Enski boltinn

Fofana frá út árið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Fofana verður frá næstu mánuðina.
Fofana verður frá næstu mánuðina. Alex Pantling/Getty Images

Wesley Fofana mun ekki spila fyrir Chelsea fyrr en seint á komandi tímabili. Franski varnarmaðurinn sleit krossband nýverið og er alls óvíst að hann verði eitthvað með liðinu fyrr en á þar næstu leiktíð.

Hinn 22 ára gamli Fofana kostaði Chelsea 70 milljónir evra (rúma 10 milljarða íslenskra króna á núverandi gengi) sumarið 2022. Hann fótbrotnaði árið 2021 og var svo fjarri góðu gamni í fjóra mánuði á síðustu leiktíð eftir að meiðast á hné í leik gegn AC Milan í Meistaradeild Evrópu.

Alls spilaði hann 20 leiki fyrir Chelsea á síðustu leiktíð, 15 í deild og 5 í Meistaradeildinni. Tímabilið þar áður hafði hann aðeins náð tveimur leikjum fyrir Leicester City.

Hversu mörgum leikjum hann mun ná á komandi leiktíð er ekki vitað en það verður að teljast ólíklegt að þeir verði fleiri en 20.

Mauricio Pochettino, þjálfari liðsins, hefur staðfest að stefnt sé að því að fylla skarðið sem Fofana skilur eftir sér með því að fá nýjan leikmann inn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×