Eyddi þremur árum í að fá Messi til Inter Miami Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2023 07:30 Lionel Messi mun njóta góðs af auknum áhuga á MLS-deildinni þegar hann byrjar að spila í deildinni. Getty/Lintao Zhang Eigandi Inter Miami hefur sagt frá því hvernig hann fór af því að fá argentínska knattspyrnugoðið Lionel Messi til að semja bið bandaríska félagið. Jorge Mas segir að hann hafi eytt þremur árum í samningaviðræður um að fá Messi til að koma. Messi tilkynnti á dögunum að hann fari til Inter Miami á frjálsri sölu eftir að hafa spilað undanfarin tvö ár með Paris Saint-Germain í Frakklandi. „Árið 2019 (þegar Messi var enn hjá Barcelona) þá byrjuðum við að hugsa um hvernig við gætum fengið hann til okkar,“ sagði Jorge Mas við spænska blaðið El Pais. „Ég eyddi þremur árum í þetta og vann ákaft að þessu. Það voru margrar viðræður við föður Messi (líka umboðsmaður hans). David [Beckham] talaði við Leo en bara um fótboltalegu hliðina af því að hann var leikmaður,“ sagði Mas. Hinn 36 ára gamli Messi var að íhuga það að fara aftur til Barcelona en hann hafnaði einnig ofursamningi við sádí-arabíska félagið Al-Hilal. Inter Miami owner Jorge Mas said that the process of signing Lionel Messi took place over three years and dates back to 2019 pic.twitter.com/Kczo6WBGEC— ESPN FC (@ESPNFC) July 3, 2023 Mas fór líka aðeins yfir samninginn og segir að Apple hluti samningsins hafi verið mjög mikilvægur þáttur. Apple tilkynnti nýverið um fjögurra þátta heimildarþáttarröð um sögu Messi í heimsmeistarakeppninni, frá fyrsta mótinu 2006 þar til að hann vann loksins titilinn árið 2022. Messi hefur passað upp á það að hann njóti góðs af auknum áhuga á MLS-deildinni og hann fær því hluta af sölu áskrifta af útsendingum frá deildinni. Apple sér um það eftir að hafa gert tíu ára samning í fyrra en leikir Inter Miami eru sýndir á Apple TV+. Mas staðfesti að Messi muni fá milli 50 og 60 milljón dollara í árslaun sem eru á milli 6,9 og 8,2 milljarðar króna. Hann fær líka hlut af búningasölu og þá mun hann einnig fá eigandahlut í félaginu þegar ferli hans líkur. Inter liðið ætlar einnig að fá til liðsins leikmenn sem Messi þekkir vel. Það eru menn eins og Sergio Busquets og Jordi Alba en Mas segir ólíklegt að liðið fá til sín þá Luis Suarez og Angel Di Maria. Mas tók það janframt fram að Messi er ekki kominn til Miami til að sleppa af heldur ætli sér að ná árangri með Inter Miami á næstu árum. Inter Miami co-owner Jorge Mas has confirmed that Lionel Messi will receive an annual salary between 45m- 55m. The negotiations lasted three years, including a year and a half of very intense negotiations Messi will also receive: A % on club shirt sales A pic.twitter.com/d9JPKZryNl— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) July 3, 2023 Bandaríski fótboltinn Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Sjá meira
Jorge Mas segir að hann hafi eytt þremur árum í samningaviðræður um að fá Messi til að koma. Messi tilkynnti á dögunum að hann fari til Inter Miami á frjálsri sölu eftir að hafa spilað undanfarin tvö ár með Paris Saint-Germain í Frakklandi. „Árið 2019 (þegar Messi var enn hjá Barcelona) þá byrjuðum við að hugsa um hvernig við gætum fengið hann til okkar,“ sagði Jorge Mas við spænska blaðið El Pais. „Ég eyddi þremur árum í þetta og vann ákaft að þessu. Það voru margrar viðræður við föður Messi (líka umboðsmaður hans). David [Beckham] talaði við Leo en bara um fótboltalegu hliðina af því að hann var leikmaður,“ sagði Mas. Hinn 36 ára gamli Messi var að íhuga það að fara aftur til Barcelona en hann hafnaði einnig ofursamningi við sádí-arabíska félagið Al-Hilal. Inter Miami owner Jorge Mas said that the process of signing Lionel Messi took place over three years and dates back to 2019 pic.twitter.com/Kczo6WBGEC— ESPN FC (@ESPNFC) July 3, 2023 Mas fór líka aðeins yfir samninginn og segir að Apple hluti samningsins hafi verið mjög mikilvægur þáttur. Apple tilkynnti nýverið um fjögurra þátta heimildarþáttarröð um sögu Messi í heimsmeistarakeppninni, frá fyrsta mótinu 2006 þar til að hann vann loksins titilinn árið 2022. Messi hefur passað upp á það að hann njóti góðs af auknum áhuga á MLS-deildinni og hann fær því hluta af sölu áskrifta af útsendingum frá deildinni. Apple sér um það eftir að hafa gert tíu ára samning í fyrra en leikir Inter Miami eru sýndir á Apple TV+. Mas staðfesti að Messi muni fá milli 50 og 60 milljón dollara í árslaun sem eru á milli 6,9 og 8,2 milljarðar króna. Hann fær líka hlut af búningasölu og þá mun hann einnig fá eigandahlut í félaginu þegar ferli hans líkur. Inter liðið ætlar einnig að fá til liðsins leikmenn sem Messi þekkir vel. Það eru menn eins og Sergio Busquets og Jordi Alba en Mas segir ólíklegt að liðið fá til sín þá Luis Suarez og Angel Di Maria. Mas tók það janframt fram að Messi er ekki kominn til Miami til að sleppa af heldur ætli sér að ná árangri með Inter Miami á næstu árum. Inter Miami co-owner Jorge Mas has confirmed that Lionel Messi will receive an annual salary between 45m- 55m. The negotiations lasted three years, including a year and a half of very intense negotiations Messi will also receive: A % on club shirt sales A pic.twitter.com/d9JPKZryNl— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) July 3, 2023
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Sjá meira