Lífið

Frum­sýning á Vísi: „Reiðin er kannski ekki alveg jafn­mikil“

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Haraldur Þorleifsson gefur í dag út sitt annað lag undir listamannsnafninu Önnu Jónu Son.
Haraldur Þorleifsson gefur í dag út sitt annað lag undir listamannsnafninu Önnu Jónu Son.

Haraldur Þor­leifs­son gefur í dag út sína aðra smá­skífu og tón­listar­mynd­band undir lista­manns­nafninu Önnu Jónu Son við lagið Big Boy Boots. Mynd­bandið er frum­sýnt hér að neðan á Vísi.

„Þetta er mjög per­sónu­legt lag um mömmu mína,“ segir Haraldur í sam­tali við Vísi. Lagið er að finna á væntan­legri plötu hans The Radio Won't Let Me Sleep sem kemur út síðar á árinu.

Klippa: Önnu Jónu Son - Big Boy Boots

Átti að vera hressa lagið

Haraldur missti móður sína Önnu Jónu Jóns­dóttur þegar hann var einungis 11 ára gamall og er missirinn yrkis­efni nýja lagsins. Það er bréf for­eldris til barns síns þar sem það segir því að það þurfi að yfir­gefa þessa jörð.

Helmingurinn af lögunum á væntan­legri plötu Haraldar er saminn af honum á tíunda ára­tugnum en hinn helmingurinn ný­lega. Þetta lag til­heyrir síðar­nefndu lögunum

„Ég samdi lagið fyrst með engum texta og þetta átti að vera hresst og skemmti­legt. Þá var allt annar taktur en þegar ég byrjaði að semja textann þá bara kom þetta og lagið breyttist. Þetta átti sem­sagt að vera hressasta lagið en varð kannski mesti downerinn,“ segir Haraldur hlæjandi.

Hefur mýkst með aldrinum

Ekki margir muna eftir því en Haraldur var eitt sinn með­limur í pönk­hljóm­sveitinni Tony Blair, sem nefnd var eftir þá­verandi for­sætis­ráð­herra Bret­lands. Hann segir pönkið að ein­hverju leyti hafa elst af sér en þó megi finna á­kveðið nýja­ldar-rokk á plötunni.

„En fyrstu tvö lögin hafa verið mjög ró­leg og ég er meira þar núna en í pönkinu. Ég er orðinn svo­lítið gamall,“ segir Haraldur léttur í bragði og bætir við: „Reiðin er kannski ekki alveg jafn­mikil.“

Er­lendur Sveins­son leik­stýrði tón­listar­mynd­bandi lagsins, Kristín Ósk Sæ­vars­dóttir fram­leiddi það og sá Andri Haralds­son um mynda­töku. Haraldur segist á­nægður með hvernig til tókst.

„Þetta eru ellefu mynd­bönd í heildina sem við vinnum við plötuna og þau eru gerð úti um allan heim, en þetta var gert hér heima á Ís­landi. Það var ó­trú­lega gott að vinna með Er­lendi og hans fólki og mér finnst mynd­bandið koma skila­boðum lagsins vel til skila, án þess að vera þó of bók­staf­legt.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.