Ísabella keppir í kvöld í handmáluðum þjóðbúning Íris Hauksdóttir skrifar 14. júlí 2023 13:11 Þjóðbúningurinn sem Ísabella klæðist í kvöld er handmálaður með mynd af Hallgrímskirkju og íslensku landslagi. aðsend Ísabella Þorvaldsdóttir keppir í kvöld í Miss Supranational en hún stóð uppi sem sigurvegari sem Miss Supranational Iceland á síðasta ári. Keppnin fer fram í Póllandi og segist Ísabella gríðarlega spennt fyrir kvöldinu. Ísabellu hafði dreymt um að verða fegurðardrottning frá því hún var þriggja ára en sá draumur rættist þegar hún hampaði titilinum Miss Supranational Iceland á síðasta ári. Keppnin fer fram í kvöld og var Ísabella stödd á lokaæfingunni þegar blaðakona náði tali af henni. Ísabella er glæsilegur fulltrúi Íslands.aðsend „Við erum á síðustu æfingunni okkar og ég get ekki beðið eftir kvöldinu. Við erum búnar að æfa saman í þrjár vikur og það er búið að vera yndislegur tími, þökk sé þessum stelpum. Við erum allar orðnar systur og þær verða vinkonur mínar alla mína ævi. Margar þeirra stefna á að koma til Íslands og ég sömuleiðis spennt að heimsækja þær til sinna landa.“ Kjóllinn táknar Ísland Ísabella viðurkennir þó að undirbúningsferlið hafi reynst krefjandi. „Þetta er búið að vera mun meiri keyrsla en ég átti von á. Við vöknum oft fimm á morgnanna og erum ekki komnar heim fyrr en eftir miðnætti. En þetta er ótrúlega skemmtilegt. Uppáhalds minningarnar mínar eru samt þegar við erum allar búnar á æfingum og fáum okkur pizzu saman í náttfötunum. Það er náttúrulega mjög stelpulegt og sætt.“ Kjóllinn sem Ísabella klæðist í kvöld vekur skiljanlega mikla eftirtekt en hann er hannaður af Kirsten Regalado og táknar Ísland. Klippa: Ísabella sýnir Íslands-kjólinn „Kjóllinn er handmálaður með mynd af Hallgrímskirkju framan á og íslenskri náttúru allt í kring. Ég gæti ekki verið ánægðari með hann.“ Ísabella segist óendanlega þakklát öllum þeim sem staðið hafa við bakið á sér í ferlinu.aðsend Ísabella hvetur alla til að fylgjast með keppninni í kvöld. „Ég mun segja líffæragjafa söguna mína og hvernig mitt markmið í lífinu er að elta drauma sína. Þetta er minn stærsti draumur að rætast. Ég er svo óendanlega þakklát öllum sem hafa staðið á bakvið mig og ég get ekki beðið með að vinna meira með þessu fólki í framtíðinni. En svo er ég líka mjög spennt að krýna næstu drottningu.“ Áhugasamir geta fylgst með keppninni hér. Miss Universe Iceland Tengdar fréttir Lét örið ekki stöðva sig að láta drauminn rætast Ísabella Þorvaldsdóttir var einungis þriggja ára þegar hún gekk undir líffæraígræðslu. Ísabella sem fæddist með óvirk nýru þáði líffæragjöf frá föður sínum og er hún yngsti einstaklingurinn hér á landi til að gangast undir slíka aðgerð. 17. apríl 2023 09:43 Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Gagnrýni „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Fleiri fréttir Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Sjá meira
Ísabellu hafði dreymt um að verða fegurðardrottning frá því hún var þriggja ára en sá draumur rættist þegar hún hampaði titilinum Miss Supranational Iceland á síðasta ári. Keppnin fer fram í kvöld og var Ísabella stödd á lokaæfingunni þegar blaðakona náði tali af henni. Ísabella er glæsilegur fulltrúi Íslands.aðsend „Við erum á síðustu æfingunni okkar og ég get ekki beðið eftir kvöldinu. Við erum búnar að æfa saman í þrjár vikur og það er búið að vera yndislegur tími, þökk sé þessum stelpum. Við erum allar orðnar systur og þær verða vinkonur mínar alla mína ævi. Margar þeirra stefna á að koma til Íslands og ég sömuleiðis spennt að heimsækja þær til sinna landa.“ Kjóllinn táknar Ísland Ísabella viðurkennir þó að undirbúningsferlið hafi reynst krefjandi. „Þetta er búið að vera mun meiri keyrsla en ég átti von á. Við vöknum oft fimm á morgnanna og erum ekki komnar heim fyrr en eftir miðnætti. En þetta er ótrúlega skemmtilegt. Uppáhalds minningarnar mínar eru samt þegar við erum allar búnar á æfingum og fáum okkur pizzu saman í náttfötunum. Það er náttúrulega mjög stelpulegt og sætt.“ Kjóllinn sem Ísabella klæðist í kvöld vekur skiljanlega mikla eftirtekt en hann er hannaður af Kirsten Regalado og táknar Ísland. Klippa: Ísabella sýnir Íslands-kjólinn „Kjóllinn er handmálaður með mynd af Hallgrímskirkju framan á og íslenskri náttúru allt í kring. Ég gæti ekki verið ánægðari með hann.“ Ísabella segist óendanlega þakklát öllum þeim sem staðið hafa við bakið á sér í ferlinu.aðsend Ísabella hvetur alla til að fylgjast með keppninni í kvöld. „Ég mun segja líffæragjafa söguna mína og hvernig mitt markmið í lífinu er að elta drauma sína. Þetta er minn stærsti draumur að rætast. Ég er svo óendanlega þakklát öllum sem hafa staðið á bakvið mig og ég get ekki beðið með að vinna meira með þessu fólki í framtíðinni. En svo er ég líka mjög spennt að krýna næstu drottningu.“ Áhugasamir geta fylgst með keppninni hér.
Miss Universe Iceland Tengdar fréttir Lét örið ekki stöðva sig að láta drauminn rætast Ísabella Þorvaldsdóttir var einungis þriggja ára þegar hún gekk undir líffæraígræðslu. Ísabella sem fæddist með óvirk nýru þáði líffæragjöf frá föður sínum og er hún yngsti einstaklingurinn hér á landi til að gangast undir slíka aðgerð. 17. apríl 2023 09:43 Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Gagnrýni „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Fleiri fréttir Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Sjá meira
Lét örið ekki stöðva sig að láta drauminn rætast Ísabella Þorvaldsdóttir var einungis þriggja ára þegar hún gekk undir líffæraígræðslu. Ísabella sem fæddist með óvirk nýru þáði líffæragjöf frá föður sínum og er hún yngsti einstaklingurinn hér á landi til að gangast undir slíka aðgerð. 17. apríl 2023 09:43