„Neyðin er mikil hjá gæludýrum á Íslandi“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. júní 2023 07:45 Formaður Dýrfinnu hvetur fólk í leit að gæludýrum á heimilið til þess að ættleiða eldri dýr. Dýraathvörf eru full af dýrum sem vantar ný heimili. Vísir/Vilhelm Dýraathvörf hérlendis fyrir heimilislaus dýr eru full og tilvikum þar sem gæludýr eru skilin eftir á vergangi fer fjölgandi. Þetta segir formaður Dýrfinnu, sem segir neyðina mikla og hvetur fjölskyldur til þess að íhuga frekar að taka að sér eldri dýr frekar en þau yngri. Húsnæðismarkaðurinn og strangar reglur um gæludýrahald spili stóran þátt í neyð dýranna. „Neyðin er mikil hjá gæludýrum á Íslandi og það vilja allir kettlinga og hvolpa á meðan dýr sem eru eldri en eins árs sitja eftir,“ segir Anna Margrét Áslaugardóttir, formaður Dýrfinnu í samtali við Vísi. Fjölda dýra í athvörfum nú rekur hún til vinsælda gæludýra í heimsfaraldrinum en einnig til strangra reglna um gæludýrahald. „Við erum að sjá mikið meira um það núna að fólk er að losa sig við dýrin og fólk virðist meðal annars vera farið að skilja dýr eftir úti og eftir faraldurinn höfum við til dæmis fundið ketti á vergangi sem eru ógeldir, ómerktir og hafa ekki farið í neinar læknisheimsóknir sem brýtur auðvitað gegn kattasamþykktum allra sveitarfélaga.“ Hún segir gæludýrahald ekki leyfilegt í stærstum hluta leiguíbúða. „Og við vitum um dæmi þar sem fólk sem átt hefur gæludýr í leiguíbúð í mörg ár þarf skyndilega að gefa frá sér fjölskyldumeðlimi til þess að lenda hreinlega ekki á götunni. Erlendis gera leigusalar víða samning við leigutaka um greiðslu ef gæludýr valda skemmdum. Það væri breyting til batnaðar að sjá þetta hér af því að þetta eru engin villidýr, þetta eru gæludýr.“ Anna Margrét hvetur þá sem eru í leit að gæludýrum til þess að taka að sér eldri dýr.Vísir Hvetur fólk til að íhuga að taka að sér eldri dýr Anna hvetur fólk til þess að koma gæludýrum sínum fyrir á viðeigandi stað ef það er ekki lengur pláss fyrir þau á heimilum. Hægt sé að tala við hina ýmsu aðila líkt og Kattholt, Villiketti og Dýrahjálp Íslands þar sem alltaf sé vilji til að finna út úr málunum. „Það að taka að sér dýr sem er orðið eins árs eða eldra getur verið miklu auðveldara, meira gefandi go skemmtilegra en að taka að sér ungviði,“ segir Anna og segir fleiri upplýsingar fyrir hendi um það hvers konar karakter viðkomandi gæludýr sé. „Kettlingar til dæmis eiga enn eftir að mótast og eru oft teknir of snemma af læðunni og hafa þá ekki fengið alla kennsluna sem þeir þurfa. Þá lendir fólk í atferlisvandamálum þar sem kettlingar til að mynda stökkva á alla sem labba fram hjá og bíta í ökkla. Kettlingar þurfa gríðarlega mikla örvun og umhverfisþjálfun, sem er ekki fyrir alla.“ Eldri dýr þurfi ekki eins mikla yfirsetu og umsjá. „Og eru gjörn á að sýna þakklæti sitt og skila því margfalt til baka til nýrra eigenda.“ Gæludýr Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
„Neyðin er mikil hjá gæludýrum á Íslandi og það vilja allir kettlinga og hvolpa á meðan dýr sem eru eldri en eins árs sitja eftir,“ segir Anna Margrét Áslaugardóttir, formaður Dýrfinnu í samtali við Vísi. Fjölda dýra í athvörfum nú rekur hún til vinsælda gæludýra í heimsfaraldrinum en einnig til strangra reglna um gæludýrahald. „Við erum að sjá mikið meira um það núna að fólk er að losa sig við dýrin og fólk virðist meðal annars vera farið að skilja dýr eftir úti og eftir faraldurinn höfum við til dæmis fundið ketti á vergangi sem eru ógeldir, ómerktir og hafa ekki farið í neinar læknisheimsóknir sem brýtur auðvitað gegn kattasamþykktum allra sveitarfélaga.“ Hún segir gæludýrahald ekki leyfilegt í stærstum hluta leiguíbúða. „Og við vitum um dæmi þar sem fólk sem átt hefur gæludýr í leiguíbúð í mörg ár þarf skyndilega að gefa frá sér fjölskyldumeðlimi til þess að lenda hreinlega ekki á götunni. Erlendis gera leigusalar víða samning við leigutaka um greiðslu ef gæludýr valda skemmdum. Það væri breyting til batnaðar að sjá þetta hér af því að þetta eru engin villidýr, þetta eru gæludýr.“ Anna Margrét hvetur þá sem eru í leit að gæludýrum til þess að taka að sér eldri dýr.Vísir Hvetur fólk til að íhuga að taka að sér eldri dýr Anna hvetur fólk til þess að koma gæludýrum sínum fyrir á viðeigandi stað ef það er ekki lengur pláss fyrir þau á heimilum. Hægt sé að tala við hina ýmsu aðila líkt og Kattholt, Villiketti og Dýrahjálp Íslands þar sem alltaf sé vilji til að finna út úr málunum. „Það að taka að sér dýr sem er orðið eins árs eða eldra getur verið miklu auðveldara, meira gefandi go skemmtilegra en að taka að sér ungviði,“ segir Anna og segir fleiri upplýsingar fyrir hendi um það hvers konar karakter viðkomandi gæludýr sé. „Kettlingar til dæmis eiga enn eftir að mótast og eru oft teknir of snemma af læðunni og hafa þá ekki fengið alla kennsluna sem þeir þurfa. Þá lendir fólk í atferlisvandamálum þar sem kettlingar til að mynda stökkva á alla sem labba fram hjá og bíta í ökkla. Kettlingar þurfa gríðarlega mikla örvun og umhverfisþjálfun, sem er ekki fyrir alla.“ Eldri dýr þurfi ekki eins mikla yfirsetu og umsjá. „Og eru gjörn á að sýna þakklæti sitt og skila því margfalt til baka til nýrra eigenda.“
Gæludýr Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira