Lukaku hefur ekki náð sér á strik hjá Chelsea eftir að hann var keyptur fyrir fúlgur fjár frá Inter fyrir tveimur árum. Á síðasta tímabili lék Belginn sem lánsmaður með Inter.
Lukaku gæti verið áfram í ítölsku úrvalsdeildinni ef Chelsea og Juventus komast að samkomulagi um að skipta á framherjum.
Samkvæmt Corriere dello Sport er Juventus tilbúið að skipta á Vlahovic og Lukaku, að því gefnu að Chelsea borgi 21 milljón punda í milli.
Juventus keypti Vlahovic frá Fiorentina fyrir 66 milljónir punda í fyrra. Hann skoraði tíu deildarmörk fyrir Gömlu konuna á síðasta tímabili.
Inter hefur áhuga á að kaupa Lukaku aftur og er tilbúið að greiða Chelsea þrjátíu milljónir punda fyrir Belgann. Tilboð Juventus hljómar þó talsvert betur en tilboð Inter.