Enski boltinn

Ras­h­ford fram­lengir í Manchester þrátt fyrir er­lend gylli­boð

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Rashford verður áfram í Manchester.
Rashford verður áfram í Manchester. Will Palmer/Getty Images

Marcus Rashford, leikmaður enska knattspyrnuliðsins Manchester United, hefur framlengt samning sinn við félagið þrátt fyrir að gylliboð frá öðrum félögum.

Frá þessu greindi David Ornstein, blaðamaður The Athletic, í morgun og félagaskiptaofvitinn Fabrizio Romano staðfesti þetta svo um kvöldmatarleytið. Í frétt Ornstein segir að hinn 25 ára gamli Rashford sé að samþykkja fimm ára samning sem þýðir að hann verður ekki samningsbundinn Man United til ársins 2028.

Fjöldi liða ku hafa falast eftir kröftum leikmannsins sem fór mikinn á síðustu leiktíð en hann ákvað að vera áfram í Manchester þar sem hann er uppalinn. Þá dreymir honum um að verða Englands- eða Evrópumeistari með liðinu.

Rashford skaust fram á sjónarsviðið árið 2016 og hefur síðan þá spilað 359 leiki fyrir Man United. Hefur hann skorað 123 mörk fyrir félagið og gefið 68 stoðsendingar. Hann hefur einu sinni orðið enskur bikarmeistari, einu sinni sigrað Evrópudeildina og tvívegis unnið enska deildarbikarinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×