Grunnverð fyrir slíkan bíl eru tæpar 16,5 milljónir. Bíllinn er af árgerðinni 2018.
Áður keyrði Patrik um á ljósblárri sportbifreið af tegundinni, Porsche Taycan, sem hann hefði helst viljað í bleikum lit. Grunnverð á slíkum bíl eru tæpar fjórtán milljónir króna hér á landi.
Ljósblái fákurinn er nú í eigu Sigurðar Jóhanns Lövdal, eiganda Bílamarkaðarins og Einkabílar ehf.
Súkkulaðierfinginn skaust upp á stjörnuhimininn í mars á þessu ári með laginu Prettyboitjokko og gaf út samnefnda smáskvísu fyrir skemmstu.
Mikið er um að vera hjá Patrik þessa dagana og er hann án efa einn vinsælasti tónlistarmaður yngri kynslóðarinnar.