Final Fantasy XVI: Guðir berjast í sjónrænu ævintýri Samúel Karl Ólason skrifar 29. júní 2023 09:00 Guðir, eða eitthvað, eru mikið í því að slást í FF16. Square Enix Final Fantasy leikjaserían er ein þeirra elstu og vinsælustu í heimi. Nýjasti leikurinn, sem ber nafnið Final Fantasy XVI, er stútfullur af sjónrænum og skemmtilegum hasar. Bardagakerfi leiksins og hasarinn heldur leiknum á lofti, sem er á köflum frekar hægur. Final Fantasy XVI gerist eðli málsins samkvæmt í söguheimi sem inniheldur konungsríki, keisaraveldi, galdra, kristala, móðurkristala (sem er ekkert krípí nafn) stærðarinnar skeppnur, steríótýpiskt fólk með of stór sverð og brjálað drama. Þá stendur heimurinn frammi fyrir miklum erfiðleikum og heimsenda. Clive Rosfield, söguhetja leiksins, er sonur lávarðar Rosaria. Joshua, yngri bróðir Clive, er einn af fáum aðilum sem kallast Dominant og getur breyst í Eikon. Það eru risastór skrímsli sem eru oftar en ekki einhverskonar táknmynd frumefnis. Þar sem þettar er tölvuleikur lendir Clive í miklum vandræðum og þarf að berjast fyrir tilvist sinni. Hann kemur sér fyrir í miðjum söguheimi þar sem móðurkristallar, sem eru þungamiðja mismunandi konungsríkja og væntanlega táknmynd fyrir losun gróðurhúsalofttegunda, eru að valda því að heimurinn er að verða óbyggilegur. Þeir sem geta galdrað án aðstoðar kristalla eru kallaðir Bearers og eru gerðir að þrælum og Clive blandast meðal annars í baráttu þeirra er hann leitar mannsins sem myrti bróður hans. Svo vindur þetta allt auðvitað upp á sig. Sagan kaflaskipt Ég hélt það ætlaði að líða yfir mig fyrstu klukkustundirnar þar sem leikurinn tróð svo gífurlegu magni af upplýsingum um söguheiminn í hausinn á mér. Það tók líkamlega á áð reyna að ná utan um öll þessi nöfn og hugta. Ég gleymdi þessu svo nánast strax. Flestu. Það eru nokkrar áhugaverðar og vel skrifaðar persónur þarna. Ég hef eiginlega alltaf átt erfitt með að koma mér inn í japanska RPH leiki. Mér finnst persónurnar oftar en ekki asnalegar og saga leikjanna óáhugaverð. Sjá einnig: Final Fantasy 15 - Stór furðulegt en skemmtilegt ævintýri Saga FF16 á góða, skemmtilega og áhugaverða kafla en ég á erfitt með að komast inn í hana og hafa áhuga á henni. Stærsta vandamálið er að þessi leikur getur verið merkilega óáhugaverður og hreinlega leiðinlegur á köflum. Hina kaflana er hann fáránlega spennandi og skemmtilegur. Hann Clive þarf að berjast við allskonar ófreskjur.Square Enix Ekki opinn heimur FF16 gerist ekki beint í opnum heimi, heldur hálf opnum svæðum. Leikurinn er nokkuð línulegur hvað spilun varðar en lítur merkilega vel út, eins og yfirleitt þegar um leiki sem koma eingöngu út á PlayStation er að ræða. Leikurinn ber samt mikinn keim þess að opinn, þar sem Clive þarf að finna hráefni og annað til að búa til betri vopn, brynjur og alls konar drasl. Þar sem heimurinn er ekki opinn virðist það ekki skipta miklu máli, því maður endar alltaf með sama draslið og sömu vopnin. Ef þið sjáið eitthvað glitra, sækið það samt. Það eru ýmis verkefni sem Clive getur sinnt utan sögunnar en þau sem ég hef reynt við sökka eiginlega öll. Þau eru öll: „Farðu þangað og sæktu þetta/talaðu við þennan“. Það getur verið erfitt að sjá hvað er að gerast í bardögum í leiknum.Square Enix Ég hata QTE Áður en ég fer að tala um það góða verð ég að nefna eitt sem ég bókstaflega hata og ég reyni að nefna það í hvert einasta sinn sem ég rekst á það. Það eru viðburðir sem kallast „Quick time events“ eða QTE. Það er þegar spilarinn þarf að ýta á ákveðna takka á ákveðnum tíma til að gera ákveðna hluti, þetta getur bæði gerst í myndböndum og við spilun, eins og í bardögum. Ég hef líklega aldrei hatað QTE meira en í FF16, því þetta er algjör sturlun. Þetta er ekkert endilega oft sem maður þarf að ýta á einhverja takka og gerist sérstaklega í bardögum, þegar maður þarf að ýta eins hratt og maður getur á kassann til að ýta einhverju. Eitt það sturlaðasta sem gert er í þessum leik er að stundum þegar maður opnar dyr eða hlið, sem gert er með því að ýta á X, þarf að fylgja því eftir með að halda inni R2 og það jafnvel nokkrum sinnum til að opna einar dyr. Það er bókstaflega ekkert að gerast á þessum augnablikum en að maður þarf að ýta nokkrum sinnum á einhverja takka til að opna dyr. Við hljótum að vera sammála um þetta sé einfaldlega galið!?! Eru í alvörunni einhverjir drullusokkar þarna úti sem spila í gegnum svona hugsandi: „Vó, ég ýtti á takkann til að opna hurðina og þurfti svo að ýta nokkrum sinnum á annan takka og halda honum inni til að opna hurðina. Geggjað!“ Bardagakerfi FF16 er líklega það skemmtilegasta við hann.Square Enix Gott en auðvelt bardagakerfi Bardagakerfið er líklega það besta við Final Fantasy. Bardagar leiksins eru stútfullir af hasar og mjög svo sjónrænir, held ég. Það er erfitt að sjá hvað er að gerast fyrir öllum eldinum, eldingunum, vindinum og öðru. Clive lærir mikið af mismunandi hæfileikum í gegnum FF16 og spilarar eyða reynslupunktum í nýja hæfileika og betri. Í bardögum þurfa spilarar að sameina þessa mismunandi hæfileika til að valda óvinum Clive sem mestum skaða. Þetta felur í sér að maður þarf að ýta mjög oft á kassann og sveifla sverði Clive og R1 til að komast undan árásum óvina. Hann er svo með nokkra félaga hlaupandi um líka, en þeir valda oftast litlum sem engum skaða. Hvað á Torgal, sem er hundur, að gera gegn 150 metra löngum eldspúandi dreka. Svo eru bardagar þar sem Eikons koma við sögu. Þeir eru mjög svo sjónrænir og flottir en eru sömuleiðs frekar einfaldir og auðveldir. Í hverju konungsríki FF16 er manneskja sem getur breyst í stærðarinnar guð.Square Enix Samantekt-ish Ég hef skemmt mér ágætlega við að spila Final Fantasy XVI. Þetta er vel gerður leikur sem lítur merkilega vel út. Þá er hann stútfullur af hasar, þegar maður þarf ekki að horfa á hálftímalangt myndband um tilfinningar og einhverjar persónur sem ég man ekki eftir að hafa séð áður. Ég er ekki búinn með leikinn enn, enda tekur það heillangan tíma. Ég hef samt skemmt mér ágætlega. Tónlist og talsetning er mjög góð, yfirleitt. Það er margt sem er gert mjög vel og greinilega mikill metnaður lagður í hann. Það er samt augljóst að FF16 þarf töluverða tímafjárfestingu. Svo enda ég þetta á einu algjöru smáatriði sem fór merkilega mikið í taugarnar á mér. Hermenn eins konungsríkisins heilsa háttsettum og yfirmönnum sínum með því að stinga sverðum sínum í jörðina eða pota oddinum á þeim í hellur og grjót. Það er alveg hræðilegt fyrir sverðin og heimskulegt. Ég varð bara að koma þessu frá mér. Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Fleiri fréttir Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Final Fantasy XVI gerist eðli málsins samkvæmt í söguheimi sem inniheldur konungsríki, keisaraveldi, galdra, kristala, móðurkristala (sem er ekkert krípí nafn) stærðarinnar skeppnur, steríótýpiskt fólk með of stór sverð og brjálað drama. Þá stendur heimurinn frammi fyrir miklum erfiðleikum og heimsenda. Clive Rosfield, söguhetja leiksins, er sonur lávarðar Rosaria. Joshua, yngri bróðir Clive, er einn af fáum aðilum sem kallast Dominant og getur breyst í Eikon. Það eru risastór skrímsli sem eru oftar en ekki einhverskonar táknmynd frumefnis. Þar sem þettar er tölvuleikur lendir Clive í miklum vandræðum og þarf að berjast fyrir tilvist sinni. Hann kemur sér fyrir í miðjum söguheimi þar sem móðurkristallar, sem eru þungamiðja mismunandi konungsríkja og væntanlega táknmynd fyrir losun gróðurhúsalofttegunda, eru að valda því að heimurinn er að verða óbyggilegur. Þeir sem geta galdrað án aðstoðar kristalla eru kallaðir Bearers og eru gerðir að þrælum og Clive blandast meðal annars í baráttu þeirra er hann leitar mannsins sem myrti bróður hans. Svo vindur þetta allt auðvitað upp á sig. Sagan kaflaskipt Ég hélt það ætlaði að líða yfir mig fyrstu klukkustundirnar þar sem leikurinn tróð svo gífurlegu magni af upplýsingum um söguheiminn í hausinn á mér. Það tók líkamlega á áð reyna að ná utan um öll þessi nöfn og hugta. Ég gleymdi þessu svo nánast strax. Flestu. Það eru nokkrar áhugaverðar og vel skrifaðar persónur þarna. Ég hef eiginlega alltaf átt erfitt með að koma mér inn í japanska RPH leiki. Mér finnst persónurnar oftar en ekki asnalegar og saga leikjanna óáhugaverð. Sjá einnig: Final Fantasy 15 - Stór furðulegt en skemmtilegt ævintýri Saga FF16 á góða, skemmtilega og áhugaverða kafla en ég á erfitt með að komast inn í hana og hafa áhuga á henni. Stærsta vandamálið er að þessi leikur getur verið merkilega óáhugaverður og hreinlega leiðinlegur á köflum. Hina kaflana er hann fáránlega spennandi og skemmtilegur. Hann Clive þarf að berjast við allskonar ófreskjur.Square Enix Ekki opinn heimur FF16 gerist ekki beint í opnum heimi, heldur hálf opnum svæðum. Leikurinn er nokkuð línulegur hvað spilun varðar en lítur merkilega vel út, eins og yfirleitt þegar um leiki sem koma eingöngu út á PlayStation er að ræða. Leikurinn ber samt mikinn keim þess að opinn, þar sem Clive þarf að finna hráefni og annað til að búa til betri vopn, brynjur og alls konar drasl. Þar sem heimurinn er ekki opinn virðist það ekki skipta miklu máli, því maður endar alltaf með sama draslið og sömu vopnin. Ef þið sjáið eitthvað glitra, sækið það samt. Það eru ýmis verkefni sem Clive getur sinnt utan sögunnar en þau sem ég hef reynt við sökka eiginlega öll. Þau eru öll: „Farðu þangað og sæktu þetta/talaðu við þennan“. Það getur verið erfitt að sjá hvað er að gerast í bardögum í leiknum.Square Enix Ég hata QTE Áður en ég fer að tala um það góða verð ég að nefna eitt sem ég bókstaflega hata og ég reyni að nefna það í hvert einasta sinn sem ég rekst á það. Það eru viðburðir sem kallast „Quick time events“ eða QTE. Það er þegar spilarinn þarf að ýta á ákveðna takka á ákveðnum tíma til að gera ákveðna hluti, þetta getur bæði gerst í myndböndum og við spilun, eins og í bardögum. Ég hef líklega aldrei hatað QTE meira en í FF16, því þetta er algjör sturlun. Þetta er ekkert endilega oft sem maður þarf að ýta á einhverja takka og gerist sérstaklega í bardögum, þegar maður þarf að ýta eins hratt og maður getur á kassann til að ýta einhverju. Eitt það sturlaðasta sem gert er í þessum leik er að stundum þegar maður opnar dyr eða hlið, sem gert er með því að ýta á X, þarf að fylgja því eftir með að halda inni R2 og það jafnvel nokkrum sinnum til að opna einar dyr. Það er bókstaflega ekkert að gerast á þessum augnablikum en að maður þarf að ýta nokkrum sinnum á einhverja takka til að opna dyr. Við hljótum að vera sammála um þetta sé einfaldlega galið!?! Eru í alvörunni einhverjir drullusokkar þarna úti sem spila í gegnum svona hugsandi: „Vó, ég ýtti á takkann til að opna hurðina og þurfti svo að ýta nokkrum sinnum á annan takka og halda honum inni til að opna hurðina. Geggjað!“ Bardagakerfi FF16 er líklega það skemmtilegasta við hann.Square Enix Gott en auðvelt bardagakerfi Bardagakerfið er líklega það besta við Final Fantasy. Bardagar leiksins eru stútfullir af hasar og mjög svo sjónrænir, held ég. Það er erfitt að sjá hvað er að gerast fyrir öllum eldinum, eldingunum, vindinum og öðru. Clive lærir mikið af mismunandi hæfileikum í gegnum FF16 og spilarar eyða reynslupunktum í nýja hæfileika og betri. Í bardögum þurfa spilarar að sameina þessa mismunandi hæfileika til að valda óvinum Clive sem mestum skaða. Þetta felur í sér að maður þarf að ýta mjög oft á kassann og sveifla sverði Clive og R1 til að komast undan árásum óvina. Hann er svo með nokkra félaga hlaupandi um líka, en þeir valda oftast litlum sem engum skaða. Hvað á Torgal, sem er hundur, að gera gegn 150 metra löngum eldspúandi dreka. Svo eru bardagar þar sem Eikons koma við sögu. Þeir eru mjög svo sjónrænir og flottir en eru sömuleiðs frekar einfaldir og auðveldir. Í hverju konungsríki FF16 er manneskja sem getur breyst í stærðarinnar guð.Square Enix Samantekt-ish Ég hef skemmt mér ágætlega við að spila Final Fantasy XVI. Þetta er vel gerður leikur sem lítur merkilega vel út. Þá er hann stútfullur af hasar, þegar maður þarf ekki að horfa á hálftímalangt myndband um tilfinningar og einhverjar persónur sem ég man ekki eftir að hafa séð áður. Ég er ekki búinn með leikinn enn, enda tekur það heillangan tíma. Ég hef samt skemmt mér ágætlega. Tónlist og talsetning er mjög góð, yfirleitt. Það er margt sem er gert mjög vel og greinilega mikill metnaður lagður í hann. Það er samt augljóst að FF16 þarf töluverða tímafjárfestingu. Svo enda ég þetta á einu algjöru smáatriði sem fór merkilega mikið í taugarnar á mér. Hermenn eins konungsríkisins heilsa háttsettum og yfirmönnum sínum með því að stinga sverðum sínum í jörðina eða pota oddinum á þeim í hellur og grjót. Það er alveg hræðilegt fyrir sverðin og heimskulegt. Ég varð bara að koma þessu frá mér.
Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Fleiri fréttir Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira