Sven sem Jobs kom RÚV í klandur Árni Sæberg skrifar 1. júlí 2023 08:05 Ekki er loku fyrir það skotið að Sven fái að koma inn í Efstaleitið á ný, hann þarf bara að passa sig betur. Vísir/Vilhelm Ríkisútvarpið var talið hafa gerst brotlegt við nýbreytt fjölmiðlalög með því að birta auglýsingar verslunarkeðjunnar Svens, sem selur einungis nikótínpúða svokallaða. Árið 2022 var fjölmiðlalögum breytt á þann veg að bannað er að auglýsa nikótínvörur af öllum toga. Lögin hafa hins vegar verið skýrð þannig að þau banni ekki auglýsingar fyrir sölustaði nikótínvara. Það hefur verslanakeðjan Svens, sem mætti í raun kalla nikótínpúðarisa, nýtt sér vel. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrra: Í mars síðastliðnum áframsendi Neytendastofa Fjölmiðlanefnd ábendingar um að Ríkisútvarpið hefði birt auglýsingar fyrir nikótínpúða, ekki bara verslunina Svens. Vísaði til Apple og Steves Jobs heitins Í áliti Fjölmiðlanefndar segir að fjöldi auglýsinga hafi verið metinn af nefndinni. Um hafi verið að ræða tíu viðskiptaboð, tvær skjáauglýsingar, með annars vegar mynd af teiknuðu persónunni Sven þar sem kemur fram heiti Svens og slagorð og hins vegar mynd af korti með staðsetningu verslana Svens á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ; þrjár stuttar auglýsingar fyrir vefverslun Svens til birtinga í útvarpi og fimm auglýsingar fyrir Svens til birtinga í sjónvarpi. Nefndin sá ekkert athugavert við auglýsingarnar tíu utan tveggja þeirra. Þær voru vísanir til gamalla auglýsinga fyrir iPod/iTunes frá fyrirtækinu Apple og Apple vörukynningar með Sven í hlutverki Steve Jobs, forstjóra Apple. „Í þeirri auglýsingu sem líkist gamalli auglýsingu fyrir iPod/iTunes frá Apple má sjá skuggamynd af persónunni Sven dansa undir rokktónlist með hvítt, hringlaga form í hendi, sem minnir á nikótínpúðadós. Jafnframt sést í hvítar „tennur“ Svens. Textinn „10.000 koddar í vasanum“ birtist undir,“ segir í áliti nefndarinnar. Í auglýsingunni sem vísar til vörukynningar Apple megi sjá Sven ganga inn á svið í hlutverki Jobs heitins og kynna vefverslun Svens. „Þar fer Sven í gegnum vefsverslun Svens í síma og í tölvu en hún er eftirmynd hinnar raunverulegu vefverslunar fyrir utan það að engin vörumerki sjást og allar nikótínpúðadósir í vefversluninni eru hvítar. Í auglýsingunni má greina heiti sumra vörumerkja nikótínvaranna og sést eitt þeirra mjög greinilega. Aftur er Sven með hvítar „tennur“. Auglýsingin endar á dansandi skuggamynd af Sven með hvítt, hringlaga form í hendi, líkt og í iPod/iTunes auglýsingunni.“ Hringlaga form og hvítar tennur urðu RÚV að falli Í áliti Fjölmiðlanefndar segir að hvíta hringlaga formið sem Sven sést halda á í fyrrgreindri auglýsingunni hafi augljósa skírskotun til nikótínpúðadósa. „Einnig sést í hvítar „tennur“ Sven en þær ná aðeins yfir sama svæði efri góms persónunnar eins og nikótínpúði gerir undir vörum neytenda. Form og lögun „tannanna“ skírskotar til nikótínpúða að mati nefndarinnar, en púðarnir eru stuttir, aflangir og hvítir að lit. Áhersla er því lögð á nikótínvöruna sjálfa að mati Fjölmiðlanefndar og eru sterk hugrenningatengsl við vörurnar til staðar þó ekki sjáist beint í vörur eða vörumerki. Í auglýsingunni birtist einnig textinn „10.000 koddar í vasanum“ en nikótínpúðar eru oft kallaðir „koddar“ eða „púðar“ í daglegu tali.“ Þá segir að í síðarnefndri auglýsingunni megi greina heiti sumra vörumerkja sem seld eru í Svens og eitt þeirra sjáist mjög greinilega. „Að mati Fjölmiðlanefndar eru fyrrgreind viðskiptaboð ekki innan þeirra marka sem lög um fjölmiðla leyfa. Getur nefndin ekki tekið undir þau sjónarmið Ríkisútvarpsins að einungis sé verið að auglýsa sölustaði nikótínvara. Viðskiptaboð þar sem vísað er til nikótínvara og/eða vörumerkja, sýnd meðferð þeirra eða neysla, eða gefið í skyn með öðrum hætti að átt sé við nikótínvörur, hvort sem það er gert beint eða óbeint, teljast til viðskiptaboða fyrir nikótínvörur að mati nefndarinnar og eru þar með óheimil. Að öðrum kosti myndi bann við viðskiptaboðum fyrir nikótínvörur ekki þjóna tilgangi sínum,“ segir í áliti nefndarinnar. Nikótínpúðar Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Hala inn milljónum: Auglýsingin sem smeygir sér fram hjá nýjum lögum Nýtt frumvarp Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra tekur fyrir auglýsingar á nikótínvörum - en ekki á nikótínverslunum. Og þar sem er vilji er vegur. 15. mars 2022 23:01 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira
Árið 2022 var fjölmiðlalögum breytt á þann veg að bannað er að auglýsa nikótínvörur af öllum toga. Lögin hafa hins vegar verið skýrð þannig að þau banni ekki auglýsingar fyrir sölustaði nikótínvara. Það hefur verslanakeðjan Svens, sem mætti í raun kalla nikótínpúðarisa, nýtt sér vel. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrra: Í mars síðastliðnum áframsendi Neytendastofa Fjölmiðlanefnd ábendingar um að Ríkisútvarpið hefði birt auglýsingar fyrir nikótínpúða, ekki bara verslunina Svens. Vísaði til Apple og Steves Jobs heitins Í áliti Fjölmiðlanefndar segir að fjöldi auglýsinga hafi verið metinn af nefndinni. Um hafi verið að ræða tíu viðskiptaboð, tvær skjáauglýsingar, með annars vegar mynd af teiknuðu persónunni Sven þar sem kemur fram heiti Svens og slagorð og hins vegar mynd af korti með staðsetningu verslana Svens á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ; þrjár stuttar auglýsingar fyrir vefverslun Svens til birtinga í útvarpi og fimm auglýsingar fyrir Svens til birtinga í sjónvarpi. Nefndin sá ekkert athugavert við auglýsingarnar tíu utan tveggja þeirra. Þær voru vísanir til gamalla auglýsinga fyrir iPod/iTunes frá fyrirtækinu Apple og Apple vörukynningar með Sven í hlutverki Steve Jobs, forstjóra Apple. „Í þeirri auglýsingu sem líkist gamalli auglýsingu fyrir iPod/iTunes frá Apple má sjá skuggamynd af persónunni Sven dansa undir rokktónlist með hvítt, hringlaga form í hendi, sem minnir á nikótínpúðadós. Jafnframt sést í hvítar „tennur“ Svens. Textinn „10.000 koddar í vasanum“ birtist undir,“ segir í áliti nefndarinnar. Í auglýsingunni sem vísar til vörukynningar Apple megi sjá Sven ganga inn á svið í hlutverki Jobs heitins og kynna vefverslun Svens. „Þar fer Sven í gegnum vefsverslun Svens í síma og í tölvu en hún er eftirmynd hinnar raunverulegu vefverslunar fyrir utan það að engin vörumerki sjást og allar nikótínpúðadósir í vefversluninni eru hvítar. Í auglýsingunni má greina heiti sumra vörumerkja nikótínvaranna og sést eitt þeirra mjög greinilega. Aftur er Sven með hvítar „tennur“. Auglýsingin endar á dansandi skuggamynd af Sven með hvítt, hringlaga form í hendi, líkt og í iPod/iTunes auglýsingunni.“ Hringlaga form og hvítar tennur urðu RÚV að falli Í áliti Fjölmiðlanefndar segir að hvíta hringlaga formið sem Sven sést halda á í fyrrgreindri auglýsingunni hafi augljósa skírskotun til nikótínpúðadósa. „Einnig sést í hvítar „tennur“ Sven en þær ná aðeins yfir sama svæði efri góms persónunnar eins og nikótínpúði gerir undir vörum neytenda. Form og lögun „tannanna“ skírskotar til nikótínpúða að mati nefndarinnar, en púðarnir eru stuttir, aflangir og hvítir að lit. Áhersla er því lögð á nikótínvöruna sjálfa að mati Fjölmiðlanefndar og eru sterk hugrenningatengsl við vörurnar til staðar þó ekki sjáist beint í vörur eða vörumerki. Í auglýsingunni birtist einnig textinn „10.000 koddar í vasanum“ en nikótínpúðar eru oft kallaðir „koddar“ eða „púðar“ í daglegu tali.“ Þá segir að í síðarnefndri auglýsingunni megi greina heiti sumra vörumerkja sem seld eru í Svens og eitt þeirra sjáist mjög greinilega. „Að mati Fjölmiðlanefndar eru fyrrgreind viðskiptaboð ekki innan þeirra marka sem lög um fjölmiðla leyfa. Getur nefndin ekki tekið undir þau sjónarmið Ríkisútvarpsins að einungis sé verið að auglýsa sölustaði nikótínvara. Viðskiptaboð þar sem vísað er til nikótínvara og/eða vörumerkja, sýnd meðferð þeirra eða neysla, eða gefið í skyn með öðrum hætti að átt sé við nikótínvörur, hvort sem það er gert beint eða óbeint, teljast til viðskiptaboða fyrir nikótínvörur að mati nefndarinnar og eru þar með óheimil. Að öðrum kosti myndi bann við viðskiptaboðum fyrir nikótínvörur ekki þjóna tilgangi sínum,“ segir í áliti nefndarinnar.
Nikótínpúðar Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Hala inn milljónum: Auglýsingin sem smeygir sér fram hjá nýjum lögum Nýtt frumvarp Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra tekur fyrir auglýsingar á nikótínvörum - en ekki á nikótínverslunum. Og þar sem er vilji er vegur. 15. mars 2022 23:01 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira
Hala inn milljónum: Auglýsingin sem smeygir sér fram hjá nýjum lögum Nýtt frumvarp Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra tekur fyrir auglýsingar á nikótínvörum - en ekki á nikótínverslunum. Og þar sem er vilji er vegur. 15. mars 2022 23:01