Enski boltinn

Chelsea stað­festir komu Jack­son sem skrifar undir til 2031

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Nýjasti leikmaður Chelsea.
Nýjasti leikmaður Chelsea. Chelsea

Framherjinn Nicolas Jackson er genginn í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea. Hann skrifar undir samning til átta ára, til ársins 2031.

Hinn 22 ára gamli Jackson skoraði 13 mörk fyrir Villareal í spænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Þar á meðal níu í síðustu átta deildarleikjum sínum. Talið er að Chelsea borgi 32 milljónir evra [4,775 milljarða íslenskra króna] fyrir leikmanninn.

Samkvæmt breska ríkisútvarpinu var Bournemouth búið að fá kauptilboð í leikmanninn samþykkt fyrr á árinu en Jackson féll á læknisskoðun þar sem hann var meiddur. Hann jafnaði sig af þeim og var sjóðandi heitur undir lok síðasta tímabils.

Hann er annar leikmaðurinn sem Chelsea sækir í sumar en Christopher Nkunku var kynntur sem leikmaður liðsins fyrir skemmstu. Sá hafði þó samið við Chelsea fyrir þónokkru síðan.


Tengdar fréttir

Chelsea nælir í fram­herja Villareal

Framherjinn Nicolas Jackson hefur staðist læknisskoðun hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea og styttist í að hann verði kynntur til leiks sem nýjasti leikmaður liðsins. Talið er að samningur hans gildi til ársins 2031.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×