Hætta á skammsýni þegar öllu fjármagni framtakssjóða er stýrt frá Reykjavík
![Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs, segir það fela í sér ákveðna hættu á skammsýni, þegar öllu fjármagni framtaks- og vísissjóða hér á landi er stýrt frá höfuðborginni. „Kerecis dæmið hristi hressilega upp í þessum markaði hvernig sem á málið er litið.“](https://www.visir.is/i/D4F87C0A0CB42FBBFB6C76E5FA5572AF3CFD40EA5E1F2365C6D83E77A5A882ED_713x0.jpg)
Íslenskir lífeyrissjóðir, sem áttu minna en samanlagt tveggja prósenta hlut þegar yfir 170 milljarða yfirtökutilboð var gert í Kerecis fyrir um viku, hafa útvistað slíkum fjárfestingum að mestu til framtaks- og vísissjóða, segir framkvæmdastjóri Birtu. Í ítarlegu viðtali við Innherja ræðir hann meðal annars hvað skýri einkum fjarveru sjóðanna í hluthafahópi Kerecis og nefnir að þótt það hefði verið ánægjulegt að sjá Kerecis skráð á markaðinn hér heima þá þurfi líka að „fagna því“ að erlent fjármagn leiti til landsins í svo stórar beinar fjárfestingar.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/BBC263D394966D974AE28971CDE4ADF9FADB3450BABADE1BD7172BA04543057B_308x200.jpg)
Kerecis er fyrsti einhyrningur Íslands
Kerecis er fyrsta íslenska fyrirtækið sem flokkast sem einhyrningur (e. unicorn), sagði Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands og stjórnarmaður í nýsköpunarfyrirtækinu. Hann útskýrði að það orð væri notað yfir nýsköpunarfyrirtæki sem hafa á örskömmum tíma farið frá því að vera sproti í að vera metið á yfir milljarð Bandaríkjadala.