Iðnaðarmaður ársins fékk góða aðstoð frá tengdasyni X977 27. júní 2023 13:01 Iðnaðarmaður ársins 2023 er Harpa Kristjánsdóttir. Hún stundar nám í húsasmíði við Tækniskólann auk þess sem hún kennir þar gull- og silfursmíði. Ómar Úlfur, dagskrárgerðarmaður á X977, afhenti henni verðlaunin. Iðnaðarmaður ársins 2023, Harpa Kristjánsdóttir, er með sveinspróf í bæði gull- og silfursmíði. Hún kennir gull- og silfursmíði í Tækniskólanum auk þess að sem hún stundar þar nám í húsasmíði. Við óskum Hörpu til hamingju með titilinn. Það var Ómar Úlfur, dagskrárgerðarmaður á X977, sem afhenti henni verðlaunin. Leitin að Iðnaðarmanni ársins fer fram í samstarfi við Sindra sem leggur til glæsilega vinninga. Iðnaðarmaður ársins 2023 hlýtur Dewalt 18v XR 6 véla sett og Blåkläder alklæðnað frá Sindra, að andvirði 340.000 kr. Klippa: Iðnaðarmaður ársins 2023 - úrslit Vinningarnir koma strax að góðum notum enda er Harpa að byggja bæði íbúðarhús og hesthús í sveitinni sinni. „Við erum að steypa grunn í vikunni ef veður leyfir og í kjölfarið reisum við húsið. Þannig að vinningurinn kemur svo sannarlega að góðum notum.“ Hún segist ekki hafa átt von á því að sigra keppnina. „Ég rak ekki beint stífa kosningabaráttu en tengdasonur minn var þó duglegur enda sendi hann inn umsóknina með langri lofræðu um mig.“ „Fær hann ekki prik fyrir það?,“ spyr Ómar Úlfur. „Jú, það er spurning hvort hann verði ekki valinn tengdasonur ársins?“ Eins og fyrr segir stundar Harpa nám í húsasmíði. „Verður nokkuð mál að fá sveinsprófið sem Iðnaðarmaður ársins?“ spyr Ómar Úlfur. „Þarftu ekki bara að mæta á staðinn með þennan titil?“ „Nei, ég verð að standast prófið eins og aðrir nemendur,“ segir hún með bros á vör. Þátttaka í Iðnaðarmanni ársins var mjög góð að vanda og bárust dómnefnd fjöldi ábendinga um flinka iðnaðarmenn. Eftir mikla yfirlegu valdi dómnefnd átta einstaklinga sem þóttu skara fram úr, fjórar konur og fjóra karla, og voru þau kynnt til sögunnar á Vísi í maí og júní. Þetta er í áttunda sinn sem Iðnaðarmaður ársins er valinn hér á Vísi. Iðnaðarmaður ársins 2022 var Hannes Kristinn Eiríksson stálsmiður. X977 og Sindri þakka öllum sem tóku þátt. X977 Iðnaðarmaður ársins Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Hún kennir gull- og silfursmíði í Tækniskólanum auk þess að sem hún stundar þar nám í húsasmíði. Við óskum Hörpu til hamingju með titilinn. Það var Ómar Úlfur, dagskrárgerðarmaður á X977, sem afhenti henni verðlaunin. Leitin að Iðnaðarmanni ársins fer fram í samstarfi við Sindra sem leggur til glæsilega vinninga. Iðnaðarmaður ársins 2023 hlýtur Dewalt 18v XR 6 véla sett og Blåkläder alklæðnað frá Sindra, að andvirði 340.000 kr. Klippa: Iðnaðarmaður ársins 2023 - úrslit Vinningarnir koma strax að góðum notum enda er Harpa að byggja bæði íbúðarhús og hesthús í sveitinni sinni. „Við erum að steypa grunn í vikunni ef veður leyfir og í kjölfarið reisum við húsið. Þannig að vinningurinn kemur svo sannarlega að góðum notum.“ Hún segist ekki hafa átt von á því að sigra keppnina. „Ég rak ekki beint stífa kosningabaráttu en tengdasonur minn var þó duglegur enda sendi hann inn umsóknina með langri lofræðu um mig.“ „Fær hann ekki prik fyrir það?,“ spyr Ómar Úlfur. „Jú, það er spurning hvort hann verði ekki valinn tengdasonur ársins?“ Eins og fyrr segir stundar Harpa nám í húsasmíði. „Verður nokkuð mál að fá sveinsprófið sem Iðnaðarmaður ársins?“ spyr Ómar Úlfur. „Þarftu ekki bara að mæta á staðinn með þennan titil?“ „Nei, ég verð að standast prófið eins og aðrir nemendur,“ segir hún með bros á vör. Þátttaka í Iðnaðarmanni ársins var mjög góð að vanda og bárust dómnefnd fjöldi ábendinga um flinka iðnaðarmenn. Eftir mikla yfirlegu valdi dómnefnd átta einstaklinga sem þóttu skara fram úr, fjórar konur og fjóra karla, og voru þau kynnt til sögunnar á Vísi í maí og júní. Þetta er í áttunda sinn sem Iðnaðarmaður ársins er valinn hér á Vísi. Iðnaðarmaður ársins 2022 var Hannes Kristinn Eiríksson stálsmiður. X977 og Sindri þakka öllum sem tóku þátt.
X977 Iðnaðarmaður ársins Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira