UEFA vill halda umhverfisvænt EM og biður landslið að fljúga ekki Smári Jökull Jónsson skrifar 19. júlí 2023 07:00 Evrópumótið fer fram í Þýskalandi næsta sumar. Vísir/Getty Evrópumótið í knattspyrnu fer fram í Þýskalandi næsta sumar og UEFA er á fullu í undirbúningi fyrir mótið. Sambandið ætlar sér að halda umhverfisvænt mót og hefur biðlað til þátttökuþjóða að hjálpa til. Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) hefur biðlað til þeirra þjóða sem taka þátt í lokakeppni Evrópumótsins á næsta ári að fljúga ekki á milli leikstaða á Evrópumótinu í knattspyrnu á næsta ári. Síðasta Evrópumót var haldið í ellefu löndum og þurftu sum lið að ferðast tæplega 10.000 kílómetra á milli leikstaða með tilheyrandi mengandi flugvélum. Nú er hins vegar annað hljóð komið í skrokkinn hjá UEFA sem vill halda umhverfisvænasta EM í Þýskalandi næsta sumar. UEFA hefur nú biðlað til þeirra þjóða sem vinna sér sæti í lokakeppninni að keyra á milli leikstaða í stað þess að fljúga. Þá verður einnig í boði afsláttur fyrir þá stuðningsmenn sem nýta sér lestir á lengri ferðalögum. „Þetta er okkar tækifæri að sýna gott fordæmi með því að halda mót samkvæmt hæstu umhverfisstöðum,“ sagði Michele Uva, yfirmaður umhverfismála hjá UEFA. Setur pressu á UEFA UEFA hvetur einnig þá stuðningsmenn sem sækja munu leiki á mótinu að vera meðvitaða um kolefnisspor sitt. UEFA og þýsk yfirvöld hafa því ákveðið að hægt verði að nýta aðgangsmiða á leiki keppninnar sem miða í almenningssamgöngur í borgum þar sem leikir eru spilaðir. Miðarnir munu gilda frá því sex um morgun á leikdegi og þar til sex um kvöld daginn eftir leik. Það vakti athygli fyrir heimsmeistaramótið í Katar þegar forráðamenn FIFA sögðu að mótið yrði kolefnisjafnað. Í síðasta mánuði stigu talsmenn svissnesku samtakanna Fossil Free Football fram og sögðu staðhæfingar FIFA rangar og misvísandi. Frank Huisingh, talsmaður samtakanna, er ánægður með frumkvæði UEFA en er samt sem áður efins um raunveruleg heilindi samtakanna í umhverfismálum. „Ég velti því fyrir mér hvort UEFA muni einnig skoða sína styrktaraðila. Meistaradeildin er fjármögnuð af flugfélagi. Það er ekki samræmi í því að ætla sér að takmarka flugferðir í einu móti en auglýsa þær í því næsta.“ EM 2024 í Þýskalandi UEFA Umhverfismál Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) hefur biðlað til þeirra þjóða sem taka þátt í lokakeppni Evrópumótsins á næsta ári að fljúga ekki á milli leikstaða á Evrópumótinu í knattspyrnu á næsta ári. Síðasta Evrópumót var haldið í ellefu löndum og þurftu sum lið að ferðast tæplega 10.000 kílómetra á milli leikstaða með tilheyrandi mengandi flugvélum. Nú er hins vegar annað hljóð komið í skrokkinn hjá UEFA sem vill halda umhverfisvænasta EM í Þýskalandi næsta sumar. UEFA hefur nú biðlað til þeirra þjóða sem vinna sér sæti í lokakeppninni að keyra á milli leikstaða í stað þess að fljúga. Þá verður einnig í boði afsláttur fyrir þá stuðningsmenn sem nýta sér lestir á lengri ferðalögum. „Þetta er okkar tækifæri að sýna gott fordæmi með því að halda mót samkvæmt hæstu umhverfisstöðum,“ sagði Michele Uva, yfirmaður umhverfismála hjá UEFA. Setur pressu á UEFA UEFA hvetur einnig þá stuðningsmenn sem sækja munu leiki á mótinu að vera meðvitaða um kolefnisspor sitt. UEFA og þýsk yfirvöld hafa því ákveðið að hægt verði að nýta aðgangsmiða á leiki keppninnar sem miða í almenningssamgöngur í borgum þar sem leikir eru spilaðir. Miðarnir munu gilda frá því sex um morgun á leikdegi og þar til sex um kvöld daginn eftir leik. Það vakti athygli fyrir heimsmeistaramótið í Katar þegar forráðamenn FIFA sögðu að mótið yrði kolefnisjafnað. Í síðasta mánuði stigu talsmenn svissnesku samtakanna Fossil Free Football fram og sögðu staðhæfingar FIFA rangar og misvísandi. Frank Huisingh, talsmaður samtakanna, er ánægður með frumkvæði UEFA en er samt sem áður efins um raunveruleg heilindi samtakanna í umhverfismálum. „Ég velti því fyrir mér hvort UEFA muni einnig skoða sína styrktaraðila. Meistaradeildin er fjármögnuð af flugfélagi. Það er ekki samræmi í því að ætla sér að takmarka flugferðir í einu móti en auglýsa þær í því næsta.“
EM 2024 í Þýskalandi UEFA Umhverfismál Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica Sjá meira