Höfnuðu aftur risaboði sem hefði fært ÍA hundruð milljóna Sindri Sverrisson skrifar 22. júní 2023 11:31 Hákon Arnar Haraldsson er í miklum metum í Kaupmannahöfn og varð danskur meistari með FCK á dögunum. Getty/Lars Ronbog Landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson er svo sannarlega eftirsóttur en dönsku meistararnir í FC Kaupmannahöfn hafa nú hafnað öðru tilboði í hann, upp á yfir tvo milljarða íslenska króna. Þetta segir danski miðillinn Ekstra Bladet sem hefur eftir heimildum að FCK hafi hafnað tilboði frá stórliði Lille, sem varð franskur meistari fyrir tveimur árum. Ekstra Bladet segir að forráðamenn Lille og FCK hafi rætt um kaupverð upp á 15 milljónir evra, eða meira en 2,2 milljarða króna, en að FCK vilji meira. Engar viðræður séu í gangi sem stendur en að engum dyrum hafi verið lokað. Hákon, sem er aðeins tvítugur, var seldur frá ÍA til FCK fyrir fjórum árum og þá var samið um að ÍA fengi góðan hlut af næstu sölu Hákons. Eftir því sem Vísir kemst næst eru það um 20%, og miðað við það hefði það skilað ÍA á bilinu 400-500 milljónum króna ef FCK hefði samþykkt tilboð Lille. Enn eru tveir mánuðir til stefnu í félagaskiptaglugga sumarsins og ljóst að FCK ætlar að vanda sig vel til að fá sem hæsta upphæð fyrir Hákon. Ekstra Bladet segir að forráðamenn félagsins horfi til þess þegar Victor Kristiansen var seldur til Leicester en fyrir hann hafi fengist 150 milljónir danskra króna, eða um 3 milljarðar íslenskra króna. Í janúar greindi Ekstra Bladet frá því að FCK hefði hafnað tilboði frá Red Bull Salzburg í Hákon, og hljómaði það upp á 100 danskar milljónir að meðtöldum bónusgreiðslum,eða rétt tæplega tvo milljarða. Hákon lék 43 leiki og skoraði fimm mörk fyrir FCK á leiktíðinni sem var að ljúka og varð tvöfaldur meistari með liðinu, og danskur meistari annað árið í röð. Skagamaðurinn var í íslenska landsliðshópnum sem mætti Slóvakíu og Portúgal, og kom inn á sem varamaður í báðum leikjum. Alls hefur Hákon leikið ellefu A-landsleiki. Danski boltinn Franski boltinn Mest lesið Í beinni: Víkingur - Borac | Leikur sem gæti skilað Víkingum áfram Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ Í beinni: Víkingur - Borac | Leikur sem gæti skilað Víkingum áfram Ísland í riðli með Frökkum og Maríu Ragnar ráðinn til AGF „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Íslensku stelpurnar gætu lent í riðli með heimsmeisturunum Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni „Langar að svara fyrir okkur“ Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Atlético Madríd stal sigrinum í París Vandræði Madríd halda áfram Börsungar á bleiku skýi í Belgrað Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Glórulaus Mings kostaði Villa „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Inter áfram eftir þrjú mörk á ellefu mínútum í framlengingu Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Svona var blaðamannafundur Víkings Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Sjáðu þrennurnar hjá Díaz og Gyökeres og öll mörkin úr Meistaradeildinni Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Sjá meira
Þetta segir danski miðillinn Ekstra Bladet sem hefur eftir heimildum að FCK hafi hafnað tilboði frá stórliði Lille, sem varð franskur meistari fyrir tveimur árum. Ekstra Bladet segir að forráðamenn Lille og FCK hafi rætt um kaupverð upp á 15 milljónir evra, eða meira en 2,2 milljarða króna, en að FCK vilji meira. Engar viðræður séu í gangi sem stendur en að engum dyrum hafi verið lokað. Hákon, sem er aðeins tvítugur, var seldur frá ÍA til FCK fyrir fjórum árum og þá var samið um að ÍA fengi góðan hlut af næstu sölu Hákons. Eftir því sem Vísir kemst næst eru það um 20%, og miðað við það hefði það skilað ÍA á bilinu 400-500 milljónum króna ef FCK hefði samþykkt tilboð Lille. Enn eru tveir mánuðir til stefnu í félagaskiptaglugga sumarsins og ljóst að FCK ætlar að vanda sig vel til að fá sem hæsta upphæð fyrir Hákon. Ekstra Bladet segir að forráðamenn félagsins horfi til þess þegar Victor Kristiansen var seldur til Leicester en fyrir hann hafi fengist 150 milljónir danskra króna, eða um 3 milljarðar íslenskra króna. Í janúar greindi Ekstra Bladet frá því að FCK hefði hafnað tilboði frá Red Bull Salzburg í Hákon, og hljómaði það upp á 100 danskar milljónir að meðtöldum bónusgreiðslum,eða rétt tæplega tvo milljarða. Hákon lék 43 leiki og skoraði fimm mörk fyrir FCK á leiktíðinni sem var að ljúka og varð tvöfaldur meistari með liðinu, og danskur meistari annað árið í röð. Skagamaðurinn var í íslenska landsliðshópnum sem mætti Slóvakíu og Portúgal, og kom inn á sem varamaður í báðum leikjum. Alls hefur Hákon leikið ellefu A-landsleiki.
Danski boltinn Franski boltinn Mest lesið Í beinni: Víkingur - Borac | Leikur sem gæti skilað Víkingum áfram Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ Í beinni: Víkingur - Borac | Leikur sem gæti skilað Víkingum áfram Ísland í riðli með Frökkum og Maríu Ragnar ráðinn til AGF „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Íslensku stelpurnar gætu lent í riðli með heimsmeisturunum Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni „Langar að svara fyrir okkur“ Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Atlético Madríd stal sigrinum í París Vandræði Madríd halda áfram Börsungar á bleiku skýi í Belgrað Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Glórulaus Mings kostaði Villa „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Inter áfram eftir þrjú mörk á ellefu mínútum í framlengingu Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Svona var blaðamannafundur Víkings Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Sjáðu þrennurnar hjá Díaz og Gyökeres og öll mörkin úr Meistaradeildinni Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Sjá meira