Á 12. braut skaut Johnson nefnilega í tvo áhorfendur, hjón, á Royal Liverpool vellinum. Hann hitti karlmann í höndina og konu í höfuðið.
„Ég biðst innilega afsökunar,“ sagði Johnson sem var greinilega brugðið. Hann færði konunni áritaðan hanska til að reyna að bæta upp fyrir að hafa skotið kúlunni í höfuðið á henni.
Sjúkraliðar skoðuðu konuna eftir að hún fékk boltann í höfuðið. Henni varð ekki meint af en var brugðið eftir atvikið.
Til að toppa þetta allt valt kylfusveinn Johnsons niður brekku þegar hann var að undirbúa næsta högg hans.
Fylgjast má með beinni útsendingu frá Opna breska á Stöð 2 Sport 4.