Kristófer Máni er leikmaður Hauka Olís-deildinni og leikur í hægra horni. Hann er eini leikmaður Íslands sem valinn var í úrvalsliðið en heimsmeistarar Þjóðverja eiga flesta eða tvo leikmenn auk mikilvægasta leikmann mótsins.
Kristófer Máni skoraði 20 mörk í átta leikjum á heimsmeistaramótinu og nýtti 74% skota sinna.
The #GERGRE2023 All-star Team
— International Handball Federation (@ihf_info) July 2, 2023
MVP: Nils Lichtlein
GK: David Späth
LW: Pedro Oliveira
LB: Milo Kos
CB: Elias Ellefsen Á Skipagotu
RB: Zoran Ilic
RW: Kristófer Máni Jónasson
LP: Justus Fischer
Top scorer: Elias Ellefsen Á Skipagotu / Naoki Fujisaka pic.twitter.com/an7oG8K0nF
Nils Lichtlein var valinn mikilvægasti leikmaður mótsins en félagar hans úr þýska liðinu, markvörðurinn David Späth og Justus Fischer eru í úrvalsliðinu.
Þá er Færeyingurinn Elias Ellefsen Á Skipagötu þar sömuleiðis en hann ásamt Naoki Fujisaka urðu markahæstu leikmenn heimsmeistaramótsins.