„Þurfum að taka það með okkur í næsta leik“ Smári Jökull Jónsson skrifar 4. júlí 2023 22:30 Ólafur Ingi Skúlason er landsliðsþjálfari U19-ára liðs Íslands. Vísir/Hulda Margrét Ólafur Ingi Skúlason þjálfari íslenska U19-ára landsliðsins sagði strákana eiga hrós skilið fyrir að vinna sig inn í leikinn gegn Spánverjum. Ísland tapaði 2-1 gegn feykisterku spænsku liði. „Mér fannst við gera það vel í dag. Við vorum kannski í smá stund að vinna okkur inn í leikinn og ná skrekknum úr okkur en mér fannst við vinna á þegar á leið. Þeir skapa aðeins á okkur í fyrri hálfleik þar sem þeir ná að komast á mill lína sem við vildum alls ekki að þeir gerðu,“ sagði Ólafur Ingi í samtali við Huldu Margréti frá Vísi eftir leikinn í dag. „Þetta er ótrúlega gott lið. Hálft skref til vinstri, það þýðir að boltinn komi til hægri og við lendum aðeins svolítið á eftir. Mér fannst strákarnir leysa þetta heilt yfir frábærlega og vorum kannski sjálfum okkur verstir í þessum mörkum sem við fengum á okkur. Það er ekki jákvætt að fá á sig mark úr horni.“ Ólafur Ingi sagði þó ýmislegt jákvætt sem strákarnir gætu tekið með sér úr leiknum þrátt fyrir tapið. „Það er fullt af jákvæðum hlutum sem við tökum úr þessu. Auðvitað erum við svekktir að ná ekki í úrslit en við erum galvaskir og klárir fyrir leikinn á móti Noregi.“ Hann sagði jafnframt erfitt að mæta spænska liðinu en að sóknarleikur íslenska liðsins hefði lagast í síðari hálfleik. „Þeir eru mjög góðir að setja endurpressu þegar við vinnum boltann. Við hefðum getað gert örlítið betur í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik þá fannst mér við vera mun betri á boltann, náum að hreyfa okkur betur á milli lína. Þeir eru góðir að loka miðsvæðinu og við fundum bakverðina okkar á betri hátt þar sem þeir gátu borið boltann upp fyrir okkur. Við náðum heilt yfir að halda meira í boltann. Ég held að skrekkurinn hafi verið kominn úr þeim þegar við vorum lentir 2-0 undir.“ „Strákarnir eiga risa hrós skilið fyrir að vinna sig aftur inn í leikinn og minnka muninn í 2-1 einum færri. Það sýnir karakterinn sem er í þessum hóp og andann. Við þurfum að taka þetta með okkur í næsta leik.“ Næsti leikur Íslands er gegn Noregi þar sem liðið þarf að ná í úrslit. „Við erum að fara í hörkuleik á móti Noregi. Við þurfum að ná í úrslit þar, það er möst fyrir okkur. Norðmenn unnu Grikki 5-4 í dag í hörkuleik og eru með mjög öflugt lið. Við þurfum að mæta þeim. Nú þarf að endurheimta vel, gefa strákunum að borða og drekka nóg og vera klárir í leikinn gegn Noregi.“ Hann sagði að vel væri haldið utan um liðið á Möltu þar sem mótið fer fram. „Þetta er frábært og ekki yfir neinu að kvarta. Við erum á mjög góðum stað, með frábært teymi og það er haldið vel utan um strákana.“ Landslið karla í fótbolta Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
„Mér fannst við gera það vel í dag. Við vorum kannski í smá stund að vinna okkur inn í leikinn og ná skrekknum úr okkur en mér fannst við vinna á þegar á leið. Þeir skapa aðeins á okkur í fyrri hálfleik þar sem þeir ná að komast á mill lína sem við vildum alls ekki að þeir gerðu,“ sagði Ólafur Ingi í samtali við Huldu Margréti frá Vísi eftir leikinn í dag. „Þetta er ótrúlega gott lið. Hálft skref til vinstri, það þýðir að boltinn komi til hægri og við lendum aðeins svolítið á eftir. Mér fannst strákarnir leysa þetta heilt yfir frábærlega og vorum kannski sjálfum okkur verstir í þessum mörkum sem við fengum á okkur. Það er ekki jákvætt að fá á sig mark úr horni.“ Ólafur Ingi sagði þó ýmislegt jákvætt sem strákarnir gætu tekið með sér úr leiknum þrátt fyrir tapið. „Það er fullt af jákvæðum hlutum sem við tökum úr þessu. Auðvitað erum við svekktir að ná ekki í úrslit en við erum galvaskir og klárir fyrir leikinn á móti Noregi.“ Hann sagði jafnframt erfitt að mæta spænska liðinu en að sóknarleikur íslenska liðsins hefði lagast í síðari hálfleik. „Þeir eru mjög góðir að setja endurpressu þegar við vinnum boltann. Við hefðum getað gert örlítið betur í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik þá fannst mér við vera mun betri á boltann, náum að hreyfa okkur betur á milli lína. Þeir eru góðir að loka miðsvæðinu og við fundum bakverðina okkar á betri hátt þar sem þeir gátu borið boltann upp fyrir okkur. Við náðum heilt yfir að halda meira í boltann. Ég held að skrekkurinn hafi verið kominn úr þeim þegar við vorum lentir 2-0 undir.“ „Strákarnir eiga risa hrós skilið fyrir að vinna sig aftur inn í leikinn og minnka muninn í 2-1 einum færri. Það sýnir karakterinn sem er í þessum hóp og andann. Við þurfum að taka þetta með okkur í næsta leik.“ Næsti leikur Íslands er gegn Noregi þar sem liðið þarf að ná í úrslit. „Við erum að fara í hörkuleik á móti Noregi. Við þurfum að ná í úrslit þar, það er möst fyrir okkur. Norðmenn unnu Grikki 5-4 í dag í hörkuleik og eru með mjög öflugt lið. Við þurfum að mæta þeim. Nú þarf að endurheimta vel, gefa strákunum að borða og drekka nóg og vera klárir í leikinn gegn Noregi.“ Hann sagði að vel væri haldið utan um liðið á Möltu þar sem mótið fer fram. „Þetta er frábært og ekki yfir neinu að kvarta. Við erum á mjög góðum stað, með frábært teymi og það er haldið vel utan um strákana.“
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira