Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Tindastóll 0-1 | Stólarnir með dýrmætan útisigur Jón Már Ferro skrifar 26. júní 2023 22:32 VÍSIR/HULDA MARGRÉT Keflavík og Tindastóll áttust við í 10. umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Liðin sátu í 7. og 8. sæti deildarinnar og þurftu bæði á sigri að halda til að slíta sig frá botnbaráttunni. Aðeins eitt mark leit dagsins ljós í kvöld og réð það því úrslitum leiksins. Murielle Tiernan skoraði fyrir gestina úr skyndisókn um miðjan fyrri hálfleik og þær fara því með öll þrjú stigin heim í Skagafjörðinn og lyfta sér einu stigi upp fyrir ÍBV í botnbaráttunni. Fyrri hálfleikur Fyrsta færi leiksins kom á sjöttu mínútu þegar Laufey Harpa Halldórsdóttir tók hornspyrnu frá hægri inn að marki Keflavíkur. Vera Varis markvörður Keflavíkur þurfti að kýla boltann í burtu inni í markteignum þar sem nánast allir leikmenn vallarins höfðu safnast saman. Tveimur mínútum síðar var Tindastóll aftur komið í gott færi. Aldís María Jóhannsdóttir komst upp hægra megin, gaf fasta sendingu inn á teiginn sem Vera Varis sló boltann sem datt inn í miðjum teignum. Til allrar hamingju fyrir Keflavíkinga þá náðu þær að koma boltanum í burtu á síðustu stundu. Fyrsta hættulega færi Keflavíkur kom um mínútu síðar. Þá komst Dröfn Einarsdóttir í fína stöðu innan vítateigs Tindastóls. Skot hennar fór á mitt markið og Monica Elisabeth Wilhelm, markvörður Tindastóls var ekki í miklum vandræðum. Hugrún Pálsóttir komst ein á móti marki eftir að hún hafði farið framhjá Veru Varis í marki Keflavíkur. Skot hennar fór á ótrúlegan hátt rétt framhjá markinu. Þarna hefði Tindastóll átt að komast einu marki yfir en Keflavík slapp með skrekkinn. Um tveimur mínútum síðar var Keflavík nálægt því að komast yfir. Dröfn Einarsdóttir fékk boltann í miðjum teignum eftir að Monica Wilhelm varði skot Söndru Voitan. Dröfn lagði boltann fyrir vinstri fótinn en skaut rétt framhjá markinu. Bæði lið höfðu, þegar þarna var komið við sögu, fengið sitthvort dauðafærið án þess að skora. Þremur mínútum síðar fékk hin stórhættulega Linli Tu góða sendingu inn á teiginn. Skot hennar fór yfir markið eftir að Monica Wilhelm hafði komið út úr markinu og gert Linli erfitt fyrir. Eftir það tók Keflavík völdin úti á vellinum án þess að skapa mikið af færum. Á 24. mínútu reyndu Keflvíkingar að skora eftir tvær fyrirgjafir. Seinni fyrirgjöfina hreinsuðu Stólarnir upp völlinn. Murielle Tiernan fékk boltann, rakti boltann í átt að varnarmönnum Keflavíkur og reyndi stungusendingu á Aldísi Maríu Jóhannsdóttur. Sendingin var of löng og í hendur Veru Varis. Í átta mínútur í viðbót var markalaust þangað til að Murielle Tiernan lagði boltann niður í vinstra hornið úr miðjum teignum. Undirbúningurinn var í boði Aldísar Maríu sem komst upp að endamörkum hægra megin og renndi boltanum fyrir markið með fyrrnefndnum afleiðingum. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks gerðist ekki mikið annað en að Aníta Lind Daníelsdóttir tók aukaspyrnu í slána langt utan af velli. Sannkölluð Ronaldinho spyrna, líkt og á HM 2002 í leik Brasilíu og Englands. Seinni hálfleikur Í rauninni gerðist ekki mikið eftir mark Tindastóls. Það gerðist nánast ekkert frá upphafi síðari hálfleiks þangað til að Tindastóll sótti hornspyrnu sem Hannah Jane Cade tók á 52. mínútu. Spyrnan var frábær en boltinn datt fyrir fætur Murielle Tiernan. Skot hennar var laust og endaði í höndum Veru Varis. Næsta markverða sem gerðist var skot sem Madison Wolfboauer tók langt utan af velli. Lítil hætta skapaðist. Frá því fyrri hálfleikurinn hófst var Keflavík meira með boltann en komst ekki nálægt markinu fyrr en að Kristrún Ýr Holm var við það að stýra fyrirgjöf frá hægri á markið. Boltinn fór af varnarmanni Tindastóls sem var í baráttunni við Kristrúnu og þaðan í horn. Hornspyrnan fór yfir allan pakkann og endaði sóknin á að varamaðurinn Elfa Karen Magnúsdóttir var dæmd rangstæð. Nokkrum mínútum síðar var Tindastóll nálægt því að komast í gott færi eftir skyndisókn. Krista Sól Nielsen vann boltann á eigin vallarhelming og hljóp með hann í átt að varnarmönnum Keflavíkur. Stungsending Kristu á Murielle Tiernan var fín en varnarmenn Keflavíkur gerðu vel og lokuðu á að hún kæmist í gott færi. Tindastóll fékk hornspyrnu sem Hannah tók en var hreinsuð í burtu af nærstönginni. Keflavík átti næst skot á 80. mínútu. Það var í raun misheppnuð fyrirgjöf Drafnar Einarsdóttur sem fór beint í hendur Monicu Wilhelm í markinu. Þremur mínútum síðar átti Elísa Bríet Björnsdóttri fast skot í slána. Murielle lagði boltann fyrir Bríeti innan teigs en nokkrum sentimetrum munaði á að staðan væri 0-2 fyrir Tindastól. Örfáum mínútum síðar fékk Murielle dauðafæri. Hún komst ein í gegn rétt fyrir aftan miðju. Vera Varis kom út á móti og varði skot Murielle sem var beint á hana. Vörn Keflavíkur var mjög ofarlega á vellinum og mátti þakka Veru fyrir að staðan væri ekki verri. Það sem eftir lifði leiks fékk Keflavík fínar stöður innan teigs Tindastóls án þess að nýta sér það. Eins marks útisigur Tindastóls því staðreynd. „Gerðum nóg til að vinna leikinn“ Jonathan Glenn var eðlilega mjög ósáttur með að tapa á heimavelli gegn liði sem er neðar í töflunni. „Fótbolti er ekki alltaf sanngjarn. Við stjórnuðum þessum leik frá upphafi til enda og sköpuðum svo mikið af tækifærum. Við hefðum átt að vinna þennan leik. Þannig að við erum mjög vonsvikin. Þetta var leikur sem við vildum vinna og þurftum í raun að vinna,“ sagði Glenn. Það vantaði bit fram á við hjá Keflavík sem stjórnaði leiknum með boltann. „Þegar við komust á síðasta þriðjung vallarins þurfum við að vera beinskeittari. Þurfum að sýna meiri vilja til að klára sóknirnar. Þær voru hættulegar og héldu áfram að senda langa bolta fram völlinn. Það gerðist í markinu en á heildina litið hefðum við átt að vinna,“ segir Glenn. Það var mikið um langa bolta fram völlinn úr vörn Tindastóls. „Þær sköpuðu ekki mikið en þær fundum Murielle nokkrum sinnum. Eðlilega finnurðu framherjann ef þú sparkar boltanum hundrað sinnum fram. Við sköpuðum mikið meira en þær og þess vegna er þetta svona svekkjandi. Okkur líður eins og við höfum gert nóg til að vinna þennan leik,“ sagði svekktur Glenn að lokum. „Þurftum að sýna gríðarlega mikla kvennmennsku“ Halldór Jón Sigurðsson eða Donni eins og hann er iðulega kallaður, var mjög sáttur eftir leik.Vísir/Bára Dröfn „Ég er yfir mig hamingjusamur með þennan sigur. Það hafa mörg lið flaskað á því að koma til Keflavíkur og taka þrjú stig. Keflavíkurliðið er bara mjög gott og erfitt við að eiga. Líkamlega sterkar, fljótar og fylgnar sér. Eins ég sagði fyrir leikinn þá þurftum við að sýna gríðarlega mikla kvennmennsku,“ segir Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls. Hann er iðulega kallaður Donni. Leikplan Tindastóls gekk fullkomlega upp. Donni var ekkert að fara í kringum hvað planið var og uppljóstraði því fyrir alþjóð. „Við ætluðum að sækja á veikleikana þeirra. Á bakvið vinstri bakvörðinn og eftir það að koma boltanum fyrir eins og við höfum gert í mörgum leikjum hjá okkur. Mér fannst markið algjörlega frábært. Eftir það fannst mér við bregðast vel við. Einbeitingin þurfti að vera extra mikil eftir markið. Ég var ekkert sérstaklega áhyggjufullur. Þótt maður sé alltaf smá áhyggjufullur í lokin,“ segir Donni. Veikleikar Keflavíkur eru augljósir að mati Donna. „Við vildum að hægri hafsentinn væri með boltann og hún mátti gera það sem hún vildi. Við vildum loka á þeirra styrkleika sem er Linli Tu og eftir það ætlaði hún að senda innfyrir á hinar. Við ætluðum að sækja á þeirra veikleika sem var þá vinstri bakvörðurinn og í raun vinstri hafsentinn varnarlega. Þótt hún sé góð í uppspilinu. Þetta var ekkert sérlega flókið upplegg í dag,“ segir Donni. Besta deild kvenna Keflavík ÍF Tindastóll
Keflavík og Tindastóll áttust við í 10. umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Liðin sátu í 7. og 8. sæti deildarinnar og þurftu bæði á sigri að halda til að slíta sig frá botnbaráttunni. Aðeins eitt mark leit dagsins ljós í kvöld og réð það því úrslitum leiksins. Murielle Tiernan skoraði fyrir gestina úr skyndisókn um miðjan fyrri hálfleik og þær fara því með öll þrjú stigin heim í Skagafjörðinn og lyfta sér einu stigi upp fyrir ÍBV í botnbaráttunni. Fyrri hálfleikur Fyrsta færi leiksins kom á sjöttu mínútu þegar Laufey Harpa Halldórsdóttir tók hornspyrnu frá hægri inn að marki Keflavíkur. Vera Varis markvörður Keflavíkur þurfti að kýla boltann í burtu inni í markteignum þar sem nánast allir leikmenn vallarins höfðu safnast saman. Tveimur mínútum síðar var Tindastóll aftur komið í gott færi. Aldís María Jóhannsdóttir komst upp hægra megin, gaf fasta sendingu inn á teiginn sem Vera Varis sló boltann sem datt inn í miðjum teignum. Til allrar hamingju fyrir Keflavíkinga þá náðu þær að koma boltanum í burtu á síðustu stundu. Fyrsta hættulega færi Keflavíkur kom um mínútu síðar. Þá komst Dröfn Einarsdóttir í fína stöðu innan vítateigs Tindastóls. Skot hennar fór á mitt markið og Monica Elisabeth Wilhelm, markvörður Tindastóls var ekki í miklum vandræðum. Hugrún Pálsóttir komst ein á móti marki eftir að hún hafði farið framhjá Veru Varis í marki Keflavíkur. Skot hennar fór á ótrúlegan hátt rétt framhjá markinu. Þarna hefði Tindastóll átt að komast einu marki yfir en Keflavík slapp með skrekkinn. Um tveimur mínútum síðar var Keflavík nálægt því að komast yfir. Dröfn Einarsdóttir fékk boltann í miðjum teignum eftir að Monica Wilhelm varði skot Söndru Voitan. Dröfn lagði boltann fyrir vinstri fótinn en skaut rétt framhjá markinu. Bæði lið höfðu, þegar þarna var komið við sögu, fengið sitthvort dauðafærið án þess að skora. Þremur mínútum síðar fékk hin stórhættulega Linli Tu góða sendingu inn á teiginn. Skot hennar fór yfir markið eftir að Monica Wilhelm hafði komið út úr markinu og gert Linli erfitt fyrir. Eftir það tók Keflavík völdin úti á vellinum án þess að skapa mikið af færum. Á 24. mínútu reyndu Keflvíkingar að skora eftir tvær fyrirgjafir. Seinni fyrirgjöfina hreinsuðu Stólarnir upp völlinn. Murielle Tiernan fékk boltann, rakti boltann í átt að varnarmönnum Keflavíkur og reyndi stungusendingu á Aldísi Maríu Jóhannsdóttur. Sendingin var of löng og í hendur Veru Varis. Í átta mínútur í viðbót var markalaust þangað til að Murielle Tiernan lagði boltann niður í vinstra hornið úr miðjum teignum. Undirbúningurinn var í boði Aldísar Maríu sem komst upp að endamörkum hægra megin og renndi boltanum fyrir markið með fyrrnefndnum afleiðingum. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks gerðist ekki mikið annað en að Aníta Lind Daníelsdóttir tók aukaspyrnu í slána langt utan af velli. Sannkölluð Ronaldinho spyrna, líkt og á HM 2002 í leik Brasilíu og Englands. Seinni hálfleikur Í rauninni gerðist ekki mikið eftir mark Tindastóls. Það gerðist nánast ekkert frá upphafi síðari hálfleiks þangað til að Tindastóll sótti hornspyrnu sem Hannah Jane Cade tók á 52. mínútu. Spyrnan var frábær en boltinn datt fyrir fætur Murielle Tiernan. Skot hennar var laust og endaði í höndum Veru Varis. Næsta markverða sem gerðist var skot sem Madison Wolfboauer tók langt utan af velli. Lítil hætta skapaðist. Frá því fyrri hálfleikurinn hófst var Keflavík meira með boltann en komst ekki nálægt markinu fyrr en að Kristrún Ýr Holm var við það að stýra fyrirgjöf frá hægri á markið. Boltinn fór af varnarmanni Tindastóls sem var í baráttunni við Kristrúnu og þaðan í horn. Hornspyrnan fór yfir allan pakkann og endaði sóknin á að varamaðurinn Elfa Karen Magnúsdóttir var dæmd rangstæð. Nokkrum mínútum síðar var Tindastóll nálægt því að komast í gott færi eftir skyndisókn. Krista Sól Nielsen vann boltann á eigin vallarhelming og hljóp með hann í átt að varnarmönnum Keflavíkur. Stungsending Kristu á Murielle Tiernan var fín en varnarmenn Keflavíkur gerðu vel og lokuðu á að hún kæmist í gott færi. Tindastóll fékk hornspyrnu sem Hannah tók en var hreinsuð í burtu af nærstönginni. Keflavík átti næst skot á 80. mínútu. Það var í raun misheppnuð fyrirgjöf Drafnar Einarsdóttur sem fór beint í hendur Monicu Wilhelm í markinu. Þremur mínútum síðar átti Elísa Bríet Björnsdóttri fast skot í slána. Murielle lagði boltann fyrir Bríeti innan teigs en nokkrum sentimetrum munaði á að staðan væri 0-2 fyrir Tindastól. Örfáum mínútum síðar fékk Murielle dauðafæri. Hún komst ein í gegn rétt fyrir aftan miðju. Vera Varis kom út á móti og varði skot Murielle sem var beint á hana. Vörn Keflavíkur var mjög ofarlega á vellinum og mátti þakka Veru fyrir að staðan væri ekki verri. Það sem eftir lifði leiks fékk Keflavík fínar stöður innan teigs Tindastóls án þess að nýta sér það. Eins marks útisigur Tindastóls því staðreynd. „Gerðum nóg til að vinna leikinn“ Jonathan Glenn var eðlilega mjög ósáttur með að tapa á heimavelli gegn liði sem er neðar í töflunni. „Fótbolti er ekki alltaf sanngjarn. Við stjórnuðum þessum leik frá upphafi til enda og sköpuðum svo mikið af tækifærum. Við hefðum átt að vinna þennan leik. Þannig að við erum mjög vonsvikin. Þetta var leikur sem við vildum vinna og þurftum í raun að vinna,“ sagði Glenn. Það vantaði bit fram á við hjá Keflavík sem stjórnaði leiknum með boltann. „Þegar við komust á síðasta þriðjung vallarins þurfum við að vera beinskeittari. Þurfum að sýna meiri vilja til að klára sóknirnar. Þær voru hættulegar og héldu áfram að senda langa bolta fram völlinn. Það gerðist í markinu en á heildina litið hefðum við átt að vinna,“ segir Glenn. Það var mikið um langa bolta fram völlinn úr vörn Tindastóls. „Þær sköpuðu ekki mikið en þær fundum Murielle nokkrum sinnum. Eðlilega finnurðu framherjann ef þú sparkar boltanum hundrað sinnum fram. Við sköpuðum mikið meira en þær og þess vegna er þetta svona svekkjandi. Okkur líður eins og við höfum gert nóg til að vinna þennan leik,“ sagði svekktur Glenn að lokum. „Þurftum að sýna gríðarlega mikla kvennmennsku“ Halldór Jón Sigurðsson eða Donni eins og hann er iðulega kallaður, var mjög sáttur eftir leik.Vísir/Bára Dröfn „Ég er yfir mig hamingjusamur með þennan sigur. Það hafa mörg lið flaskað á því að koma til Keflavíkur og taka þrjú stig. Keflavíkurliðið er bara mjög gott og erfitt við að eiga. Líkamlega sterkar, fljótar og fylgnar sér. Eins ég sagði fyrir leikinn þá þurftum við að sýna gríðarlega mikla kvennmennsku,“ segir Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls. Hann er iðulega kallaður Donni. Leikplan Tindastóls gekk fullkomlega upp. Donni var ekkert að fara í kringum hvað planið var og uppljóstraði því fyrir alþjóð. „Við ætluðum að sækja á veikleikana þeirra. Á bakvið vinstri bakvörðinn og eftir það að koma boltanum fyrir eins og við höfum gert í mörgum leikjum hjá okkur. Mér fannst markið algjörlega frábært. Eftir það fannst mér við bregðast vel við. Einbeitingin þurfti að vera extra mikil eftir markið. Ég var ekkert sérstaklega áhyggjufullur. Þótt maður sé alltaf smá áhyggjufullur í lokin,“ segir Donni. Veikleikar Keflavíkur eru augljósir að mati Donna. „Við vildum að hægri hafsentinn væri með boltann og hún mátti gera það sem hún vildi. Við vildum loka á þeirra styrkleika sem er Linli Tu og eftir það ætlaði hún að senda innfyrir á hinar. Við ætluðum að sækja á þeirra veikleika sem var þá vinstri bakvörðurinn og í raun vinstri hafsentinn varnarlega. Þótt hún sé góð í uppspilinu. Þetta var ekkert sérlega flókið upplegg í dag,“ segir Donni.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti