Enski boltinn

Chelsea nælir í fram­herja Villareal

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Nýjasta viðbótin við leikmannahóp Chelsea.
Nýjasta viðbótin við leikmannahóp Chelsea. Aitor Alcalde Colomer/Getty Images

Framherjinn Nicolas Jackson hefur staðist læknisskoðun hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea og styttist í að hann verði kynntur til leiks sem nýjasti leikmaður liðsins. Talið er að samningur hans gildi til ársins 2031.

Þetta staðfestir David Ornstein, blaðamaður The Athletic, en hann er oftar en ekki fyrstur með fréttirnar þegar kemur að félagaskiptum enskra úrvalsdeildarliða sem staðsett eru í London.

Hinn 22 ára gamli Jackson kemur frá Villareal á Spáni en er frá Senegal. Hann skoraði 13 mörk og gaf 5 stoðsendingar í 38 leikjum í öllum keppnum á síðustu leiktíð. Borgar Chelsea rétt yfir 35 milljónir evra [rúma 5 milljarða íslenskra króna] fyrir leikmanninn.

Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Chelsea á þessu ári en í janúar festi félagið kaup á þónokkrum leikmönnum. Í sumar stefnir í að fjöldi leikmanna yfirgefi Chelsea sem og nokkrir yngri, á lægri samningum, komi inn. Meira um það á Vísi í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×