Dagný og Glódís Perla búnar að fá málverkin sín Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2023 15:01 Dagný Brynjarsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir með viðurkenningar sínar. KSÍ Tvær landsliðskonur fengu afhent málverk eftir Tolla í landsliðsverkefninu sem stendur nú yfir hjá kvennalandsliðinu. Dagný Brynjarsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir hafa báðar náð hundrað landsleikjum fyrir A-landslið Íslands og afhenti Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, þeim málverk eftir Tolla í viðurkenningarskyni fyrir áfangann á hóteli íslenska liðsins. Málverkin eru bæði landslagsmálverk af hinni fallegu náttúru Íslands. Glódís Perla fékk málverk af drottningu öræfanna, Herðubreið en Dagný fékk málverk af Langjökli við Hvítárvatn. Dagný Brynjarsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir hafa báðar náð 100 landsleikjum fyrir A-landslið Íslands og afhenti Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, þeim málverk eftir Tolla í viðurkenningarskyni fyrir áfangann!@dagnybrynjars @glodisperla #dottir pic.twitter.com/g6Rh13EiQ0— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 12, 2023 Liðið er nú að undirbúa sig fyrir komandi vináttuleiki gegn Finnlandi og Austurríki en leikurinn á móti Finnum fer fram á Laugardalsvellinum á morgun. Samkvæmt reglugerð KSÍ um landsliðs- og heiðursmerki skal veita þeim leikmönnum sem ná hundrað A-landsleikjum heiðursviðurkenningu. Hefð er fyrir því að veita viðurkenninguna á fyrsta ársþingi KSÍ eftir að hundraðasti leikurinn er spilaður. Ef leikmenn komast ekki á ársþingið er viðurkenningin veitt við fyrsta tækifæri eftir það. Landsliðskonur höfðu kvartað yfir seinagangi við veitingu slíkra viðurkenninga en Vanda hefur passað upp á þessi mál vel síðan. Elísa Viðarsdóttir fékk líka viðurkenningu en hún hefur spilað fimmtíu landsleiki fyrir A-landslið Íslands. Af því tilefni afhenti Vanda henni styttu eftir Steinunni Þórarinsdóttur. Elísa Viðarsdóttir hefur spilað 50 landsleiki fyrir A-landslið Íslands. Af því tilefni afhenti Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, henni styttu eftir Steinunni Þórarinsdóttur í viðurkenningarskyni fyrir áfangann!@elisavidars #dottir pic.twitter.com/xG4jHEC3Qu— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 12, 2023 Dagný Brynjarsdóttir lék sinn fyrsta A-landsleik árið 2010 á Algarve Cup gegn Bandaríkjunum og þann hundraðasta lék hún árið 2022 í undankeppni HM 2023 gegn Hvíta-Rússlandi. Dagný hefur leikið 113 A-landsleiki og skorað í þeim 38 mörk. Glódís Perla Viggósdóttir lék sinn fyrsta A-landsleik árið 2012 í vináttuleik gegn Skotlandi og þann hundraðasta lék hún árið 2022 í undankeppni HM 2023 gegn Hvíta-Rússlandi. Glódís hefur leikið 112 A-landsleiki og skorað í þeim níu mörk. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir hafa báðar náð hundrað landsleikjum fyrir A-landslið Íslands og afhenti Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, þeim málverk eftir Tolla í viðurkenningarskyni fyrir áfangann á hóteli íslenska liðsins. Málverkin eru bæði landslagsmálverk af hinni fallegu náttúru Íslands. Glódís Perla fékk málverk af drottningu öræfanna, Herðubreið en Dagný fékk málverk af Langjökli við Hvítárvatn. Dagný Brynjarsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir hafa báðar náð 100 landsleikjum fyrir A-landslið Íslands og afhenti Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, þeim málverk eftir Tolla í viðurkenningarskyni fyrir áfangann!@dagnybrynjars @glodisperla #dottir pic.twitter.com/g6Rh13EiQ0— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 12, 2023 Liðið er nú að undirbúa sig fyrir komandi vináttuleiki gegn Finnlandi og Austurríki en leikurinn á móti Finnum fer fram á Laugardalsvellinum á morgun. Samkvæmt reglugerð KSÍ um landsliðs- og heiðursmerki skal veita þeim leikmönnum sem ná hundrað A-landsleikjum heiðursviðurkenningu. Hefð er fyrir því að veita viðurkenninguna á fyrsta ársþingi KSÍ eftir að hundraðasti leikurinn er spilaður. Ef leikmenn komast ekki á ársþingið er viðurkenningin veitt við fyrsta tækifæri eftir það. Landsliðskonur höfðu kvartað yfir seinagangi við veitingu slíkra viðurkenninga en Vanda hefur passað upp á þessi mál vel síðan. Elísa Viðarsdóttir fékk líka viðurkenningu en hún hefur spilað fimmtíu landsleiki fyrir A-landslið Íslands. Af því tilefni afhenti Vanda henni styttu eftir Steinunni Þórarinsdóttur. Elísa Viðarsdóttir hefur spilað 50 landsleiki fyrir A-landslið Íslands. Af því tilefni afhenti Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, henni styttu eftir Steinunni Þórarinsdóttur í viðurkenningarskyni fyrir áfangann!@elisavidars #dottir pic.twitter.com/xG4jHEC3Qu— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 12, 2023 Dagný Brynjarsdóttir lék sinn fyrsta A-landsleik árið 2010 á Algarve Cup gegn Bandaríkjunum og þann hundraðasta lék hún árið 2022 í undankeppni HM 2023 gegn Hvíta-Rússlandi. Dagný hefur leikið 113 A-landsleiki og skorað í þeim 38 mörk. Glódís Perla Viggósdóttir lék sinn fyrsta A-landsleik árið 2012 í vináttuleik gegn Skotlandi og þann hundraðasta lék hún árið 2022 í undankeppni HM 2023 gegn Hvíta-Rússlandi. Glódís hefur leikið 112 A-landsleiki og skorað í þeim níu mörk.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Sjá meira