Margt hafi gerst á bakvið tjöldin: „Ég var hissa en samt ekki að sjá hann fara“ Aron Guðmundsson skrifar 30. júní 2023 08:30 Dagný Brynjarsdóttir, atvinnu- og landsliðskona í fótbolta Vísir/Getty Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður West Ham United á Englandi, segir síðasta tímabil hafa verið sitt besta hjá félaginu. Gengi liðsins hafi hins vegar mátt vera betra en það endaði með því að þjálfari þess hafi verið látinn fara. „Það gekk ótrúlega vel hjá okkur fram að jólum en ekki eins vel eftir áramót. Það er margt sem spilar inn í þar, við misstum til að mynda afar góðan aðstoðarþjálfara til karlaliðs Wolves, mér fannst eins og að eftir það höfum við farið að spila verr og hlutirnir gengu ekki eins vel hjá okkur. Auðvitað hefði maður viljað að við hefðum haldið dampi og klárað tímabilið eins og við byrjuðum það en það gekk ekki eftir.“ Átti sitt besta tímabil með West Ham Sjálf átti Dagný afbragðs tímabil og skoraði hún ellefu mörk í 27 leikjum í öllum keppnum fyrir Hamranna sem enduðu í 8. sæti í efstu deild Englands. „Þetta var örugglega mitt besta tímabil með West Ham og ég er að mörgu leiti mjög ánægð með það en þó að það hafi gengið vel var ég líkamlega að glíma við mikið hnjask. Ég fékk beinmar í hælinn og ýmislegt hnjask hér og þar, eitthvað sem ég hef ekki þurft að glíma við í langan tíma.“ Dagný fagnar í leik með West Ham á síðasta tímabiliVísir/Getty Þá sé álagið á leikmenn í ensku deildinni einnig mjög mikið. „Þetta er mjög erfið deild en á sama tíma ótrúlega gaman að spila í henni. Hún er skipuð mjög sterkum liðum og enginn leikur er auðveldur. Maður þarf að spila mjög vel til þess að fá eitthvað út úr leik á móti liði eins og toppliði á borð við Chelsea en það sama gildir einnig í leikjum við lið sem eru neðar í deildinni. Ef maður spilar ekki vel og af krafti, þá er maður að fara að tapa leiknum. Það er það sem gerir þetta svona extra skemmtilegt, að mínu mati.“ Lítil breidd á leikmannahópi West Ham á síðasta tímabili hafi hins vegar komið í bakið á liðinu. „Oft á tíðum vorum við að spila þrjá leiki á viku og það kom upp tímapunktur á tímabilinu þar sem að ég átti að hvíla í tvo leiki en endaði á því, sökum skakkafalla í leikmannahópi okkar, á því að þurfa að koma inn á. Þetta er hluti af því að spila með liði sem er ekki með breiðan og stóran hóp. Það eru tvær bikarkeppnir á hverju tímabili sem og 22 leikir í deildinni og þá landsleikirnir fyrir mig í þokkabót. Auðvitað er þetta mikið álag en mér gekk mjög vel og í heildina er ég ánægð með mína frammistöðu.“ Vill titla fremur en persónulegar viðurkenningar Og það eru fleiri sem eru ánægðir með frammistöðu Dagnýjar sem hefur er fyrirliði West Ham. Hún var til að mynda kjörin leikmaður tímabilsins í vali stuðningsmanna og þá var hún tilnefnd sem leikmaður ársins á London Football verðlaunahátíðinni. „Það er auðvitað mjög gaman að fá svona viðurkenningu fyrir vel unnin störf. Þetta er samt sem áður liðsíþrótt og maður er í þessu til að vinna titla. Á heildina litið hefði ég frekar viljað að okkur hjá West Ham hefði gengið betur, sem lið. Óvíst hver tekur við keflinu Það eru miklar breytingar fram undan hjá liði West Ham. Ljóst er að nýr þjálfari mun stýra liðinu á næsta tímabili þar sem að Paul Konchesky, þjálfarinn sem gerði Dagný að fyrirliða, var látinn fara eftir síðasta tímabil. „Auðvitað er leiðinlegt að sjá á eftir Konchesky en það er líka margt sem gerist á bak við tjöldin. Ég var hissa en samt ekki að sjá hann fara. Ég mun sakna samstarfsins við hann því við náðum að vinna vel saman og þegar að svona breytingar eiga sér stað þá veit maður ekkert hvernig nýr þjálfari mun koma inn í hlutina.“ Paul Konchesky og Dagný Brynjarsdóttir náðu vel saman hjá West Ham United. Mynd: West Ham United „Það er ekki búið að ráða inn nýjan þjálfara, það er í ferli núna en maður vill trúa því að næsta tímabil verði betra með nýjum þjálfara en svo gæti það snúist upp í andhverfu sína. Það þarf bara að koma í ljós hvernig næsta tímabil verður.“ Marktækur munur fyrir og eftir EM Dagný mælir með því að íslenskir leikmenn reyni að komast í ensku deildina. „Alveg hundrað prósent. Eins og ég sagði áður þá er eitt það skemmtilegasta við þessa deild hvað hún er sterk og jöfn. Maður er að spila erfiða leiki í hverri einustu viku og stundum marga svoleiðis leiki í hverri viku. Þetta er ein af þeim fáu deildum í Evrópu sem það er í boði. Þá er England mekka fótboltans og algjörlega geggjað að vera þarna og hafa allar ensku fótboltabullurnar í stúkunni. Það er ótrúlega skemmtileg upplifun, bara draumi líkast.“ Enska kvennalandsliðið varð Evrópumeistari á heimavelli í fyrra og segist Dagný hafa tekið eftir marktækum mun ef borið er saman umhverfi og stemningin í kringum kvennaknattspyrnuna á England fyrir og eftir EM. Enskir EvrópumeistararVísir/Getty „Ég á nú að baki feril í Bandaríkjunum með Portland Thorns, þar sem voru að meðaltali um tuttugu þúsund áhorfendur á hverjum leik og þegar að ég tek skrefið til Englands brá mér smá því ég hélt að það yrðu fleiri áhorfendur á leikjum og að umgjörðin væri betri. Árangur enska landsliðsins á EM sneri þessu öllu við. Ég held að áhorfendum hafi fjölgað á öllum leikjum liðanna í ensku deildinni og oft á tíðum, þegar að kvennaliðin spiluðu á leikvöngunum sem að karlaliðin spiluðu á, náðu þau að fylla þá leikvanga. Ég er ekkert svo viss um að það hefði skeð fyrir tveimur árum síðan en svo veit maður ekki.“ Eitt ár í einu Dagný á eitt ár eftir á samningi sínum við West Ham. „Eftir að ég varð eldri og varð mamma reyndi ég að skipuleggja hlutina minna og taka eitt ár fyrir í einu. Ég held að ég þurfi að sjá hvernig næsta tímabil þróast, hvort ég verði áfram eða færi mig eitthvað annað. Það er erfitt að segja til um það núna, ég fer bara inn í næsta tímabil og reyni að gera mitt besta og vonandi náum við inn aðeins fleiri stigum og komumst ofar í töflunni.“ Landslið kvenna í fótbolta England EM 2022 í Englandi Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Sjá meira
„Það gekk ótrúlega vel hjá okkur fram að jólum en ekki eins vel eftir áramót. Það er margt sem spilar inn í þar, við misstum til að mynda afar góðan aðstoðarþjálfara til karlaliðs Wolves, mér fannst eins og að eftir það höfum við farið að spila verr og hlutirnir gengu ekki eins vel hjá okkur. Auðvitað hefði maður viljað að við hefðum haldið dampi og klárað tímabilið eins og við byrjuðum það en það gekk ekki eftir.“ Átti sitt besta tímabil með West Ham Sjálf átti Dagný afbragðs tímabil og skoraði hún ellefu mörk í 27 leikjum í öllum keppnum fyrir Hamranna sem enduðu í 8. sæti í efstu deild Englands. „Þetta var örugglega mitt besta tímabil með West Ham og ég er að mörgu leiti mjög ánægð með það en þó að það hafi gengið vel var ég líkamlega að glíma við mikið hnjask. Ég fékk beinmar í hælinn og ýmislegt hnjask hér og þar, eitthvað sem ég hef ekki þurft að glíma við í langan tíma.“ Dagný fagnar í leik með West Ham á síðasta tímabiliVísir/Getty Þá sé álagið á leikmenn í ensku deildinni einnig mjög mikið. „Þetta er mjög erfið deild en á sama tíma ótrúlega gaman að spila í henni. Hún er skipuð mjög sterkum liðum og enginn leikur er auðveldur. Maður þarf að spila mjög vel til þess að fá eitthvað út úr leik á móti liði eins og toppliði á borð við Chelsea en það sama gildir einnig í leikjum við lið sem eru neðar í deildinni. Ef maður spilar ekki vel og af krafti, þá er maður að fara að tapa leiknum. Það er það sem gerir þetta svona extra skemmtilegt, að mínu mati.“ Lítil breidd á leikmannahópi West Ham á síðasta tímabili hafi hins vegar komið í bakið á liðinu. „Oft á tíðum vorum við að spila þrjá leiki á viku og það kom upp tímapunktur á tímabilinu þar sem að ég átti að hvíla í tvo leiki en endaði á því, sökum skakkafalla í leikmannahópi okkar, á því að þurfa að koma inn á. Þetta er hluti af því að spila með liði sem er ekki með breiðan og stóran hóp. Það eru tvær bikarkeppnir á hverju tímabili sem og 22 leikir í deildinni og þá landsleikirnir fyrir mig í þokkabót. Auðvitað er þetta mikið álag en mér gekk mjög vel og í heildina er ég ánægð með mína frammistöðu.“ Vill titla fremur en persónulegar viðurkenningar Og það eru fleiri sem eru ánægðir með frammistöðu Dagnýjar sem hefur er fyrirliði West Ham. Hún var til að mynda kjörin leikmaður tímabilsins í vali stuðningsmanna og þá var hún tilnefnd sem leikmaður ársins á London Football verðlaunahátíðinni. „Það er auðvitað mjög gaman að fá svona viðurkenningu fyrir vel unnin störf. Þetta er samt sem áður liðsíþrótt og maður er í þessu til að vinna titla. Á heildina litið hefði ég frekar viljað að okkur hjá West Ham hefði gengið betur, sem lið. Óvíst hver tekur við keflinu Það eru miklar breytingar fram undan hjá liði West Ham. Ljóst er að nýr þjálfari mun stýra liðinu á næsta tímabili þar sem að Paul Konchesky, þjálfarinn sem gerði Dagný að fyrirliða, var látinn fara eftir síðasta tímabil. „Auðvitað er leiðinlegt að sjá á eftir Konchesky en það er líka margt sem gerist á bak við tjöldin. Ég var hissa en samt ekki að sjá hann fara. Ég mun sakna samstarfsins við hann því við náðum að vinna vel saman og þegar að svona breytingar eiga sér stað þá veit maður ekkert hvernig nýr þjálfari mun koma inn í hlutina.“ Paul Konchesky og Dagný Brynjarsdóttir náðu vel saman hjá West Ham United. Mynd: West Ham United „Það er ekki búið að ráða inn nýjan þjálfara, það er í ferli núna en maður vill trúa því að næsta tímabil verði betra með nýjum þjálfara en svo gæti það snúist upp í andhverfu sína. Það þarf bara að koma í ljós hvernig næsta tímabil verður.“ Marktækur munur fyrir og eftir EM Dagný mælir með því að íslenskir leikmenn reyni að komast í ensku deildina. „Alveg hundrað prósent. Eins og ég sagði áður þá er eitt það skemmtilegasta við þessa deild hvað hún er sterk og jöfn. Maður er að spila erfiða leiki í hverri einustu viku og stundum marga svoleiðis leiki í hverri viku. Þetta er ein af þeim fáu deildum í Evrópu sem það er í boði. Þá er England mekka fótboltans og algjörlega geggjað að vera þarna og hafa allar ensku fótboltabullurnar í stúkunni. Það er ótrúlega skemmtileg upplifun, bara draumi líkast.“ Enska kvennalandsliðið varð Evrópumeistari á heimavelli í fyrra og segist Dagný hafa tekið eftir marktækum mun ef borið er saman umhverfi og stemningin í kringum kvennaknattspyrnuna á England fyrir og eftir EM. Enskir EvrópumeistararVísir/Getty „Ég á nú að baki feril í Bandaríkjunum með Portland Thorns, þar sem voru að meðaltali um tuttugu þúsund áhorfendur á hverjum leik og þegar að ég tek skrefið til Englands brá mér smá því ég hélt að það yrðu fleiri áhorfendur á leikjum og að umgjörðin væri betri. Árangur enska landsliðsins á EM sneri þessu öllu við. Ég held að áhorfendum hafi fjölgað á öllum leikjum liðanna í ensku deildinni og oft á tíðum, þegar að kvennaliðin spiluðu á leikvöngunum sem að karlaliðin spiluðu á, náðu þau að fylla þá leikvanga. Ég er ekkert svo viss um að það hefði skeð fyrir tveimur árum síðan en svo veit maður ekki.“ Eitt ár í einu Dagný á eitt ár eftir á samningi sínum við West Ham. „Eftir að ég varð eldri og varð mamma reyndi ég að skipuleggja hlutina minna og taka eitt ár fyrir í einu. Ég held að ég þurfi að sjá hvernig næsta tímabil þróast, hvort ég verði áfram eða færi mig eitthvað annað. Það er erfitt að segja til um það núna, ég fer bara inn í næsta tímabil og reyni að gera mitt besta og vonandi náum við inn aðeins fleiri stigum og komumst ofar í töflunni.“
Landslið kvenna í fótbolta England EM 2022 í Englandi Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Sjá meira