England byrjar af krafti og Frakkar lögðu Ítali Smári Jökull Jónsson skrifar 22. júní 2023 20:40 Emile Smith Rowe leikmaður Arsenal og U-21 árs liðs Englands skorar hér framhjá markverði Tékka í leik liðanna í dag. Vísir/Getty England vann 2-0 sigur á Tékkum í fyrsta leik liðsins á Evrópumóti U-21 árs landsliða sem hófst í Georgíu í dag. Þá unnu Frakkar góðan sigur á Ítölum í D-riðli. Keppni í C og D-riðlum á Evrópumóti U-21 árs landsliða í knattspyrnu hófst í dag. Mótið fer fram í Georgíu og Rúmeníu en alls tryggðu sextán þjóðir sér sæti í úrslitakeppninni. England er í riðli með Þjóðverjum, Ísrael og Tékklandi en þeir mættu einmitt síðastnefndu þjóðinni í dag. Jacob Ramsay, leikmaður Aston Villa, kom Englendingum yfir á 47. mínútu leiksins og Emile Smith-Rowe gulltryggði sigur Englands með marki í uppbótartíma. Anthony Gordon var í fremstu víglínu Englendinga í dag.Vísir/Getty Í hinum leik riðilsins mættust Þjóðverjar og Ísrael. Ísrael tók óvænt forystuna eftir tuttugu mínútna leik með marki frá Dor Turgeman en Yann Bisseck jafnaði metin fyrir Þýskaland úr víti sex mínútum síðar. Undir lok fyrri hálfleiks fékk Eden Karzev leikmaður Ísrael sitt annað gula spjald en þrátt fyrir það tókst Þjóðverjum ekki að tryggja sér sigur í síðari hálfleik. Jaessic Ngankam komst næst því að skora en Daniel Peretz markvörður Ísrael varði vítaspyrnu hans tíu mínútum fyrir leikslok. Frakkar höfðu betur í risaslagnum Í D-riðli mættust Sviss og Noregur í fyrri leik dagsins. Emil Ceide náði forystunni fyrir Norðmenn á 19. mínútu en Dan Ndoye jafnaði fyrir Sviss níu mínútum fyrir hálfleik. Það var svo Kastriot Imeri sem skoraði sigurmark Sviss í upphafi síðari hálfleiks og tryggði Svisslendingum 2-1 sigur. Stórleikur dagsins var leikur Frakklands og Ítalíu. Ýmis þekkt nöfn mátti finna í leikmannahópum beggja liða, til dæmis Khephren Thuram sem hefur verið orðaður við Liverpool síðustu daga, Ilan Meslier markvörð Leeds og Sandro Tonali leikmann AC Milan. Khephren Thuram var í byrjunarliði Frakka í dag en hann hefur verið sterklega orðaður við Liverpool síðustu vikur.Vísir/Getty Arnaud Kalimuendo skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Frakka á 22.mínútu en Pietro Pellegri jafnaði metin þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiks. Það voru hins vegar Frakkar sem tryggðu sér sigurinn í síðari hálfleiknum. Bradley Barcola skoraði sigurmarkið á 62. mínútu en hann leikur með Lyon í frönsku úrvalsdeildinni. Frakkar voru einum færri síðustu mínútur leiksins eftir að Loic Bade var rekinn af velli en Ítalir náðu ekki að nýta sér liðsmuninn. Ítalir komust afar nálægt því að jafna í lokin þegar þeir áttu skalla í stöngina áður en varnarmaður Frakka bjargaði á línu og það mögulega með hendi. Boltinn virtist sömuleiðis fara yfir línuna en hvorki er notast við marklínutækni né myndbandsdómgæslu á mótinu. Lokatölur 2-1 og Frakkland og Sviss eru því í efstu tveimur sætum D-riðils eftir fyrstu umferð Evrópumótsins. EM U21 í fótbolta 2023 Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Keppni í C og D-riðlum á Evrópumóti U-21 árs landsliða í knattspyrnu hófst í dag. Mótið fer fram í Georgíu og Rúmeníu en alls tryggðu sextán þjóðir sér sæti í úrslitakeppninni. England er í riðli með Þjóðverjum, Ísrael og Tékklandi en þeir mættu einmitt síðastnefndu þjóðinni í dag. Jacob Ramsay, leikmaður Aston Villa, kom Englendingum yfir á 47. mínútu leiksins og Emile Smith-Rowe gulltryggði sigur Englands með marki í uppbótartíma. Anthony Gordon var í fremstu víglínu Englendinga í dag.Vísir/Getty Í hinum leik riðilsins mættust Þjóðverjar og Ísrael. Ísrael tók óvænt forystuna eftir tuttugu mínútna leik með marki frá Dor Turgeman en Yann Bisseck jafnaði metin fyrir Þýskaland úr víti sex mínútum síðar. Undir lok fyrri hálfleiks fékk Eden Karzev leikmaður Ísrael sitt annað gula spjald en þrátt fyrir það tókst Þjóðverjum ekki að tryggja sér sigur í síðari hálfleik. Jaessic Ngankam komst næst því að skora en Daniel Peretz markvörður Ísrael varði vítaspyrnu hans tíu mínútum fyrir leikslok. Frakkar höfðu betur í risaslagnum Í D-riðli mættust Sviss og Noregur í fyrri leik dagsins. Emil Ceide náði forystunni fyrir Norðmenn á 19. mínútu en Dan Ndoye jafnaði fyrir Sviss níu mínútum fyrir hálfleik. Það var svo Kastriot Imeri sem skoraði sigurmark Sviss í upphafi síðari hálfleiks og tryggði Svisslendingum 2-1 sigur. Stórleikur dagsins var leikur Frakklands og Ítalíu. Ýmis þekkt nöfn mátti finna í leikmannahópum beggja liða, til dæmis Khephren Thuram sem hefur verið orðaður við Liverpool síðustu daga, Ilan Meslier markvörð Leeds og Sandro Tonali leikmann AC Milan. Khephren Thuram var í byrjunarliði Frakka í dag en hann hefur verið sterklega orðaður við Liverpool síðustu vikur.Vísir/Getty Arnaud Kalimuendo skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Frakka á 22.mínútu en Pietro Pellegri jafnaði metin þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiks. Það voru hins vegar Frakkar sem tryggðu sér sigurinn í síðari hálfleiknum. Bradley Barcola skoraði sigurmarkið á 62. mínútu en hann leikur með Lyon í frönsku úrvalsdeildinni. Frakkar voru einum færri síðustu mínútur leiksins eftir að Loic Bade var rekinn af velli en Ítalir náðu ekki að nýta sér liðsmuninn. Ítalir komust afar nálægt því að jafna í lokin þegar þeir áttu skalla í stöngina áður en varnarmaður Frakka bjargaði á línu og það mögulega með hendi. Boltinn virtist sömuleiðis fara yfir línuna en hvorki er notast við marklínutækni né myndbandsdómgæslu á mótinu. Lokatölur 2-1 og Frakkland og Sviss eru því í efstu tveimur sætum D-riðils eftir fyrstu umferð Evrópumótsins.
EM U21 í fótbolta 2023 Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira