Hegerberg spurð út í skrópin hjá Haaland Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júní 2023 10:00 Ada Hegerberg vildi ekki láta hafa neitt eftir sér um Erling Braut Haaland. Getty/David Horton Norðmenn eiga tvo af bestu framherjum heims, Ödu Hegerberg í kvennaflokki og Erling Braut Haaland í karlaflokki. Norska kvennalandsliðið hefur hins vegar gert miklu betri hluti en karlaliðið og það lítur út fyrir að það sé farið að pirra Haaland verulega. Næst á dagskrá hjá norska kvennalandsliðinu er heimsmeistarakeppnin í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Ada Hegerberg mætti á blaðamannafund í aðdraganda heimsmeistaramótsins en hún snéri aftur í landsliðið í mars í fyrra eftir fimm ára fjarveru. Hún var spurð út í hegðun Haaland í síðasta verkefni karlalandsliðsins. Norska ríkisútvarpið segir frá. Hegerbergs VM-beskjed: https://t.co/KQNo6sNcJS— TV 2 Sport (@tv2sport) June 26, 2023 Norska karlalandsliðið var þá í fínum málum og yfir í mikilvægum heimaleik á móti Skotum þegar Haaland var tekinn af velli. Skotarnir tryggðu sér sigur með tveimur mörkun í blálokin. Eftir leikinn neitaði Haaland að tala við blaðamenn og fékk leyfi frá landsliðsþjálfaranum Ståle Solbakken til að skrópa í viðtölin. Reglur UEFA segja að leikmenn verði að ræða við fjölmiðlamenn eftir leiki. Norsku fjölmiðlamennirnir fögnuðu því að sjá Hegerberg í viðtölum en spurðu hana líka út í skrópin hjá Haaland. „Ég hef gengið í gegnum ýmislegt varðandi fjölmiðla á mínum ferli. Það hefur verið góð upplifun líka. Þetta snýst um að auglýsa íþróttina okkar. Þið hafið mjög mikilvægt hlutverk í því líka. Þess vegna er það mikilvægt fyrir mig að þið hafið ykkar aðgengi og að þið farið með það af fagmennsku,“ sagði Ada Hegerberg. Ada Hegerberg og Erling Braut Haaland er begge nominert til FIFA Best Player Award Gå inn på https://t.co/76rBVYsoMy og avgi din stemme pic.twitter.com/rFb25z4iHq— Fotballandslaget (@nff_landslag) January 13, 2023 En hvað fannst henni um hegðun Haaland og það hvað hann sleppur mikið við fjölmiðlaskyldur sínar? „Hvaða skoðun hef ég á því? Ég hef eiginlega ekkert um það að segja og það er ekki mikilvægt málefni til að ræða. Varðandi mig sjálfa þá tel ég það mikilvægt að eiga virðingarvert samband við fjölmiðla,“ sagði Hegerberg. Norski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Fleiri fréttir Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Sjá meira
Næst á dagskrá hjá norska kvennalandsliðinu er heimsmeistarakeppnin í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Ada Hegerberg mætti á blaðamannafund í aðdraganda heimsmeistaramótsins en hún snéri aftur í landsliðið í mars í fyrra eftir fimm ára fjarveru. Hún var spurð út í hegðun Haaland í síðasta verkefni karlalandsliðsins. Norska ríkisútvarpið segir frá. Hegerbergs VM-beskjed: https://t.co/KQNo6sNcJS— TV 2 Sport (@tv2sport) June 26, 2023 Norska karlalandsliðið var þá í fínum málum og yfir í mikilvægum heimaleik á móti Skotum þegar Haaland var tekinn af velli. Skotarnir tryggðu sér sigur með tveimur mörkun í blálokin. Eftir leikinn neitaði Haaland að tala við blaðamenn og fékk leyfi frá landsliðsþjálfaranum Ståle Solbakken til að skrópa í viðtölin. Reglur UEFA segja að leikmenn verði að ræða við fjölmiðlamenn eftir leiki. Norsku fjölmiðlamennirnir fögnuðu því að sjá Hegerberg í viðtölum en spurðu hana líka út í skrópin hjá Haaland. „Ég hef gengið í gegnum ýmislegt varðandi fjölmiðla á mínum ferli. Það hefur verið góð upplifun líka. Þetta snýst um að auglýsa íþróttina okkar. Þið hafið mjög mikilvægt hlutverk í því líka. Þess vegna er það mikilvægt fyrir mig að þið hafið ykkar aðgengi og að þið farið með það af fagmennsku,“ sagði Ada Hegerberg. Ada Hegerberg og Erling Braut Haaland er begge nominert til FIFA Best Player Award Gå inn på https://t.co/76rBVYsoMy og avgi din stemme pic.twitter.com/rFb25z4iHq— Fotballandslaget (@nff_landslag) January 13, 2023 En hvað fannst henni um hegðun Haaland og það hvað hann sleppur mikið við fjölmiðlaskyldur sínar? „Hvaða skoðun hef ég á því? Ég hef eiginlega ekkert um það að segja og það er ekki mikilvægt málefni til að ræða. Varðandi mig sjálfa þá tel ég það mikilvægt að eiga virðingarvert samband við fjölmiðla,“ sagði Hegerberg.
Norski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Fleiri fréttir Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Sjá meira