Fótbolti

Búast við fleiri veð­málum á HM kvenna en nokkurn tímann fyrr

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Portúgal sló út Ísland og komst á HM. Nú er líklegt að einhverjir getspakir reyni að græða á því giska rétt á úrslit liðsins á heimsmeistaramótinu.
Portúgal sló út Ísland og komst á HM. Nú er líklegt að einhverjir getspakir reyni að græða á því giska rétt á úrslit liðsins á heimsmeistaramótinu. Getty/Octavio Passos

Heimsmeistaramót kvenna í fótbolta hefst eftir aðeins fjórtán daga og spennan er farin að magnast. Það bendir allt til þess að mörg met verði sett á þessu móti.

Kvennafótboltinn er nefnilega á hraðri uppleið og það sést á mörgum sviðum.

Níunda heimsmeistaramót kvenna hefst 20. júlí næstkomandi og stendur til 20. ágúst. Mótið fer að þessu sinni fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi.

Veðmál eru orðin mjög áberandi í tengslum við íþróttakappleiki en hingað til hafa konurnar kannski ekki verið í aðalhlutverki þar.

Kvennafótboltinn er hins vegar alltaf að vera vinsælli og vinsælli og það nær ekki aðeins til áhorfenda eða áhorfs í sjónvarpi.

Fleiri hafa líka áhuga á því að veðja á úrslit leikja hjá konunum og nú búast sérfræðingar við því að það verði meira veðjað á leiki á HM kvenna en nokkurn tímann fyrr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×