„Ótrúlega mikill heiður að hafa fengið að spila hundrað leiki fyrir landið sitt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. júlí 2023 07:02 Glódís Perla er algjör lykilmaður í íslenska landsliðinu. Stöð 2/Arnar „Ég er mjög spennt fyrir þessum leik og vonandi verður fullur völlur, frábær stemning og góður fótbolti,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu fyrir leik liðsins gegn Finnlandi sem fram fer í kvöld. Hún segir að þrátt fyrir að um vináttuleiki sé að ræða séu þeir mikilvægir í undirbúningnum fyrir komandi átök í Þjóðadeildinni. „Þetta eru náttúrulega bara undirbúningsleikir og við munum nýta þá í að prófa einhver ný kerfi og allskonar flæði betur sem að við gætum þurft að grípa í í Þjóðadeildinni. Þannig að þetta eru í rauninni æfingaleikir fyrir það, að prófa þessa hluti svo við séum kannski með aðeins fleiri vopn í vopnabúrinu.“ Glódís var á dögunum heiðruð fyrir að spila sinn hundraðasta landsleik fyrir Íslands hönd og segir það mikinn heiður. „Jú algjörlega. Það er ótrúlega mikill heiður að hafa fengið að spila hundrað landsleiki fyrir landið sitt. Það er ekkert á hverjum degi þannig ég er ótrúlega stolt af því og að fá svona málverk er náttúrulega frábært. Ég á ekkert alvöru málverk þannig að þetta var mitt fyrsta,“ sagði Glódís létt. Glódís Perla er eins og flestir vita leikmaðu Bayern München í Þýskalandi. Hún er þó ekki eini íslenski leikmaður liðsins því þær Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eru einnig á mála hjá félaginu. Karólína var hins vegar lánuð frá Bayern til Bayer Leverkusen á dögunum og Glódís segist eiga eftir að sakna hennar mikið. „Mér persónulega finnst það rosalega leiðinlegt og ég mun sakna hennar ótrúlega mikið, en fyrir hana er þetta hundrað prósent rétt skref því hún er að fara í lið þar sem hún fær vonandi stórt hlutverk og að geisla. Þannig þetta er klárlega það sem hún þarf að gera og svo vonandi kemur hún aftur.“ Þrátt fyrir að Karólína sé farin frá félaginu í bili hefur Bayern München styrkt sig í sumar og Glódís segir að stefnan sé sett á að reyna að vinna Meistaradeildina á næsta tímabili. „Markmiðið hjá öllum stórum klúbbum í Evrópu er náttúrulega að vinna Meistaradeildina. En það þarf líka að vera með hópinn og leikmennina í það og Bayern er klárlega búið að sýna það í þessum glugga að það er einhver vilji til staðar til að gera það sem þarf og það er ótrúlega gaman að sjá það. Við vorum með flottan hóp í fyrra og þegar allir eru heilir og svo bætum svo nokkrum við þá getum við allavega gert gott aðkall að þessu.“ Klippa: Glódís Perla fyrir leikinn gegn Finnum Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Sjá meira
Hún segir að þrátt fyrir að um vináttuleiki sé að ræða séu þeir mikilvægir í undirbúningnum fyrir komandi átök í Þjóðadeildinni. „Þetta eru náttúrulega bara undirbúningsleikir og við munum nýta þá í að prófa einhver ný kerfi og allskonar flæði betur sem að við gætum þurft að grípa í í Þjóðadeildinni. Þannig að þetta eru í rauninni æfingaleikir fyrir það, að prófa þessa hluti svo við séum kannski með aðeins fleiri vopn í vopnabúrinu.“ Glódís var á dögunum heiðruð fyrir að spila sinn hundraðasta landsleik fyrir Íslands hönd og segir það mikinn heiður. „Jú algjörlega. Það er ótrúlega mikill heiður að hafa fengið að spila hundrað landsleiki fyrir landið sitt. Það er ekkert á hverjum degi þannig ég er ótrúlega stolt af því og að fá svona málverk er náttúrulega frábært. Ég á ekkert alvöru málverk þannig að þetta var mitt fyrsta,“ sagði Glódís létt. Glódís Perla er eins og flestir vita leikmaðu Bayern München í Þýskalandi. Hún er þó ekki eini íslenski leikmaður liðsins því þær Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eru einnig á mála hjá félaginu. Karólína var hins vegar lánuð frá Bayern til Bayer Leverkusen á dögunum og Glódís segist eiga eftir að sakna hennar mikið. „Mér persónulega finnst það rosalega leiðinlegt og ég mun sakna hennar ótrúlega mikið, en fyrir hana er þetta hundrað prósent rétt skref því hún er að fara í lið þar sem hún fær vonandi stórt hlutverk og að geisla. Þannig þetta er klárlega það sem hún þarf að gera og svo vonandi kemur hún aftur.“ Þrátt fyrir að Karólína sé farin frá félaginu í bili hefur Bayern München styrkt sig í sumar og Glódís segir að stefnan sé sett á að reyna að vinna Meistaradeildina á næsta tímabili. „Markmiðið hjá öllum stórum klúbbum í Evrópu er náttúrulega að vinna Meistaradeildina. En það þarf líka að vera með hópinn og leikmennina í það og Bayern er klárlega búið að sýna það í þessum glugga að það er einhver vilji til staðar til að gera það sem þarf og það er ótrúlega gaman að sjá það. Við vorum með flottan hóp í fyrra og þegar allir eru heilir og svo bætum svo nokkrum við þá getum við allavega gert gott aðkall að þessu.“ Klippa: Glódís Perla fyrir leikinn gegn Finnum
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Sjá meira