Stoltir af að fá Daníel til SönderjyskE og hafa góða reynslu af Íslendingum Sindri Sverrisson skrifar 26. júní 2023 15:44 Daníel Leó Grétarsson í leik gegn Bosníu í mars. Hann á að baki þrettán A-landsleiki. Getty/Alex Nicodim Landsliðsmaðurinn Daníel Leó Grétarsson er genginn í raðir danska knattspyrnufélagsins SönderjyskE. Þessi 27 ára gamli, örvfætti miðvörður skrifaði undir samning sem gildir til fjögurra ára. Daníel kemur til Danmerkur frá Póllandi þar sem hann lék með Slask Wroclaw í efstu deild, eftir að hafa áður verið hjá Blackpool á Englandi og í Aalesund í Noregi, en hann er uppalinn í Grindavík. Forsvarsmenn SönderjyskE hrósa happi yfir að hafa fengið Daníel sem á að baki 13 A-landsleiki og var í hópnum sem mætti Portúgal og Slóvakíu á dögunum. Daníel verður enn einn Íslendingurinn sem spilar fyrir SönderjyskE en fyrir hjá félaginu er Húsvíkingurinn Atli Barkarson auk þess sem Orri Steinn Óskarsson var að láni frá FCK á seinni hluta síðustu leiktíðar. Sønderjyske Fodbold har skrevet en fireårig kontrakt med den islandske landsholdsspiller Daniel Leo Gretarsson, der er hentet i polske Slask Wroclaw Læs mere på hjemmesiden https://t.co/OU24sw2W0t pic.twitter.com/VC1CMlYe4N— Sønderjyske Fodbold (@SEfodbold) June 26, 2023 Af öðrum leikmönnum sem hafa spilað með liðinu, við góðan orðstír, má nefna menn á borð við Hallgrím Jónasson, Eggert Gunnþór Jónsson, Sölva Geir Ottesen, Eyjólf Héðinsson og Ólaf Inga Skúlason. Frá árinu 2008 hefur, með einni undantekningu, verið Íslendingur í liði félagsins á hverri leiktíð. SönderjyskE var afar nálægt því að komast upp í dönsku úrvalsdeildina í vor en endaði tveimur stigum á eftir Hvidovre sem varð í 2. sæti 1. deildarinnar og fór upp. Haft góða reynslu af Íslendingum „Þetta eru viðskipti sem við getum leyft okkur að vera afar stoltir af. Við erum mjög ánægðir með að Daníel Leó Grétarsson hafi valið Sönderjyske Fodbold sem næsta áfangastað á ferlinum. Hann er 27 ára og því á besta fótboltaaldri, á góðum stað á ferlinum þar sem hann er fastamaður í liði og á fast sæti í íslenska landsliðshópnum,“ segir Esben Hansen, yfirmaður íþróttamála hjá SönderjyskE. „Í gegnum árin höfum við í Sönderjyske Fodbold haft góða reynslu af Íslendingum og nú bætist Daníel Leó Grétarsson í röðina af þeim sem komið hafa með gott og fagmannlegt hugarfar. Við hlökkum til að fá hann í Sönderjyske Fodbold og að sjá hann spila á Sydbank Park,“ segir Hansen á heimasíðu danska félagsins. Danski boltinn Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Sjá meira
Daníel kemur til Danmerkur frá Póllandi þar sem hann lék með Slask Wroclaw í efstu deild, eftir að hafa áður verið hjá Blackpool á Englandi og í Aalesund í Noregi, en hann er uppalinn í Grindavík. Forsvarsmenn SönderjyskE hrósa happi yfir að hafa fengið Daníel sem á að baki 13 A-landsleiki og var í hópnum sem mætti Portúgal og Slóvakíu á dögunum. Daníel verður enn einn Íslendingurinn sem spilar fyrir SönderjyskE en fyrir hjá félaginu er Húsvíkingurinn Atli Barkarson auk þess sem Orri Steinn Óskarsson var að láni frá FCK á seinni hluta síðustu leiktíðar. Sønderjyske Fodbold har skrevet en fireårig kontrakt med den islandske landsholdsspiller Daniel Leo Gretarsson, der er hentet i polske Slask Wroclaw Læs mere på hjemmesiden https://t.co/OU24sw2W0t pic.twitter.com/VC1CMlYe4N— Sønderjyske Fodbold (@SEfodbold) June 26, 2023 Af öðrum leikmönnum sem hafa spilað með liðinu, við góðan orðstír, má nefna menn á borð við Hallgrím Jónasson, Eggert Gunnþór Jónsson, Sölva Geir Ottesen, Eyjólf Héðinsson og Ólaf Inga Skúlason. Frá árinu 2008 hefur, með einni undantekningu, verið Íslendingur í liði félagsins á hverri leiktíð. SönderjyskE var afar nálægt því að komast upp í dönsku úrvalsdeildina í vor en endaði tveimur stigum á eftir Hvidovre sem varð í 2. sæti 1. deildarinnar og fór upp. Haft góða reynslu af Íslendingum „Þetta eru viðskipti sem við getum leyft okkur að vera afar stoltir af. Við erum mjög ánægðir með að Daníel Leó Grétarsson hafi valið Sönderjyske Fodbold sem næsta áfangastað á ferlinum. Hann er 27 ára og því á besta fótboltaaldri, á góðum stað á ferlinum þar sem hann er fastamaður í liði og á fast sæti í íslenska landsliðshópnum,“ segir Esben Hansen, yfirmaður íþróttamála hjá SönderjyskE. „Í gegnum árin höfum við í Sönderjyske Fodbold haft góða reynslu af Íslendingum og nú bætist Daníel Leó Grétarsson í röðina af þeim sem komið hafa með gott og fagmannlegt hugarfar. Við hlökkum til að fá hann í Sönderjyske Fodbold og að sjá hann spila á Sydbank Park,“ segir Hansen á heimasíðu danska félagsins.
Danski boltinn Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Sjá meira