 Breki segir fjölgun stöðva hafa fylgt notkun en stundum myndist álagspunktar, svo sem á stórum ferðahelgum. Orkuveita Reykjavíkur Orka Náttúrunnar (ON) hvetur rafbílaeigendur til að hlaða bíla sína aðeins upp í 80 prósent eða nóg til að komast á næsta áfangastað. Það sé tillitssemi þegar aðrir séu að bíða eftir að komast að. „Fólk hefur verið að hafa samband og velta fyrir sér hvað megi hlaða lengi á þessum hraðhleðslustöðum. Það hefur líka verið umræða um þetta á rafbílaspjallinu á Facebook. Þess vegna áréttum við þau tilmæli sem við höfum alltaf verið með. Að fólk hlaði nóg til að komast á næsta áfangastað. En við bönnum engum að hlaða meira,“ segir Breki Logason samskiptastjóri ON. Biðraðir á hleðslustöðvum geta verið fólki til ama. Stundum kemur fyrir að bíll á hleðslustöð er kominn upp í 100 prósent en ökumaðurinn hvergi sjáanlegur. Það er fúlt fyrir þá sem eru að bíða eftir að komast að. „Við hvetjum fólk til að sýna tillitssemi. Það eru margir á ferðinni núna og það myndast oft raðir,“ segir Breki. Misjafnt er hvað tekur langan tíma að hlaða rafbíl. Það fer meðal annars eftir gerð bílsins og hitastiginu. Oft tekur það um 20 til 30 mínútur að fylla bíl upp í 80 prósentin. Ekki of fáar stöðvar ON hóf uppbyggingu hleðslustöðvanets árið 2014 þegar innan við 100 rafbílar voru í landinu. Síðan þá hafa fleiri aðilar komið inn á markaðinn. Hefur það verið nefnt að hleðslustöðvarnar séu of fáar en Breki segir að fjölgun stöðva sé í takt við notkun. „Við höfum byggt stöðvarnar upp jafnt og þétt og sem betur fer eru fleiri fyrirtæki komin inn þetta,“ segir hann. „Í kerfinu hjá okkur sjáum við álagspunkta, svo sem stórar ferðahelgar og þá myndast eðlilega raðir á stöðvunum. En heilt yfir er uppbyggingin að fylgja aukinni notkun. Undanfarið hefur fjölgunin verið mikil og því höfum við verið að bæta við stöðvum og gera þær öflugri.“ Þá sé einnig í gangi átak til að biðla til fyrirtækja og annarra sem eiga lóðir að setja upp hleðslustöðvar til að létta á kerfinu. Orkuskipti Orkumál Ferðalög Bílar Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Sjá meira
„Fólk hefur verið að hafa samband og velta fyrir sér hvað megi hlaða lengi á þessum hraðhleðslustöðum. Það hefur líka verið umræða um þetta á rafbílaspjallinu á Facebook. Þess vegna áréttum við þau tilmæli sem við höfum alltaf verið með. Að fólk hlaði nóg til að komast á næsta áfangastað. En við bönnum engum að hlaða meira,“ segir Breki Logason samskiptastjóri ON. Biðraðir á hleðslustöðvum geta verið fólki til ama. Stundum kemur fyrir að bíll á hleðslustöð er kominn upp í 100 prósent en ökumaðurinn hvergi sjáanlegur. Það er fúlt fyrir þá sem eru að bíða eftir að komast að. „Við hvetjum fólk til að sýna tillitssemi. Það eru margir á ferðinni núna og það myndast oft raðir,“ segir Breki. Misjafnt er hvað tekur langan tíma að hlaða rafbíl. Það fer meðal annars eftir gerð bílsins og hitastiginu. Oft tekur það um 20 til 30 mínútur að fylla bíl upp í 80 prósentin. Ekki of fáar stöðvar ON hóf uppbyggingu hleðslustöðvanets árið 2014 þegar innan við 100 rafbílar voru í landinu. Síðan þá hafa fleiri aðilar komið inn á markaðinn. Hefur það verið nefnt að hleðslustöðvarnar séu of fáar en Breki segir að fjölgun stöðva sé í takt við notkun. „Við höfum byggt stöðvarnar upp jafnt og þétt og sem betur fer eru fleiri fyrirtæki komin inn þetta,“ segir hann. „Í kerfinu hjá okkur sjáum við álagspunkta, svo sem stórar ferðahelgar og þá myndast eðlilega raðir á stöðvunum. En heilt yfir er uppbyggingin að fylgja aukinni notkun. Undanfarið hefur fjölgunin verið mikil og því höfum við verið að bæta við stöðvum og gera þær öflugri.“ Þá sé einnig í gangi átak til að biðla til fyrirtækja og annarra sem eiga lóðir að setja upp hleðslustöðvar til að létta á kerfinu.
Orkuskipti Orkumál Ferðalög Bílar Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Sjá meira