Enski boltinn

Ha­vertz svo gott sem genginn í raðir Arsenal

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Havertz verður áfram í Lundúnum.
Havertz verður áfram í Lundúnum. Visionhaus/Getty Images

Þýski framherjinn Kai Havertz er svo gott genginn í raðir Arsenal frá Chelsea. Það stefnir því að hann muni leika áfram í Lundúnum á næstu leiktíð. Skytturnar borga rúmlega 65 milljónir punda [rúma 11 milljarða íslenskra króna].

Frá þessu greindi The Athletic nú rétt í þessu.

Hinn 24 ára gamli Havertz hefur leikið með Chelsea frá árinu 2020. Hann er einn fjölda leikmanna sem Chelsea er að losa í von að rétta af bókhaldið hjá sér en félagið hefur eytt gríðarlegum fjármunum síðan Todd Boehly og félagar í Clearlake Capital keyptu það á síðustu leiktíð.

Havertz hefur verið á milli tannanna á fólki þar sem hann hefur verið notaður í mismunandi hlutverkum hjá Chelsea. Reikna má með að Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, sé með mótað hlutverk fyrir leikmanninn sem á að gefa liðinu aukna vídd fram á við.

Alls lék Havertz 139 leiki fyrir Chelsea, skoraði 32 mörk og gaf 15 stoðsendingar. Þá hefur hann spilað 36 leiki fyrir Þýskaland og skorað í þeim 13 mörk.


Tengdar fréttir

Chelsea selur fjóra til Sádi-Arabíu

Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea er búið að selja einn af leikmönnum sínum til liðs í sádiarabísku deildinni og þrír aðrir eru að fara sömu leið. Þá hafa Úlfarnir selt einn sinn besta mann til Sádi-Arabíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×