Martinez lenti í erfiðum meiðslum 2021, og þurfti í kjölfarið að taka ákvörðun um framtíð feril síns. Að berjast fyrir sæti sínu í nýju liði, Las Vegas Raiders, eða halda áfram að byggja upp hliðarstarf sem hann byrjaði að fikta við í Covid, sem var að kaupa og selja Pokémon spil.
Hann ákvað að leggja skóna á hilluna sem kom mörgum á óvart en Martinez segir að mesti munurinn sé að núna þurfi hann ekki að berjast við líkamlega verki þegar hann vaknar á hverjum morgni.
„Þegar ég vakna hvern einasta dag þá er ég ekki með verk í öxlinni eða bakinu. Mig verkjar reyndar aðeins í fingurna af því að opna 1.000 pakka á spilum á dag en það er ekkert í samanburði við íþróttameiðslin!“
Martinez safnaði Pokémon spjöldum sem barn en hafði ekkert komið nálægt þeim aftur fyrr en Covid skall á, og áttaði sig þá á að það voru talsverðir peningar í spilunum, þar sem pakkarnir kostar allt að hálfri milljón dollara.
Martinez stofnaði fyrirtæki í kringum þessa aukavinnu í júlí 2022. Hann er með 15 starfsmenn í vinnu og í vor var fyrirtækið búið að hala inn 6,5 milljónir dollara. Martinez er sjálfur í hringiðunni á starfsemi þess og er með stór plön um að stækka það og þróa og selja fleiri hluti sem safnarar hafa áhuga á.