Segir að það sé ekki á ábyrgð FIFA að borga knattspyrnukonunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2023 10:31 Gianni Infantino, forseti FIFA, ræddi við fjölmiðlafólk í tilefni þess að HM kvenna verður sett í Nýja Sjálandi á morgun. Getty/Harold Cunningham Gianni Infantino, forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins, leggur áherslu á það að það sé undir knattspyrnusamböndum hvers lands komið að knattspyrnukonurnar fái jafnmikið og karlarnir. FIFA hefur hækkað verðlaunaféð á HM kvenna en það er samt enn langt á eftir því sem þekkist á heimsmeistaramóti karla. FIFA er vissulega í fyrsta sinn að reyna að tryggja það að hluti verðlaunafés fari til leikmanna sjálfra en Infantino ítrekar það að það sé ekki á ábyrgð FIFA að borga knattspyrnukonunum heldur knattspyrnusambandanna sem hafi áfram frelsi til að eyða stærsta hluti peningsins frá FIFA í það sem þau vilja. More from FIFA's Gianni Infantino here: https://t.co/bjHLi4iaqz-Flat-out refused to discuss prize money disparity -#FIFAWWC has generated enough revenue in its first run as a standalone tourney to be self-sustaining-Women's Club World Cup announcement is coming soon— Caitlin Murray (@caitlinmurr) July 19, 2023 Í júni var tilkynnt að hver leikmaður á HM kvenna ætti að fá að minnsta kosti þrjátíu þúsund Bandaríkjadala frá FIFA en þetta eru rétt tæpar fjórar milljónir íslenskra króna. Infantino er samt á því að það sé ekki fýsilegt að þvinga samböndin til að borga leikmönnum. FIFA er því aðeins að biðja samböndin um að hluti umræddar greiðslu fari til leikmanna. „Við höfum gefið út ráðleggingar en við erum samband sambandanna. Þess vegna munu allar greiðslur frá okkur fara til sambandanna og þau sjá síðum um að borga sínum eigin leikmönnum,“ sagði Gianni Infantino. „Við erum í sambandi við fulltrúa sambandanna en það eru mismunandi aðstæður út um allan heim. Skattar, búseta og annað. Það þýðir meðal annars að það eru önnur samkomulag við leikmenn þegar til staðar,“ sagði Infantino. This is the first time the women s tournament is its own commercial entity, rather than an afterthought to men s World Cup deals, Nancy Armour writes https://t.co/ZEy6gxXSoI— USA TODAY (@USATODAY) July 19, 2023 „Við höfum verið að taka tímamóta ákvarðanir en þetta er ekki endirinn á þessari sögu,“ sagði Infantino. Það sést á orðum Infantino að það er langt frá því öruggt að knattspyrnukonurnar á HM fá þessar fjórar milljónir. Meðallaun knattspyrnukvenna í heiminum er minna en helmingur þeirrar upphæðar og því getur svona peningur breytt miklu. Leikmenn landsliða hafa verið í deilum við forystufólk síns sambands og ekki nærri því allar komnar með samning sem þær eru sáttar við. Það eru margir þættir sem stuðla að því að það er enn mjög langt í land þegar kemur að jafnrétti fyrir knattspyrnukonur. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi FIFA Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Sjá meira
FIFA hefur hækkað verðlaunaféð á HM kvenna en það er samt enn langt á eftir því sem þekkist á heimsmeistaramóti karla. FIFA er vissulega í fyrsta sinn að reyna að tryggja það að hluti verðlaunafés fari til leikmanna sjálfra en Infantino ítrekar það að það sé ekki á ábyrgð FIFA að borga knattspyrnukonunum heldur knattspyrnusambandanna sem hafi áfram frelsi til að eyða stærsta hluti peningsins frá FIFA í það sem þau vilja. More from FIFA's Gianni Infantino here: https://t.co/bjHLi4iaqz-Flat-out refused to discuss prize money disparity -#FIFAWWC has generated enough revenue in its first run as a standalone tourney to be self-sustaining-Women's Club World Cup announcement is coming soon— Caitlin Murray (@caitlinmurr) July 19, 2023 Í júni var tilkynnt að hver leikmaður á HM kvenna ætti að fá að minnsta kosti þrjátíu þúsund Bandaríkjadala frá FIFA en þetta eru rétt tæpar fjórar milljónir íslenskra króna. Infantino er samt á því að það sé ekki fýsilegt að þvinga samböndin til að borga leikmönnum. FIFA er því aðeins að biðja samböndin um að hluti umræddar greiðslu fari til leikmanna. „Við höfum gefið út ráðleggingar en við erum samband sambandanna. Þess vegna munu allar greiðslur frá okkur fara til sambandanna og þau sjá síðum um að borga sínum eigin leikmönnum,“ sagði Gianni Infantino. „Við erum í sambandi við fulltrúa sambandanna en það eru mismunandi aðstæður út um allan heim. Skattar, búseta og annað. Það þýðir meðal annars að það eru önnur samkomulag við leikmenn þegar til staðar,“ sagði Infantino. This is the first time the women s tournament is its own commercial entity, rather than an afterthought to men s World Cup deals, Nancy Armour writes https://t.co/ZEy6gxXSoI— USA TODAY (@USATODAY) July 19, 2023 „Við höfum verið að taka tímamóta ákvarðanir en þetta er ekki endirinn á þessari sögu,“ sagði Infantino. Það sést á orðum Infantino að það er langt frá því öruggt að knattspyrnukonurnar á HM fá þessar fjórar milljónir. Meðallaun knattspyrnukvenna í heiminum er minna en helmingur þeirrar upphæðar og því getur svona peningur breytt miklu. Leikmenn landsliða hafa verið í deilum við forystufólk síns sambands og ekki nærri því allar komnar með samning sem þær eru sáttar við. Það eru margir þættir sem stuðla að því að það er enn mjög langt í land þegar kemur að jafnrétti fyrir knattspyrnukonur.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi FIFA Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Sjá meira