Tinna Guðrún Alexandersdóttir, leikmaður Hauka, var frábær hjá íslenska liðinu í þessum leik en Tinna Guðrún skoraði 31 stig.
Njarðvíkingurinn Vilborg Jónsdóttir, sem var fyrirliði íslenska liðsins á mótinu, lagði einnig þung lóð á vogarskálina í þessum sigri en hún setti niður 19 stig, tók átta fráköst og gaf átta stoðsendingar.
Íslenska liðið tók frumkvæðið í leiknum strax í upphafi leiksins en liðið var 15 stigum yfir eftir fyrsta leikhluta og svo 23 stigum yfir í hálfleik. Eftir það var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda og niðurstaðan sannfærandi sigur 21 stigs sigur hjá Íslandi.
Elísabeth Ýr Ægisdóttir, sem spilar fyrir Hauka, var valin í úrvalslið mótsins að leik loknum.

