Gylfi gæti orðið liðsfélagi Guðlaugs Victors | Liðið lætur rannsaka bakgrunn Gylfa Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. júní 2023 15:01 Gylfi Þór Sigurðsson gæti verið á leið til Bandaríkjanna. Vísir/Getty Mikið hefur verið rætt og ritað um mögulega endurkomu Gylfa Þórs Sigurðssonar á knattspyrnuvöllinn undanfarnar vikur og mánuði. Nú fullyrða einhverjir að Gylfi sé í viðræðum við DC United í bandarísku MLS-deildinni. Það var íslenski miðillinn 433.is sem greindi frá því í gær að Gylfi væri í viðræðum við DC United. Viðræðurnar hafi þokast vel og mun hann heimsækja félagið á næstu dögum ef marka má heimildir miðilsins. Nú hafa nokkrir breskir miðlar greint frá svipuðum fréttum, en þó má ætla að þeirra fréttaflutningur byggist á umræddri umfjöllun 433.is um málið. Meðal miðla sem segja frá málunu eru The Daily Mail sem vísar í The Sun í sinni umfjöllun, en The Sun segir ekki til um hvaðan heimildirnar koma. 🚨 Gylfi Sigurdsson is set to sign for Wayne Rooney's DC United in MLS one year after leaving Everton. 👀🇮🇸(Source: @MailSport) pic.twitter.com/89dO1TwVAV— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) June 26, 2023 Eins og áður segir hafa margir velt framtíð Gylfa Þórs fyrir sér undanfarnar vikur og mánuði eftir að mál gegn honum var látið niður falla. Gylfi hefur ekki spilað fótbolta síðan í maí árið 2021 eftir að hann var handtekinn af bresku lögreglunni vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Gylfi var þá leikmaður Everton í ensku úrvalsdeildinni. Á meðan rannsókn á málinu stóð var Gylfi í farbanni og sást lítið meðal almennings. Málið var hins vegar látið niður falla fyrr á þessu ári og er hann nú frjáls ferða sinna. Í gær var svo fjallað um það hér á Vísi að Gylfi sé að skoða sín mál og íhugi að spila í Bandaríkjunum eða Katar. Um það var rætt í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977, en þar segir að Gylfi Þór sé líka með tilboð frá Val. „Það hafa verið háværar sögusagnir um að Gylfi Þór gæti farið í Val. Samkvæmt mínum heimildum þá átti sér stað fundur milli hans og Vals,“ sagði Elvar Geir Magnússon meðal annars í þættinum. „Hugur Gylfa Þórs beinist víst frekar að Bandaríkjunum og Katar. Það er möguleiki á því að hann fari í MLS-deildina og þá er víst áhugi frá Al Arabi í Katar,“ bætti Elvar Geir við. Þar með gæti Gylfi Þór orðið samherji Arons Einars Gunnarssonar, en ef marka má umfjöllun 433.is um málið gæti Gylfi frekað orðið samherji Guðlaugs Victors Pálssonar hjá DC United og leikið þar undir stjórn Wayne Rooney, fyrrverandi samherja síns hjá Everton. Rannsaka bakgrunn Gylfa Það eru þó fleiri en miðlar hér á Íslandi og slúðurmiðlar á Bretlandseyjum sem segja frá mögulegum framtíðarmöguleikum Gylfa, en Pablo Iglesias Maurer, íþróttablaðamaður hjá The Athletic, segir ennig frá því að Gylfi sé í viðræðum við DC United. Hann segir þó að viðræðurnar séu á frumstigi. Þá segir Maurer frá því að félagið hafi ráðið utanaðkomandi fyrirtæki til að rannsaka bakgrunn Gylfa og það sem hefur gengið á á síðustu árum. Aldrei hefur opinberlega komið fram hvað það var nákvæmlega sem gerðist, en eins og áður segir var málið á hendur Gylfa látið niður falla fyrr á þessu ári. NEW: DC United are in talks with former Everton & Iceland national team midfielder Gylfi Sigurdsson. Talks in preliminary stages. Summer transfer.Club has hired an outside firm to investigate the player's background, I'm told. On @TheAthleticSCCR: https://t.co/OTkODMtp0R— Pablo Iglesias Maurer (@MLSist) June 26, 2023 Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríski fótboltinn Enski boltinn Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Körfubolti Fleiri fréttir Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Nottingham Forest - Chelsea | Starfið undir hjá Ange? Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Sjá meira
Það var íslenski miðillinn 433.is sem greindi frá því í gær að Gylfi væri í viðræðum við DC United. Viðræðurnar hafi þokast vel og mun hann heimsækja félagið á næstu dögum ef marka má heimildir miðilsins. Nú hafa nokkrir breskir miðlar greint frá svipuðum fréttum, en þó má ætla að þeirra fréttaflutningur byggist á umræddri umfjöllun 433.is um málið. Meðal miðla sem segja frá málunu eru The Daily Mail sem vísar í The Sun í sinni umfjöllun, en The Sun segir ekki til um hvaðan heimildirnar koma. 🚨 Gylfi Sigurdsson is set to sign for Wayne Rooney's DC United in MLS one year after leaving Everton. 👀🇮🇸(Source: @MailSport) pic.twitter.com/89dO1TwVAV— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) June 26, 2023 Eins og áður segir hafa margir velt framtíð Gylfa Þórs fyrir sér undanfarnar vikur og mánuði eftir að mál gegn honum var látið niður falla. Gylfi hefur ekki spilað fótbolta síðan í maí árið 2021 eftir að hann var handtekinn af bresku lögreglunni vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Gylfi var þá leikmaður Everton í ensku úrvalsdeildinni. Á meðan rannsókn á málinu stóð var Gylfi í farbanni og sást lítið meðal almennings. Málið var hins vegar látið niður falla fyrr á þessu ári og er hann nú frjáls ferða sinna. Í gær var svo fjallað um það hér á Vísi að Gylfi sé að skoða sín mál og íhugi að spila í Bandaríkjunum eða Katar. Um það var rætt í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977, en þar segir að Gylfi Þór sé líka með tilboð frá Val. „Það hafa verið háværar sögusagnir um að Gylfi Þór gæti farið í Val. Samkvæmt mínum heimildum þá átti sér stað fundur milli hans og Vals,“ sagði Elvar Geir Magnússon meðal annars í þættinum. „Hugur Gylfa Þórs beinist víst frekar að Bandaríkjunum og Katar. Það er möguleiki á því að hann fari í MLS-deildina og þá er víst áhugi frá Al Arabi í Katar,“ bætti Elvar Geir við. Þar með gæti Gylfi Þór orðið samherji Arons Einars Gunnarssonar, en ef marka má umfjöllun 433.is um málið gæti Gylfi frekað orðið samherji Guðlaugs Victors Pálssonar hjá DC United og leikið þar undir stjórn Wayne Rooney, fyrrverandi samherja síns hjá Everton. Rannsaka bakgrunn Gylfa Það eru þó fleiri en miðlar hér á Íslandi og slúðurmiðlar á Bretlandseyjum sem segja frá mögulegum framtíðarmöguleikum Gylfa, en Pablo Iglesias Maurer, íþróttablaðamaður hjá The Athletic, segir ennig frá því að Gylfi sé í viðræðum við DC United. Hann segir þó að viðræðurnar séu á frumstigi. Þá segir Maurer frá því að félagið hafi ráðið utanaðkomandi fyrirtæki til að rannsaka bakgrunn Gylfa og það sem hefur gengið á á síðustu árum. Aldrei hefur opinberlega komið fram hvað það var nákvæmlega sem gerðist, en eins og áður segir var málið á hendur Gylfa látið niður falla fyrr á þessu ári. NEW: DC United are in talks with former Everton & Iceland national team midfielder Gylfi Sigurdsson. Talks in preliminary stages. Summer transfer.Club has hired an outside firm to investigate the player's background, I'm told. On @TheAthleticSCCR: https://t.co/OTkODMtp0R— Pablo Iglesias Maurer (@MLSist) June 26, 2023 Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríski fótboltinn Enski boltinn Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Körfubolti Fleiri fréttir Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Nottingham Forest - Chelsea | Starfið undir hjá Ange? Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Sjá meira