Áður höfðu þær Ásta Eir Árnadóttir og Anna Rakel Pétursdótir dregið sig úr hópnum og nú hefur Áslaug Munda gert slíkt hið sama.
Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir, leikmaður FH, kemur inn í hópinn fyrir Áslaugu Mundu og gæti Sunneva því leikið sinn fyrsta landsleik í næstu viku.
Íslenska liðið tekur á móti Finnum á Laugardalsvelli þann 14. júlí næstkomandi áður en liðið heldur út fyrir landsteinana og heimsækir Austurríki fjórum dögum síðar.
🇮🇸Þorsteinn Halldórsson hefur gert aðra breytingu á hópi A landsliðs kvenna fyrir komandi leiki gegn Finnlandi og Austurríki.
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 7, 2023
➡️Inn: Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir FH
⬅️Út: Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir Breiðablik#dottir