Töluvert er síðan Kristall Máni byrjaði leik hjá Rosenborg en þjálfari liðsins Kjetil Rekdal var sagt upp á dögunum. Kristall fékk tækifærið í byrjunarliðinu í dag en Rosenborg hefur gengið bölvanlega á tímabilinu.
Kristall Máni lék fyrri hálfleikinn í dag en fór af velli í hálfleik í stöðunni 0-0. Eina mark leiksins kom á 47. mínútu og var það Markus Karlsbakk sem skoraði það fyrir heimaliðið Álasund. Eftir tapið er Rosenborg aðeins fjórum stigum frá öruggu sæti í deildinni. Ísak Máni Þorvaldsson var ekki í leikmannahópi Rosenborg.
Brynjar Ingi Bjarnason var ónotaður varamaður í Liði Ham Kam sem tapaði 2-1 gegn Brann. HamKam er í neðsta sæti deildarinnar.