„Þurfum að taka það með okkur í næsta leik“ Smári Jökull Jónsson skrifar 4. júlí 2023 22:30 Ólafur Ingi Skúlason er landsliðsþjálfari U19-ára liðs Íslands. Vísir/Hulda Margrét Ólafur Ingi Skúlason þjálfari íslenska U19-ára landsliðsins sagði strákana eiga hrós skilið fyrir að vinna sig inn í leikinn gegn Spánverjum. Ísland tapaði 2-1 gegn feykisterku spænsku liði. „Mér fannst við gera það vel í dag. Við vorum kannski í smá stund að vinna okkur inn í leikinn og ná skrekknum úr okkur en mér fannst við vinna á þegar á leið. Þeir skapa aðeins á okkur í fyrri hálfleik þar sem þeir ná að komast á mill lína sem við vildum alls ekki að þeir gerðu,“ sagði Ólafur Ingi í samtali við Huldu Margréti frá Vísi eftir leikinn í dag. „Þetta er ótrúlega gott lið. Hálft skref til vinstri, það þýðir að boltinn komi til hægri og við lendum aðeins svolítið á eftir. Mér fannst strákarnir leysa þetta heilt yfir frábærlega og vorum kannski sjálfum okkur verstir í þessum mörkum sem við fengum á okkur. Það er ekki jákvætt að fá á sig mark úr horni.“ Ólafur Ingi sagði þó ýmislegt jákvætt sem strákarnir gætu tekið með sér úr leiknum þrátt fyrir tapið. „Það er fullt af jákvæðum hlutum sem við tökum úr þessu. Auðvitað erum við svekktir að ná ekki í úrslit en við erum galvaskir og klárir fyrir leikinn á móti Noregi.“ Hann sagði jafnframt erfitt að mæta spænska liðinu en að sóknarleikur íslenska liðsins hefði lagast í síðari hálfleik. „Þeir eru mjög góðir að setja endurpressu þegar við vinnum boltann. Við hefðum getað gert örlítið betur í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik þá fannst mér við vera mun betri á boltann, náum að hreyfa okkur betur á milli lína. Þeir eru góðir að loka miðsvæðinu og við fundum bakverðina okkar á betri hátt þar sem þeir gátu borið boltann upp fyrir okkur. Við náðum heilt yfir að halda meira í boltann. Ég held að skrekkurinn hafi verið kominn úr þeim þegar við vorum lentir 2-0 undir.“ „Strákarnir eiga risa hrós skilið fyrir að vinna sig aftur inn í leikinn og minnka muninn í 2-1 einum færri. Það sýnir karakterinn sem er í þessum hóp og andann. Við þurfum að taka þetta með okkur í næsta leik.“ Næsti leikur Íslands er gegn Noregi þar sem liðið þarf að ná í úrslit. „Við erum að fara í hörkuleik á móti Noregi. Við þurfum að ná í úrslit þar, það er möst fyrir okkur. Norðmenn unnu Grikki 5-4 í dag í hörkuleik og eru með mjög öflugt lið. Við þurfum að mæta þeim. Nú þarf að endurheimta vel, gefa strákunum að borða og drekka nóg og vera klárir í leikinn gegn Noregi.“ Hann sagði að vel væri haldið utan um liðið á Möltu þar sem mótið fer fram. „Þetta er frábært og ekki yfir neinu að kvarta. Við erum á mjög góðum stað, með frábært teymi og það er haldið vel utan um strákana.“ Landslið karla í fótbolta Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Sjá meira
„Mér fannst við gera það vel í dag. Við vorum kannski í smá stund að vinna okkur inn í leikinn og ná skrekknum úr okkur en mér fannst við vinna á þegar á leið. Þeir skapa aðeins á okkur í fyrri hálfleik þar sem þeir ná að komast á mill lína sem við vildum alls ekki að þeir gerðu,“ sagði Ólafur Ingi í samtali við Huldu Margréti frá Vísi eftir leikinn í dag. „Þetta er ótrúlega gott lið. Hálft skref til vinstri, það þýðir að boltinn komi til hægri og við lendum aðeins svolítið á eftir. Mér fannst strákarnir leysa þetta heilt yfir frábærlega og vorum kannski sjálfum okkur verstir í þessum mörkum sem við fengum á okkur. Það er ekki jákvætt að fá á sig mark úr horni.“ Ólafur Ingi sagði þó ýmislegt jákvætt sem strákarnir gætu tekið með sér úr leiknum þrátt fyrir tapið. „Það er fullt af jákvæðum hlutum sem við tökum úr þessu. Auðvitað erum við svekktir að ná ekki í úrslit en við erum galvaskir og klárir fyrir leikinn á móti Noregi.“ Hann sagði jafnframt erfitt að mæta spænska liðinu en að sóknarleikur íslenska liðsins hefði lagast í síðari hálfleik. „Þeir eru mjög góðir að setja endurpressu þegar við vinnum boltann. Við hefðum getað gert örlítið betur í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik þá fannst mér við vera mun betri á boltann, náum að hreyfa okkur betur á milli lína. Þeir eru góðir að loka miðsvæðinu og við fundum bakverðina okkar á betri hátt þar sem þeir gátu borið boltann upp fyrir okkur. Við náðum heilt yfir að halda meira í boltann. Ég held að skrekkurinn hafi verið kominn úr þeim þegar við vorum lentir 2-0 undir.“ „Strákarnir eiga risa hrós skilið fyrir að vinna sig aftur inn í leikinn og minnka muninn í 2-1 einum færri. Það sýnir karakterinn sem er í þessum hóp og andann. Við þurfum að taka þetta með okkur í næsta leik.“ Næsti leikur Íslands er gegn Noregi þar sem liðið þarf að ná í úrslit. „Við erum að fara í hörkuleik á móti Noregi. Við þurfum að ná í úrslit þar, það er möst fyrir okkur. Norðmenn unnu Grikki 5-4 í dag í hörkuleik og eru með mjög öflugt lið. Við þurfum að mæta þeim. Nú þarf að endurheimta vel, gefa strákunum að borða og drekka nóg og vera klárir í leikinn gegn Noregi.“ Hann sagði að vel væri haldið utan um liðið á Möltu þar sem mótið fer fram. „Þetta er frábært og ekki yfir neinu að kvarta. Við erum á mjög góðum stað, með frábært teymi og það er haldið vel utan um strákana.“
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Sjá meira