Iðnaðarmaður ársins fékk góða aðstoð frá tengdasyni X977 27. júní 2023 13:01 Iðnaðarmaður ársins 2023 er Harpa Kristjánsdóttir. Hún stundar nám í húsasmíði við Tækniskólann auk þess sem hún kennir þar gull- og silfursmíði. Ómar Úlfur, dagskrárgerðarmaður á X977, afhenti henni verðlaunin. Iðnaðarmaður ársins 2023, Harpa Kristjánsdóttir, er með sveinspróf í bæði gull- og silfursmíði. Hún kennir gull- og silfursmíði í Tækniskólanum auk þess að sem hún stundar þar nám í húsasmíði. Við óskum Hörpu til hamingju með titilinn. Það var Ómar Úlfur, dagskrárgerðarmaður á X977, sem afhenti henni verðlaunin. Leitin að Iðnaðarmanni ársins fer fram í samstarfi við Sindra sem leggur til glæsilega vinninga. Iðnaðarmaður ársins 2023 hlýtur Dewalt 18v XR 6 véla sett og Blåkläder alklæðnað frá Sindra, að andvirði 340.000 kr. Klippa: Iðnaðarmaður ársins 2023 - úrslit Vinningarnir koma strax að góðum notum enda er Harpa að byggja bæði íbúðarhús og hesthús í sveitinni sinni. „Við erum að steypa grunn í vikunni ef veður leyfir og í kjölfarið reisum við húsið. Þannig að vinningurinn kemur svo sannarlega að góðum notum.“ Hún segist ekki hafa átt von á því að sigra keppnina. „Ég rak ekki beint stífa kosningabaráttu en tengdasonur minn var þó duglegur enda sendi hann inn umsóknina með langri lofræðu um mig.“ „Fær hann ekki prik fyrir það?,“ spyr Ómar Úlfur. „Jú, það er spurning hvort hann verði ekki valinn tengdasonur ársins?“ Eins og fyrr segir stundar Harpa nám í húsasmíði. „Verður nokkuð mál að fá sveinsprófið sem Iðnaðarmaður ársins?“ spyr Ómar Úlfur. „Þarftu ekki bara að mæta á staðinn með þennan titil?“ „Nei, ég verð að standast prófið eins og aðrir nemendur,“ segir hún með bros á vör. Þátttaka í Iðnaðarmanni ársins var mjög góð að vanda og bárust dómnefnd fjöldi ábendinga um flinka iðnaðarmenn. Eftir mikla yfirlegu valdi dómnefnd átta einstaklinga sem þóttu skara fram úr, fjórar konur og fjóra karla, og voru þau kynnt til sögunnar á Vísi í maí og júní. Þetta er í áttunda sinn sem Iðnaðarmaður ársins er valinn hér á Vísi. Iðnaðarmaður ársins 2022 var Hannes Kristinn Eiríksson stálsmiður. X977 og Sindri þakka öllum sem tóku þátt. X977 Iðnaðarmaður ársins Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Bein útsending: Stafrænar lausnir í heilbrigðisþjónustu Greiðsluáskorun Lukkuhjól hlaðið vinningum á opnun Raflands Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Sjá meira
Hún kennir gull- og silfursmíði í Tækniskólanum auk þess að sem hún stundar þar nám í húsasmíði. Við óskum Hörpu til hamingju með titilinn. Það var Ómar Úlfur, dagskrárgerðarmaður á X977, sem afhenti henni verðlaunin. Leitin að Iðnaðarmanni ársins fer fram í samstarfi við Sindra sem leggur til glæsilega vinninga. Iðnaðarmaður ársins 2023 hlýtur Dewalt 18v XR 6 véla sett og Blåkläder alklæðnað frá Sindra, að andvirði 340.000 kr. Klippa: Iðnaðarmaður ársins 2023 - úrslit Vinningarnir koma strax að góðum notum enda er Harpa að byggja bæði íbúðarhús og hesthús í sveitinni sinni. „Við erum að steypa grunn í vikunni ef veður leyfir og í kjölfarið reisum við húsið. Þannig að vinningurinn kemur svo sannarlega að góðum notum.“ Hún segist ekki hafa átt von á því að sigra keppnina. „Ég rak ekki beint stífa kosningabaráttu en tengdasonur minn var þó duglegur enda sendi hann inn umsóknina með langri lofræðu um mig.“ „Fær hann ekki prik fyrir það?,“ spyr Ómar Úlfur. „Jú, það er spurning hvort hann verði ekki valinn tengdasonur ársins?“ Eins og fyrr segir stundar Harpa nám í húsasmíði. „Verður nokkuð mál að fá sveinsprófið sem Iðnaðarmaður ársins?“ spyr Ómar Úlfur. „Þarftu ekki bara að mæta á staðinn með þennan titil?“ „Nei, ég verð að standast prófið eins og aðrir nemendur,“ segir hún með bros á vör. Þátttaka í Iðnaðarmanni ársins var mjög góð að vanda og bárust dómnefnd fjöldi ábendinga um flinka iðnaðarmenn. Eftir mikla yfirlegu valdi dómnefnd átta einstaklinga sem þóttu skara fram úr, fjórar konur og fjóra karla, og voru þau kynnt til sögunnar á Vísi í maí og júní. Þetta er í áttunda sinn sem Iðnaðarmaður ársins er valinn hér á Vísi. Iðnaðarmaður ársins 2022 var Hannes Kristinn Eiríksson stálsmiður. X977 og Sindri þakka öllum sem tóku þátt.
X977 Iðnaðarmaður ársins Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Bein útsending: Stafrænar lausnir í heilbrigðisþjónustu Greiðsluáskorun Lukkuhjól hlaðið vinningum á opnun Raflands Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Sjá meira