Segir innviði landsins ekki að springa vegna flóttafólks Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. júlí 2023 14:01 Marín segir gríðarlega mikla hagsmuni fólgna í því að taka vel á móti flóttafólki hérlendis. Vísir/Einar Innviðir hér á landi eru ekki að springa vegna flóttafólks líkt og haldið hefur verið fram í umræðunni. Þetta segir deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Marín Þórsdóttir, deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins á Íslandi, segir marga halda að flóttafólk og hælisleitendur séu sá hópur sem geri það að verkum að innviðir hér á landi séu við að springa. Það sé hins vegar ekki rétt. „Ef maður lítur á tölur yfir verndarveitingar á síðasta ári 2022 þá voru það 3500 einstaklingar tæplega sem fengu stöðu flóttafólks hér á landi. Á sama tíma komu 1,7 milljón ferðamenn hingað til landsins sem þurftu að fá heilbrigðisþjónustu og gistingu og annað slíkt. Innflytjendur voru 17.000 manns sem komu líka. Þannig að flóttafólk er klárlega lítill hluti.“ Marín segir flóttafólk vera þann hóp sem hafi fæstu málsvarana og svari síst fyrir sig. Orðræðan síðustu misseri hafi verið neikvæð í þeirra garð. „Þessi hópur er alls ekki svo ofsalega stór. Það eru fleiri hópar hér sem eru líka að nýta sér kerfin. Svo má bara velta fyrir sér hvort að kerfin yfir höfuð séu sprungin, heilbrigðiskerfið og annað en það er bara allt önnur umræða.“ Marín segir mikilvægt að vanda til verka við mótttöku flóttafólks. Ljóst sé að Ísland þurfi á fólki að halda og segir Marín mikilvægt að umræða um stöðu flóttafólks fari fram en þá sé mikilvægt að líta til raunverulegra gagna. „Ég held að íslenskt samfélag, við erum smáþjóð, við þurfum stærri púllíu ef við ætlum að fá þá þjónustu sem við ætlum að hafa. Við erum alltaf að flytja inn fólk í einhver skammtímaverkefni. Þannig að ég held við ættum að fagna því að hér sé fólk sem vilji koma og auðga landið okkar.“ Bítið Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Marín Þórsdóttir, deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins á Íslandi, segir marga halda að flóttafólk og hælisleitendur séu sá hópur sem geri það að verkum að innviðir hér á landi séu við að springa. Það sé hins vegar ekki rétt. „Ef maður lítur á tölur yfir verndarveitingar á síðasta ári 2022 þá voru það 3500 einstaklingar tæplega sem fengu stöðu flóttafólks hér á landi. Á sama tíma komu 1,7 milljón ferðamenn hingað til landsins sem þurftu að fá heilbrigðisþjónustu og gistingu og annað slíkt. Innflytjendur voru 17.000 manns sem komu líka. Þannig að flóttafólk er klárlega lítill hluti.“ Marín segir flóttafólk vera þann hóp sem hafi fæstu málsvarana og svari síst fyrir sig. Orðræðan síðustu misseri hafi verið neikvæð í þeirra garð. „Þessi hópur er alls ekki svo ofsalega stór. Það eru fleiri hópar hér sem eru líka að nýta sér kerfin. Svo má bara velta fyrir sér hvort að kerfin yfir höfuð séu sprungin, heilbrigðiskerfið og annað en það er bara allt önnur umræða.“ Marín segir mikilvægt að vanda til verka við mótttöku flóttafólks. Ljóst sé að Ísland þurfi á fólki að halda og segir Marín mikilvægt að umræða um stöðu flóttafólks fari fram en þá sé mikilvægt að líta til raunverulegra gagna. „Ég held að íslenskt samfélag, við erum smáþjóð, við þurfum stærri púllíu ef við ætlum að fá þá þjónustu sem við ætlum að hafa. Við erum alltaf að flytja inn fólk í einhver skammtímaverkefni. Þannig að ég held við ættum að fagna því að hér sé fólk sem vilji koma og auðga landið okkar.“
Bítið Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira