Undarlegt æði skekur TikTok: „Mmm ísinn svo góður“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. júlí 2023 12:50 Pinkydoll streymir reglulega í beinni á TikTok og endurtekur þar frasa sem áhorfendur borga henni fyrir að segja. Á meðan poppar hún popp með sléttujárni. Twitter „Mmm ísinn svo góður. Takk Lopez. Vegðu haha. Mmm ísinn svo góður. Mmm ísinn svo góður. Já já já. Úú já já já,“ segir kona í beinni útsendingu á TikTok meðan hún poppar maísbaun með sléttujárni. Mörg þúsund manns fylgjast með henni og græðir hún þúsundir Bandaríkjadala fyrir verknaðinn. Konan sem um ræðir heitir Fedha Simon og er 27 ára Kanadabúi sem gengur undir nafninu Pinkydoll á TikTok. Klippur af henni hafa farið eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla undanfarna daga. Simon starfaði sem súludansmær og rak ræstingarfyrirtæki sem fór á hausinn áður en hún ákvað að reyna fyrir sér á TikTok fyrr á árinu. Nú er hún komin með rúmlega 700 þúsund fylgjendur á TikTok og stefnir hraðbyri á heimsfrægð. Simon streymir reglulega í beinni, oft í rúmlega klukkutíma í senn, og fylgjast mörg þúsund manns með henni. Að sögn Simon græðir hún á bilinu tvö til þrjú þúsund Bandaríkjadali (um 250 til 400 þúsund íslenskra króna) fyrir hvert streymi. Þá segir Simon að á öllum miðlum sínum, sem ná einnig til Instagram og OnlyFans, græði hún sjö þúsund Bandaríkjadali á dag. Herma eftir endurtekningarsömum tölvuleikjakarakterum Klippurnar eru teknar úr svokölluðum beinum NPC-straumum (e. NPC-livestreams) en það er nýjasta trendið sem tröllríður TikTok þessa dagana. Hugtakið „NPC“ kemur úr heimi tölvuleikja og stendur fyrir „Non-playable character“ eða karakter sem er ekki hægt að stýra. Slíkir karakterar eru hannaðir til að glæða tölvuleikjaheima lífi og gefa tölvuleikjaspilurum einhvern til að eiga í samskiptum við. Þeir eru því tölvustýrðir og takmarkaðir og endurtaka gjarnan sömu romsuna. Notendur TikTok apa endurtekningar og stjórnleysi þessara karaktera í NPC-útsendingunum. Áhorfendur gefa „gjafir“ sem birtast á skjánum sem teiknimyndatákn, t.d. ís í brauðformi, og bregst notandinn við með viðeigandi frasa sem í tilfelli Pinkydoll er „mmm ísinn svo góður.“ 50 years of relentless innovation to end up here heartbreaking pic.twitter.com/6ttSa4Fo9r— @jason (@Jason) July 15, 2023 Óútskýranlegar vinsældir Það er ekki ljóst hvað veldur því að þessi streymi eru svona vinsæl. Einhverjir telja að áhorfendur fái kynferðislega örvun af því að geta stjórnað því sem einhver annar segir. Öðrum finnst þetta eflaust svo áhugavert að þeir geta ekki slitið augun frá streyminu. Carly Kocurek, prófessor í tölvuleikjahönnun og tilraunamiðlun við Illinois Institute of Technology, sagði í viðtali við New York Times að NPC-streymi væru í raun framlenging af svokölluðu „cosplay“ þar sem fólk klæðir sig í búninga og gengur í hlutverk annarra. Eric Zhu blandar saman hámenningu Oppenheimer og lágmenningu Pinkydoll á skemmtilegan máta á þessari mynd.Twitter Netverjar hafa undanfarið gert mikið grín að NPC-trendi TikTok og meðal annars sett það í samhengi við Barbenheimer, bíótvennuna sem sló í gegn um helgina. Eric Zhu nokkur deildi myndinni hér að ofan á Twitter á laugardag. Á henni er hann að horfa á streymi Pinkydoll í bíósal á meðan kvikmyndin Oppenheimer spilast í bakgrunni. Vinsæli TikTok-notandinn Kai Cenat tók líka þátt í NPC-trendinu og greindi síðan frá því að hann hefði grætt sex þúsund Bandaríkjadali (tæplega 700 þúsund íslenskra króna) á aðeins klukkutíma. Kai Cenat made $6000 in one hour doing an NPC TikTok stream pic.twitter.com/SCWTuQdhPz— Dexerto (@Dexerto) July 20, 2023 Skuggalegar hliðar NPC-streymanna hafa þó líka komið í ljós undanfarið. Klippa af beinni útsendingu TikTok-notandans Driii er komin með 32 milljónir áhorfa á Twitter. Í myndbandinu má sjá hann endurtaka furðulega frasa og tjá kynferðislegar athafnir með látbragði á meðan móðir hans reynir að stöðva hann. what happened to shame pic.twitter.com/hihOEecFOJ— kira (@kirawontmiss) July 19, 2023 TikTok Grín og gaman Tengdar fréttir TikTok bregst við Benadryl-áskorun eftir andlát drengs Samfélagsmiðillinn TikTok hefur gefið út tilkynningu um hina svokölluðu Benadryl-áskorun í kjölfar andláts drengs í Ohio sem hafði tekið þátt í áskoruninni á forritinu. Áskorunin gekk út á það að innbyrða óhóflegt magn af ofnæmislyfinu Benadryl en TikTok hefur nú lokað fyrir mögulega leit notenda að áskoruninni. 19. apríl 2023 21:04 Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Sjá meira
Konan sem um ræðir heitir Fedha Simon og er 27 ára Kanadabúi sem gengur undir nafninu Pinkydoll á TikTok. Klippur af henni hafa farið eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla undanfarna daga. Simon starfaði sem súludansmær og rak ræstingarfyrirtæki sem fór á hausinn áður en hún ákvað að reyna fyrir sér á TikTok fyrr á árinu. Nú er hún komin með rúmlega 700 þúsund fylgjendur á TikTok og stefnir hraðbyri á heimsfrægð. Simon streymir reglulega í beinni, oft í rúmlega klukkutíma í senn, og fylgjast mörg þúsund manns með henni. Að sögn Simon græðir hún á bilinu tvö til þrjú þúsund Bandaríkjadali (um 250 til 400 þúsund íslenskra króna) fyrir hvert streymi. Þá segir Simon að á öllum miðlum sínum, sem ná einnig til Instagram og OnlyFans, græði hún sjö þúsund Bandaríkjadali á dag. Herma eftir endurtekningarsömum tölvuleikjakarakterum Klippurnar eru teknar úr svokölluðum beinum NPC-straumum (e. NPC-livestreams) en það er nýjasta trendið sem tröllríður TikTok þessa dagana. Hugtakið „NPC“ kemur úr heimi tölvuleikja og stendur fyrir „Non-playable character“ eða karakter sem er ekki hægt að stýra. Slíkir karakterar eru hannaðir til að glæða tölvuleikjaheima lífi og gefa tölvuleikjaspilurum einhvern til að eiga í samskiptum við. Þeir eru því tölvustýrðir og takmarkaðir og endurtaka gjarnan sömu romsuna. Notendur TikTok apa endurtekningar og stjórnleysi þessara karaktera í NPC-útsendingunum. Áhorfendur gefa „gjafir“ sem birtast á skjánum sem teiknimyndatákn, t.d. ís í brauðformi, og bregst notandinn við með viðeigandi frasa sem í tilfelli Pinkydoll er „mmm ísinn svo góður.“ 50 years of relentless innovation to end up here heartbreaking pic.twitter.com/6ttSa4Fo9r— @jason (@Jason) July 15, 2023 Óútskýranlegar vinsældir Það er ekki ljóst hvað veldur því að þessi streymi eru svona vinsæl. Einhverjir telja að áhorfendur fái kynferðislega örvun af því að geta stjórnað því sem einhver annar segir. Öðrum finnst þetta eflaust svo áhugavert að þeir geta ekki slitið augun frá streyminu. Carly Kocurek, prófessor í tölvuleikjahönnun og tilraunamiðlun við Illinois Institute of Technology, sagði í viðtali við New York Times að NPC-streymi væru í raun framlenging af svokölluðu „cosplay“ þar sem fólk klæðir sig í búninga og gengur í hlutverk annarra. Eric Zhu blandar saman hámenningu Oppenheimer og lágmenningu Pinkydoll á skemmtilegan máta á þessari mynd.Twitter Netverjar hafa undanfarið gert mikið grín að NPC-trendi TikTok og meðal annars sett það í samhengi við Barbenheimer, bíótvennuna sem sló í gegn um helgina. Eric Zhu nokkur deildi myndinni hér að ofan á Twitter á laugardag. Á henni er hann að horfa á streymi Pinkydoll í bíósal á meðan kvikmyndin Oppenheimer spilast í bakgrunni. Vinsæli TikTok-notandinn Kai Cenat tók líka þátt í NPC-trendinu og greindi síðan frá því að hann hefði grætt sex þúsund Bandaríkjadali (tæplega 700 þúsund íslenskra króna) á aðeins klukkutíma. Kai Cenat made $6000 in one hour doing an NPC TikTok stream pic.twitter.com/SCWTuQdhPz— Dexerto (@Dexerto) July 20, 2023 Skuggalegar hliðar NPC-streymanna hafa þó líka komið í ljós undanfarið. Klippa af beinni útsendingu TikTok-notandans Driii er komin með 32 milljónir áhorfa á Twitter. Í myndbandinu má sjá hann endurtaka furðulega frasa og tjá kynferðislegar athafnir með látbragði á meðan móðir hans reynir að stöðva hann. what happened to shame pic.twitter.com/hihOEecFOJ— kira (@kirawontmiss) July 19, 2023
TikTok Grín og gaman Tengdar fréttir TikTok bregst við Benadryl-áskorun eftir andlát drengs Samfélagsmiðillinn TikTok hefur gefið út tilkynningu um hina svokölluðu Benadryl-áskorun í kjölfar andláts drengs í Ohio sem hafði tekið þátt í áskoruninni á forritinu. Áskorunin gekk út á það að innbyrða óhóflegt magn af ofnæmislyfinu Benadryl en TikTok hefur nú lokað fyrir mögulega leit notenda að áskoruninni. 19. apríl 2023 21:04 Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Sjá meira
TikTok bregst við Benadryl-áskorun eftir andlát drengs Samfélagsmiðillinn TikTok hefur gefið út tilkynningu um hina svokölluðu Benadryl-áskorun í kjölfar andláts drengs í Ohio sem hafði tekið þátt í áskoruninni á forritinu. Áskorunin gekk út á það að innbyrða óhóflegt magn af ofnæmislyfinu Benadryl en TikTok hefur nú lokað fyrir mögulega leit notenda að áskoruninni. 19. apríl 2023 21:04