Enski boltinn

Onana búinn að skrifa undir og fer með til Banda­ríkjanna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Onana er búinn að skrifa undir hjá Man United.
Onana er búinn að skrifa undir hjá Man United. Richard Sellers/Getty Images

Markvörðurinn Andre Onana hefur skrifað undir hjá enska knattspyrnuliðinu Manchester United. Er búið að bóka flug fyrir leikmanninn til Bandaríkjanna en Man United er á leið þangað í æfingaferð í aðdraganda nýs keppnistímabils.

Frá þessu er greint á The Athletic. Þar segir að hinn 27 ára gamli Onana skrifi undir fimm ára samning með möguleika á árs framlengingu. Hann er því samningsbundinn til 2028 hið minnsta.

Talið er að Man Utd greiði 55 milljónir evra (8 milljarða íslenskra króna) fyrir þennan fyrrum markvörð Ajax og Inter frá Mílanó.

Man Utd hefur verið í leit að markverði frá því að síðasta tímabil lauk. Eftir að ákveðið var að framlengja ekki við David De Gea varð það forgangsatriði númer eitt að ganga frá kaupunum á Onana.

Nú þurfa félögin aðeins að skrifa undir síðustu pappírana til að kaupin fari í gegn. The Athletic telur að það gerist á næsta sólahringnum og Man United tilkynni kaupin sömuleiðis á næstu 24 tímum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×