Búnir að ná besta árangri Íslands síðan Dagur og Óli Stef léku um bronsið Smári Jökull Jónsson skrifar 29. júní 2023 07:01 Íslenska liðið getur tryggt sér sæti í undanúrslitum heimsmeistaramótsins með sigri á Portúgal í dag. IHF/Jozo Cabraja Ísland mætir í dag Portúgal 8-liða úrslitum heimsmeistaramóts U-21 árs liða í handknattleik. Þetta er í fyrsta sinn í 30 ár sem liðið kemst þetta langt í keppninni en síðast þegar það gerðist vann liðið bronsverðlaun. U-21 árs Landslið Íslands og Portúgals mætast í dag í 8-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í handknattleik en leikurinn fer fram í Berlín í Þýskalandi. Íslenska liðið hefur unnið alla leiki sína á mótinu til þessa og virðist vera að gera góða hluti undir stjórn þjálfaranna Einars Andra Einarssonar og Róberts Gunnarssonar. Það er orðið ansi langt síðan Ísland komst svona langt á heimsmeistaramóti U-21 árs landsliða. Það gerðist síðast árið 1993 en þá voru margir leikmenn í íslenska liðinu sem fyrir löngu eru orðnar goðsagnir í íslenskri handboltasögu. Hársbreidd frá úrslitaleik Mótið árið 1993 fór fram í Egyptalandi og komust sextán lönd í úrslitakeppnina en Ísland var í riðli með heimamönnum Egyptum, Rúmeníu og Grikklandi í riðlakeppninni. Öll liðin unnu örugga sigra á Grikkjum en Ísland lagði þar að auki Egypta en tapaði fyrir Rúmeníu í lokaleik riðlakeppninnar. Ísland fór því áfram í milliriðla þar sem liðið mætti Svíum, Argentínu og svo mótherjum liðsins í dag; Portúgal. Ísland vann alla leiki sína í riðlakeppninni en það gerðu Egyptar líka og urðu því í efsta sæti á markatölu en innbyrðisviðureignin í riðlakeppninni taldi ekkert. Fréttin eftir sigur Íslands gegn Portúgal þar sem Ísland tryggði sér sæti í bronsleiknum.Skjáskot af timarit.is Fyrirkomulag keppninnar var með þeim hætti að efsta liðið fór beint í úrslitaleik og liðið í öðru sæti fór í leik um bronsverðlaun. Þar mætti Ísland liði Rússa. Leikurinn um bronsið var æsispennandi. Í grein DV um leikinn á sínum tíma kemur fram að Aron Kristjánsson, núverandi þjálfari Barein og íþróttastjóri handknattleiksdeildar Hauka, var hetja liðsins. Hann skoraði sigurmarkið í leiknum um leið og flautan gall og tryggði Íslandi 21-20 sigur. Aron Kristjánsson var hetja Íslands á móti Rússum árið 1993.Skjáskot af timarit.is Í liði Íslands voru meðal annars Patrekur Jóhannesson, Ólafur Stefánsson, Dagur Sigurðsson og Róbert Sighvatsson. Í viðtali við Þorberg Aðalsteinsson sem birtist í tölublaði DV þann 20. september 1993 kemur fram að 25 þúsund áhorfendur hafi verið í höllinni þar sem leikurinn fór fram. „Það var stórkostlegt að vinna í svona spennu. Það voru 25 þúsund manns í höllinni sem voru allir á bandi Rússanna og því var sigurinn enn sætari. Það er svolítið erfitt að kyngja því að hafa ekki farið alla leið. Við töpuðum aðeins einum leik en Danir komust í úrslitaleikinn þrátt fyrir tvö töp,“ og í viðtalinu við Þorberg kemur einnig fram að Patrekur og Ólafur hafi átt góðan leik gegn Rússum en þeir voru markahæstir Íslendinga. Egyptar unnu sigur í úrslitaleiknum gegn Dönum 22-19. Á forsíðu íþróttablaðs DV þann 20. september 1993 má sjá mynd af liðinu þegar það kom til landsins eftir mótið í Egyptalandi. Þar kemur fram að um sé að ræða fyrstu verðlaun Íslendinga í flokkaíþrótt á heimsmeistaramóti. Forsíða íþróttablaðs DV þann 20. september 1993. Á myndinni má sjá íslenska hópinn við komuna til landsins eftir mótið í Egyptalandi og glittir í mörg kunnugleg andlitSkjáskot af timarit.is Síðan á mótinu í Egyptalandi hefur Ísland best náð 9. sætinu en það var árið 2005. Mótið í ár er fyrsta heimsmeistaramótið sem hefur verið haldið síðan 2019 en mótið árið 2021 féll niður vegna kórónuveirufaraldursins. Það verður því áhugavert að sjá hvort íslenska liðið nær að koma sér í undanúrslit á eftir með því að leggja Portúgal. Liðið hefur bætt sig með hverjum leiknum og eftir brösuga byrjun í riðlakeppninni hefur því vaxið ásmegin eftir því sem á mótið hefur liðið. Leikurinn í dag hefst klukkan 13:45 og verður hægt að fylgjast með honum í beinni útsendingu á Youtube. Ísland U21 mætir Portúgal í 8-liða úrslitum HM á fimmtudaginn.Portúgal töpuðu í úrslitum á EM gegn Spánverjum í sama aldursflokki í fyrra. Þá með Costa bræðurna sem eru ekki með þeim á þessu móti vegna álags. Ísland er því ekki að mæta sterkasta liði Portúgals. https://t.co/M0LuO5G8Ul— Arnar Daði (@arnardadi) June 27, 2023 Landslið karla í handbolta Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sjá meira
U-21 árs Landslið Íslands og Portúgals mætast í dag í 8-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í handknattleik en leikurinn fer fram í Berlín í Þýskalandi. Íslenska liðið hefur unnið alla leiki sína á mótinu til þessa og virðist vera að gera góða hluti undir stjórn þjálfaranna Einars Andra Einarssonar og Róberts Gunnarssonar. Það er orðið ansi langt síðan Ísland komst svona langt á heimsmeistaramóti U-21 árs landsliða. Það gerðist síðast árið 1993 en þá voru margir leikmenn í íslenska liðinu sem fyrir löngu eru orðnar goðsagnir í íslenskri handboltasögu. Hársbreidd frá úrslitaleik Mótið árið 1993 fór fram í Egyptalandi og komust sextán lönd í úrslitakeppnina en Ísland var í riðli með heimamönnum Egyptum, Rúmeníu og Grikklandi í riðlakeppninni. Öll liðin unnu örugga sigra á Grikkjum en Ísland lagði þar að auki Egypta en tapaði fyrir Rúmeníu í lokaleik riðlakeppninnar. Ísland fór því áfram í milliriðla þar sem liðið mætti Svíum, Argentínu og svo mótherjum liðsins í dag; Portúgal. Ísland vann alla leiki sína í riðlakeppninni en það gerðu Egyptar líka og urðu því í efsta sæti á markatölu en innbyrðisviðureignin í riðlakeppninni taldi ekkert. Fréttin eftir sigur Íslands gegn Portúgal þar sem Ísland tryggði sér sæti í bronsleiknum.Skjáskot af timarit.is Fyrirkomulag keppninnar var með þeim hætti að efsta liðið fór beint í úrslitaleik og liðið í öðru sæti fór í leik um bronsverðlaun. Þar mætti Ísland liði Rússa. Leikurinn um bronsið var æsispennandi. Í grein DV um leikinn á sínum tíma kemur fram að Aron Kristjánsson, núverandi þjálfari Barein og íþróttastjóri handknattleiksdeildar Hauka, var hetja liðsins. Hann skoraði sigurmarkið í leiknum um leið og flautan gall og tryggði Íslandi 21-20 sigur. Aron Kristjánsson var hetja Íslands á móti Rússum árið 1993.Skjáskot af timarit.is Í liði Íslands voru meðal annars Patrekur Jóhannesson, Ólafur Stefánsson, Dagur Sigurðsson og Róbert Sighvatsson. Í viðtali við Þorberg Aðalsteinsson sem birtist í tölublaði DV þann 20. september 1993 kemur fram að 25 þúsund áhorfendur hafi verið í höllinni þar sem leikurinn fór fram. „Það var stórkostlegt að vinna í svona spennu. Það voru 25 þúsund manns í höllinni sem voru allir á bandi Rússanna og því var sigurinn enn sætari. Það er svolítið erfitt að kyngja því að hafa ekki farið alla leið. Við töpuðum aðeins einum leik en Danir komust í úrslitaleikinn þrátt fyrir tvö töp,“ og í viðtalinu við Þorberg kemur einnig fram að Patrekur og Ólafur hafi átt góðan leik gegn Rússum en þeir voru markahæstir Íslendinga. Egyptar unnu sigur í úrslitaleiknum gegn Dönum 22-19. Á forsíðu íþróttablaðs DV þann 20. september 1993 má sjá mynd af liðinu þegar það kom til landsins eftir mótið í Egyptalandi. Þar kemur fram að um sé að ræða fyrstu verðlaun Íslendinga í flokkaíþrótt á heimsmeistaramóti. Forsíða íþróttablaðs DV þann 20. september 1993. Á myndinni má sjá íslenska hópinn við komuna til landsins eftir mótið í Egyptalandi og glittir í mörg kunnugleg andlitSkjáskot af timarit.is Síðan á mótinu í Egyptalandi hefur Ísland best náð 9. sætinu en það var árið 2005. Mótið í ár er fyrsta heimsmeistaramótið sem hefur verið haldið síðan 2019 en mótið árið 2021 féll niður vegna kórónuveirufaraldursins. Það verður því áhugavert að sjá hvort íslenska liðið nær að koma sér í undanúrslit á eftir með því að leggja Portúgal. Liðið hefur bætt sig með hverjum leiknum og eftir brösuga byrjun í riðlakeppninni hefur því vaxið ásmegin eftir því sem á mótið hefur liðið. Leikurinn í dag hefst klukkan 13:45 og verður hægt að fylgjast með honum í beinni útsendingu á Youtube. Ísland U21 mætir Portúgal í 8-liða úrslitum HM á fimmtudaginn.Portúgal töpuðu í úrslitum á EM gegn Spánverjum í sama aldursflokki í fyrra. Þá með Costa bræðurna sem eru ekki með þeim á þessu móti vegna álags. Ísland er því ekki að mæta sterkasta liði Portúgals. https://t.co/M0LuO5G8Ul— Arnar Daði (@arnardadi) June 27, 2023
Landslið karla í handbolta Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sjá meira