Enn sé hrópandi þögn um tvo þætti hvalveiðibannsins Bjarki Sigurðsson skrifar 4. júlí 2023 11:51 Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Vísir/Vilhelm Verkalýðsfélag Akraness hefur sent Umboðsmanni Alþingis erindi vegna ákvörðunar matvælaráðherra um að banna tímabundið veiðar á langreyðum. Framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir hrópandi þögn vera um tvo þætti málsins. Verkalýðsfélag Akraness sendi fyrir helgi erindi til umboðsmanns Alþingis þar sem félagið telur Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra ekki hafa farið eftir lögum og reglum við ákvörðun sína um að banna tímabundið veiðar á langreyðum . Flestir starfsmenn Hvals hf. eru meðlimir í Verkalýðsfélaginu og segir Vilhjálmur Birgisson, formaður félagsins, að þarna séu hans félagsmenn að verða fyrir gífurlegu tekjutapi. „Það liggur fyrir að matvælaráðherra var búin að segja opinberlega að hún hafi enga lagastoð til þess að afturkalla leyfið hjá Hval. Á þeirri forsendu tóku 150 starfsmenn Hvals og sóttu um, margir tóku sér frí úr annarri vinnu, sumir sögðu upp vinnu, það eru dæmi um það að einstaklingar hafi leigt íbúðina sína í þrjá mánuði til þess að taka þessa vertíð og það getur ekki talist eðlileg stjórnsýsla að koma með slíka íþyngjandi ákvörðun einni mínútu áður en vertíðin hefst,“ segir Vilhjálmur. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir að ráðherra hafi enn ekki fært rök fyrir ýmsu er varðar ákvörðunina, sem er að sögn Heiðrúnar ólögmæt. „Það er í raun tvennt sem er hrópandi þögn um. Í fyrsta lagi er það þögn um hvort ráðherra hafi framkvæmt einhverskonar hagsmunamat gagnvart atvinnuréttindum leyfishafa og síðan er algjörlega skautað fram hjá því að reglugerðin stöðvar atvinnustarfsemi sem er heimiluð samkvæmt lögum og reglum. Veiðiaðferðir sem eru viðhafðar eru þær sömu og leyfi Hvals gera ráð fyrir. Þá eru í gildi lög um velferð dýra og á þessu er að engu leyti tekið í minnisblaðinu,“ segir Heiðrún Lind. Heiðrún segir að ekki sé hægt að halda því endalaust fram að dýravelferðarsjónarmið hafi verið höfð að leiðarljósi. „Staðreyndin er hins vegar sú, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, að réttur dýra til velferðar nýtur ekki sjálfstæðrar verndar í stjórnarskrá. Atvinnu- og eignaréttindi njóta slíkrar verndar. Það er þetta sem ráðherra hefur enn ekki svarað og þarna liggur ólögmætið,“ segir Heiðrún. Hvalveiðar Hvalir Stéttarfélög Tengdar fréttir Veiðum frestað eins lítið og unnt var Í minnisblaði matvælaráðherra um frestun veiða á langreyði segir að við afmörkun á tímalengd frestunarinnar hafi verið valinn skemmsti tími sem talinn var raunhæfur til að ná markmiði ráðuneytisins um dýravelferð. Í niðurstöðum fagráðs segir þó að vandséð væri að betur væri hægt að standa að veiðunum en nú er gert. Veiðum var frestað út ágúst, en venjan er að veiða hvali ekki mikið lengur en fram í miðjan september. 1. júlí 2023 11:32 Ákvörðun Svandísar standist ekki lög Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa sent frá sér tilkynningu þar sem segir að sú ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að stöðva tímabundið veiðar á langreyðum standist ekki lög. Það er í það minnsta mat lögfræðistofunnar LEX sem samtökin fengu til að gera lögfræðilegt álit á gjörningnum. 27. júní 2023 08:00 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
Verkalýðsfélag Akraness sendi fyrir helgi erindi til umboðsmanns Alþingis þar sem félagið telur Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra ekki hafa farið eftir lögum og reglum við ákvörðun sína um að banna tímabundið veiðar á langreyðum . Flestir starfsmenn Hvals hf. eru meðlimir í Verkalýðsfélaginu og segir Vilhjálmur Birgisson, formaður félagsins, að þarna séu hans félagsmenn að verða fyrir gífurlegu tekjutapi. „Það liggur fyrir að matvælaráðherra var búin að segja opinberlega að hún hafi enga lagastoð til þess að afturkalla leyfið hjá Hval. Á þeirri forsendu tóku 150 starfsmenn Hvals og sóttu um, margir tóku sér frí úr annarri vinnu, sumir sögðu upp vinnu, það eru dæmi um það að einstaklingar hafi leigt íbúðina sína í þrjá mánuði til þess að taka þessa vertíð og það getur ekki talist eðlileg stjórnsýsla að koma með slíka íþyngjandi ákvörðun einni mínútu áður en vertíðin hefst,“ segir Vilhjálmur. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir að ráðherra hafi enn ekki fært rök fyrir ýmsu er varðar ákvörðunina, sem er að sögn Heiðrúnar ólögmæt. „Það er í raun tvennt sem er hrópandi þögn um. Í fyrsta lagi er það þögn um hvort ráðherra hafi framkvæmt einhverskonar hagsmunamat gagnvart atvinnuréttindum leyfishafa og síðan er algjörlega skautað fram hjá því að reglugerðin stöðvar atvinnustarfsemi sem er heimiluð samkvæmt lögum og reglum. Veiðiaðferðir sem eru viðhafðar eru þær sömu og leyfi Hvals gera ráð fyrir. Þá eru í gildi lög um velferð dýra og á þessu er að engu leyti tekið í minnisblaðinu,“ segir Heiðrún Lind. Heiðrún segir að ekki sé hægt að halda því endalaust fram að dýravelferðarsjónarmið hafi verið höfð að leiðarljósi. „Staðreyndin er hins vegar sú, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, að réttur dýra til velferðar nýtur ekki sjálfstæðrar verndar í stjórnarskrá. Atvinnu- og eignaréttindi njóta slíkrar verndar. Það er þetta sem ráðherra hefur enn ekki svarað og þarna liggur ólögmætið,“ segir Heiðrún.
Hvalveiðar Hvalir Stéttarfélög Tengdar fréttir Veiðum frestað eins lítið og unnt var Í minnisblaði matvælaráðherra um frestun veiða á langreyði segir að við afmörkun á tímalengd frestunarinnar hafi verið valinn skemmsti tími sem talinn var raunhæfur til að ná markmiði ráðuneytisins um dýravelferð. Í niðurstöðum fagráðs segir þó að vandséð væri að betur væri hægt að standa að veiðunum en nú er gert. Veiðum var frestað út ágúst, en venjan er að veiða hvali ekki mikið lengur en fram í miðjan september. 1. júlí 2023 11:32 Ákvörðun Svandísar standist ekki lög Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa sent frá sér tilkynningu þar sem segir að sú ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að stöðva tímabundið veiðar á langreyðum standist ekki lög. Það er í það minnsta mat lögfræðistofunnar LEX sem samtökin fengu til að gera lögfræðilegt álit á gjörningnum. 27. júní 2023 08:00 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
Veiðum frestað eins lítið og unnt var Í minnisblaði matvælaráðherra um frestun veiða á langreyði segir að við afmörkun á tímalengd frestunarinnar hafi verið valinn skemmsti tími sem talinn var raunhæfur til að ná markmiði ráðuneytisins um dýravelferð. Í niðurstöðum fagráðs segir þó að vandséð væri að betur væri hægt að standa að veiðunum en nú er gert. Veiðum var frestað út ágúst, en venjan er að veiða hvali ekki mikið lengur en fram í miðjan september. 1. júlí 2023 11:32
Ákvörðun Svandísar standist ekki lög Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa sent frá sér tilkynningu þar sem segir að sú ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að stöðva tímabundið veiðar á langreyðum standist ekki lög. Það er í það minnsta mat lögfræðistofunnar LEX sem samtökin fengu til að gera lögfræðilegt álit á gjörningnum. 27. júní 2023 08:00