Enski boltinn

Man Utd lagði Leeds: Heiðruðu minningu McQu­een fyrir leik

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Noam Fritz Emeran braut ísinn fyrir Man United í Ósló.
Noam Fritz Emeran braut ísinn fyrir Man United í Ósló. Manchester United

Erkifjendurnir Manchester United og Leeds United mættust í fyrsta vináttuleik tímabilsins 2023/2024. Leiknum lauk með 2-0 sigri Man United sem leikur í Meistaradeild Evrópu á komandi leiktíð á meðan Leeds leikur í ensku B-deildinni eftir fall á síðustu leiktíð.

Leikið var í Ósló í Noregi en fyrir leik var Gordon McQueen heiðraður en sá lék með Leeds frá 1972-78 og Man Utd frá 1978-85.

Hvað leikinn varðar þá vantaði þó nokkur stór nöfn í bæði lið en Mason Mount lék þó sinn fyrsta leik í treyju Man United. 

Einnig voru Tom Heaton, Aaron Wan-Bissaka, Raphaël Varan, Lisandro Martínez og Jadon Sancho í byrjunarliði Man United.

Leikurinn var heldur rólegur framan af en í síðari hálfleik skoruðu Rauðu djöflarnir tvívegis. Þar voru að verki varamennirnir Noem Emeran og Joe Hugill. Fyrra markið má sjá hér að neðan.

Lokatölur 2-0 og lærisveinar Ten Hag byrja undirbúningstímabilið á sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×