Enski boltinn

Braut gler­þakið en var ekki lengi aðal­þjálfari For­est Green

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hannah mun þó stýra Forest Green Rovers í næstu tveimur leikjum liðsins.
Hannah mun þó stýra Forest Green Rovers í næstu tveimur leikjum liðsins. Forest Green Rovers

Hannah Dingley var nýverið ráðin fyrst kvenna sem þjálfari atvinnuliðs karla í knattspyrnu á Englandi. D-deildarlið Forest Green Rovers réð hana til starfa þegar Duncan Ferguson var sagt upp störfum. Nú er ljóst að Dingley mun ekki stýra liðinu á komandi leiktíð þar sem nýr þjálfari er væntanlegur.

Hannah Dingley var ráðin í byrjun júlí en vitað var þó að um tímabundna ráðningu væri að ræða, eins og Vísir greindi frá.

Nú hefur verið staðfest að David Horseman, fyrrverandi þjálfari U-21 árs lið Southampton muni taka við Forest Green. Dingley mun þó stýra liðinu í næstu tveimur æfingaleikjum, gegn Coventry City og U-21 árs liði Everton.

Eftir það er alls óvíst hvaða hlutverki Dingley mun gegna þar sem Louis Carey, sem starfaði með Horseman hjá Southampton, mun fylgja honum til Forest Green. Í tilkynningu félagsins kemur ekki fram hvort Dingley fari aftur í sitt gamla starf eða hvort henni verði sagt upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×