Fjögur ný hótel rísa undir Eyjafjöllum og á Hvolsvelli Kristján Már Unnarsson skrifar 21. júní 2023 21:51 Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Einar Árnason Fjögur ný hótel eru í undirbúningi í Rangárþingi eystra með gistirými fyrir samtals um tvöþúsund manns. Þrjú hótelanna yrðu undir Eyjafjöllum og eitt á Hvolsvelli. Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að tvö hótelanna er verið að skipuleggja að Seljalandi en þar er Seljalandsfoss helsta aðdráttaraflið. Það er þó ekki í grennd við fossinn sem hótelin eru ráðgerð heldur sunnan hringvegarins niður með austurbakka Markarfljóts, í landi Eystra-Seljalands. Þar er þegar rekin gisting í smáhýsum en eigendur þeirra áforma einnig stækkun. Frá Seljalandi undir Eyjafjöllum.Einar Árnason „Þarna eru aðilar fyrir í rekstri. Svo eru þetta tvö verkefni sem eru að fara að stað, tvö stór hótelverkefni,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Hann segir skipulagsferli taka næstu átta til tólf mánuði og telur að smíði hótelanna gæti hafist næsta sumar. Gert er ráð fyrir fjögurhundruð herbergjum samtals á báðum hótelum, eða um tvöhundruð herbergjum á hvoru. Horft frá Steinum í átt að Holtsósi. Vestmannaeyjar úti við sjóndeildarhringinn hægra megin.Einar Árnason Stærstu byggingaáformin eru að Steinum undir Eyjafjöllum. Þar vilja menn reisa ferðaþjónustu við Holtsós. „Þar er verið að hugsa um uppbyggingu á mjög stórri spa-aðstöðu og sjóböðum og einu lúxushóteli, fimm stjörnu hóteli, og svo öðru vegahóteli, tvöhundruð herbergja hóteli, ásamt einum tvöhundruð smáhýsum. Þetta yrði gistirými fyrir örugglega hátt í þúsund manns, kannski rúmlega það,“ segir sveitarstjórinn. Frá Steinum undir Eyjafjöllum.Einar Árnason En það er ekki bara í sveitinni, það er einnig á Hvolsvelli sem menn eru að huga að byggingu hótels. „Hér út við Lava eru að hefjast byggingaframkvæmdir á fyrsta áfanga tvöhundruð herbergja hótels. Og svo er hérna verslunarmiðstöð í deiglunni líka milli N1 og apóteksins. Og svo íbúðabyggingar í fullum gangi því einhversstaðar þarf fólk að búa líka sem kemur og starfar hjá okkur.“ Frá Hvolsvelli.Stöð 2 Sveitarstjórinn telur fulla þörf á meira gistirými. „Hér er í okkar sveitarfélagi öll gisting, eins og til dæmis í sumar og langt fram á haust, löngu uppseld. Og ekkert lát á. Við sjáum þetta bara á umferðinni sem er hér í gegn. Þannig að menn eru að grípa tækifærið,“ segir Anton Kári Halldórsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Rangárþing eystra Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Hótel á Íslandi Byggingariðnaður Tengdar fréttir Telja fjölda ferðamanna í ár geta jafnað fyrra met Nýjar tölur benda til þess að fleiri ferðamenn komi til landsins í ár en áður hafði verið spáð. Umferð á ferðamannstöðum á Suðurlandi er það mikil þessa dagana að þar telja menn að þetta ár verði ekki síðra en það sem áður var best. 13. júní 2023 23:00 Útlit fyrir að 2023 muni toppa árin fyrir faraldur Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir útlit fyrir að árið í ár verði stærra fyrir greinina en árin fyrir Covid. Nýjar tölur Hagstofunnar sýna mikinn vöxt ferðaþjónustu frá því á síðasta ári. 15. júní 2023 11:43 Mest lesið Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að tvö hótelanna er verið að skipuleggja að Seljalandi en þar er Seljalandsfoss helsta aðdráttaraflið. Það er þó ekki í grennd við fossinn sem hótelin eru ráðgerð heldur sunnan hringvegarins niður með austurbakka Markarfljóts, í landi Eystra-Seljalands. Þar er þegar rekin gisting í smáhýsum en eigendur þeirra áforma einnig stækkun. Frá Seljalandi undir Eyjafjöllum.Einar Árnason „Þarna eru aðilar fyrir í rekstri. Svo eru þetta tvö verkefni sem eru að fara að stað, tvö stór hótelverkefni,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Hann segir skipulagsferli taka næstu átta til tólf mánuði og telur að smíði hótelanna gæti hafist næsta sumar. Gert er ráð fyrir fjögurhundruð herbergjum samtals á báðum hótelum, eða um tvöhundruð herbergjum á hvoru. Horft frá Steinum í átt að Holtsósi. Vestmannaeyjar úti við sjóndeildarhringinn hægra megin.Einar Árnason Stærstu byggingaáformin eru að Steinum undir Eyjafjöllum. Þar vilja menn reisa ferðaþjónustu við Holtsós. „Þar er verið að hugsa um uppbyggingu á mjög stórri spa-aðstöðu og sjóböðum og einu lúxushóteli, fimm stjörnu hóteli, og svo öðru vegahóteli, tvöhundruð herbergja hóteli, ásamt einum tvöhundruð smáhýsum. Þetta yrði gistirými fyrir örugglega hátt í þúsund manns, kannski rúmlega það,“ segir sveitarstjórinn. Frá Steinum undir Eyjafjöllum.Einar Árnason En það er ekki bara í sveitinni, það er einnig á Hvolsvelli sem menn eru að huga að byggingu hótels. „Hér út við Lava eru að hefjast byggingaframkvæmdir á fyrsta áfanga tvöhundruð herbergja hótels. Og svo er hérna verslunarmiðstöð í deiglunni líka milli N1 og apóteksins. Og svo íbúðabyggingar í fullum gangi því einhversstaðar þarf fólk að búa líka sem kemur og starfar hjá okkur.“ Frá Hvolsvelli.Stöð 2 Sveitarstjórinn telur fulla þörf á meira gistirými. „Hér er í okkar sveitarfélagi öll gisting, eins og til dæmis í sumar og langt fram á haust, löngu uppseld. Og ekkert lát á. Við sjáum þetta bara á umferðinni sem er hér í gegn. Þannig að menn eru að grípa tækifærið,“ segir Anton Kári Halldórsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Rangárþing eystra Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Hótel á Íslandi Byggingariðnaður Tengdar fréttir Telja fjölda ferðamanna í ár geta jafnað fyrra met Nýjar tölur benda til þess að fleiri ferðamenn komi til landsins í ár en áður hafði verið spáð. Umferð á ferðamannstöðum á Suðurlandi er það mikil þessa dagana að þar telja menn að þetta ár verði ekki síðra en það sem áður var best. 13. júní 2023 23:00 Útlit fyrir að 2023 muni toppa árin fyrir faraldur Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir útlit fyrir að árið í ár verði stærra fyrir greinina en árin fyrir Covid. Nýjar tölur Hagstofunnar sýna mikinn vöxt ferðaþjónustu frá því á síðasta ári. 15. júní 2023 11:43 Mest lesið Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Telja fjölda ferðamanna í ár geta jafnað fyrra met Nýjar tölur benda til þess að fleiri ferðamenn komi til landsins í ár en áður hafði verið spáð. Umferð á ferðamannstöðum á Suðurlandi er það mikil þessa dagana að þar telja menn að þetta ár verði ekki síðra en það sem áður var best. 13. júní 2023 23:00
Útlit fyrir að 2023 muni toppa árin fyrir faraldur Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir útlit fyrir að árið í ár verði stærra fyrir greinina en árin fyrir Covid. Nýjar tölur Hagstofunnar sýna mikinn vöxt ferðaþjónustu frá því á síðasta ári. 15. júní 2023 11:43