Skoska rigningin setti strik í reikninginn og tafði leik um níutíu mínútur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. júní 2023 09:30 Skoska rigningin gerði leikmönnum afar erfitt fyrir á Hampden Park í gær. Ian MacNicol/Getty Images Skotar eru með fullt hús stiga eftir fjóra leiki í A-riðli undankeppni EM 2024 eftir 2-0 sigur gegn Georgíu í gærkvöldi. Það var þó frekar skoska rigningin en liðið sem stal fyrirsögnum eftir leik gærkvöldsins. Callum McGregor kom Skotum í forystu strax á sjöttu mínútu leiksins eftir stoðsendingu frá Lyndon Dykes. Dómari leiksins, Istvan Vad, sá þó engra annarra kosta völ en að gera hlé á leiknum eftir að markið var skorað vegna rigningar. Leikið var á Hampden Park, þjóðarleikvangi Skotlands, og var völlurinn orðinn gegnsósa af vatni. Eins og sjá má á myndbandinu sem fylgir Twitter-færslunni hér fyrir neðan voru aðstæður langt frá því að vera landsliðum í undankeppni EM sæmandi. Look at this pitch at Hampden Park between Scotland and Georgia #SCOGEO🤣🤣🤣pic.twitter.com/nQAxA10AU6— xG Form (@xgform) June 20, 2023 Alls var gert um níutíu mínútna langt hlé á leiknum á meðan beðið var eftir því að rigningin myndi minnka og vallarstarfsmenn hreinsuðu vatn af vellinum. Leikurinn fór þó að lokum af stað á ný og Scott McTominay tvöfaldaði forystu heimamanna snemma í síðari hálfleik. Georgíumenn fengu tækifæri til að minnka muninn af vítapunktinum í uppbótartíma, en Khvicha Kvaratskhelia misnotaði spyrnuna. Niðurstaðan varð því 2-0 sigur Skota sem tróna á toppi A-riðils með fullt hús stiga eftir fjóra leiki. Georgíumenn sitja hins vegar í öðru sæti riðilsins með fjögur stig. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira
Callum McGregor kom Skotum í forystu strax á sjöttu mínútu leiksins eftir stoðsendingu frá Lyndon Dykes. Dómari leiksins, Istvan Vad, sá þó engra annarra kosta völ en að gera hlé á leiknum eftir að markið var skorað vegna rigningar. Leikið var á Hampden Park, þjóðarleikvangi Skotlands, og var völlurinn orðinn gegnsósa af vatni. Eins og sjá má á myndbandinu sem fylgir Twitter-færslunni hér fyrir neðan voru aðstæður langt frá því að vera landsliðum í undankeppni EM sæmandi. Look at this pitch at Hampden Park between Scotland and Georgia #SCOGEO🤣🤣🤣pic.twitter.com/nQAxA10AU6— xG Form (@xgform) June 20, 2023 Alls var gert um níutíu mínútna langt hlé á leiknum á meðan beðið var eftir því að rigningin myndi minnka og vallarstarfsmenn hreinsuðu vatn af vellinum. Leikurinn fór þó að lokum af stað á ný og Scott McTominay tvöfaldaði forystu heimamanna snemma í síðari hálfleik. Georgíumenn fengu tækifæri til að minnka muninn af vítapunktinum í uppbótartíma, en Khvicha Kvaratskhelia misnotaði spyrnuna. Niðurstaðan varð því 2-0 sigur Skota sem tróna á toppi A-riðils með fullt hús stiga eftir fjóra leiki. Georgíumenn sitja hins vegar í öðru sæti riðilsins með fjögur stig.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira