Einkunnir Íslands: Guðlaugur Victor aftur bestur Íþróttadeild skrifar 20. júní 2023 21:08 Guðlaugur Victor Pálsson verst hér gegn Rafael Leao leikmanni Portúgal. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir stórgóða frammistöðu þurfti íslenska karlalandsliðið í fótbolta að sætta sig við tap fyrir Portúgal, 0-1, í undankeppni EM 2024 í kvöld. Cristiano Ronaldo skoraði eina markið í kvöld, í sínum tvö hundraðasta landsleik. Markið var upphaflega dæmt af vegna rangstöðu en svo dæmt gilt eftir myndbandsskoðun. Íslendingar léku manni færri síðustu níu mínútur leiksins eftir að Willum Þór Willumsson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. Annan leikinn í röð var Guðlaugur Victor Pálsson besti leikmaður íslenska liðsins. Hann spilaði á miðjunni gegn Slóvakíu en í miðri vörninni í kvöld og var frábær. Margir aðrir leikmenn íslenska liðsins spiluðu vel í kvöld þótt það hafi ekki dugað til þess að fá stig út úr leiknum. Einkunnagjöf Íslands: Byrjunarlið: Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður 7 Varði vel og hélt boltanum eftir skalla Pepes eftir hornspyrnu í fyrri hálfleik. Varði stórkostlega frá Ronaldo þegar rangstaða var dæmd. Hefði mátt vera ákveðnari í marki Portúgals. Valgeir Lunddal Friðriksson, hægri bakvörður: 8 Aðeins hans annar „alvöru“ A-landsleikur og gerði frábærlega gegn Rafael Leao og Joao Cancelo. Getur verið einkar stoltur af frammistöðu sinni í kvöld. Guðlaugur Victor Pálsson, miðvörður 9 (Maður leiksins) Leið einstaklega vel í miðverðinum. Var alltaf á réttum stað varnarlega og var með Ronaldo í vasanum á meðan jafnt var í liðum. Fékk besta færi Íslands á 23. mínútu. Aðdáunarverð frammistaða, annan leikinn í röð. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 9 Hann og Guðlaugur Victor frábærir í hjarta varnarinnar í dag. Portúgal komst lítt áleiðis gegn öflugri varnarlínu Íslands meðan jafnt var í liðum. Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 7 Spilaði vinstri bakvörð í dag, naut sín vel framan af og átti nokkrar frábærar sendingar upp völlinn sem voru nálægt því að skapa usla. Varðist vel en spilaði leikmann Portúgals réttstæðan í sigurmarki leiksins. Willum Þór Willumsson, hægri kantmaður 7 Frábær fram á 81. mínútu þegar hann fór í fáránlega tæklingu á gulu spjaldi. Það reyndist dýr ákvörðun. Hefur annars komið gríðarlega sterkur inn í íslenska liðið í leikjunum tveimur og stimplað sig inn í það. Hélt boltanum vel og var óhræddur með hann. Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður 8 Yfirvegaður og agaður. Leit út fyrir að hafa hreinlega ekki gert annað en að spila sem djúpur miðjumaður. Allt annað að sjá hann í þessari leikstöðu heldur en í 0-3 tapinu gegn Bosníu-Hersegóvínu. Fyrirtaks frammistaða. Jóhann Berg Guðmundsson, miðjumaður 8 Átti góðar fyrirgjafir í fyrri hálfleik. Vann vel með Arnóri Ingva á miðri miðjunni og lokaði svæðum af samviskusemi. Gerði vel þegar hann fékk boltann og reyndi að halda honum. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri kantmaður: 8 Hættulegasti leikmaður íslenska liðsins. Alltaf ógnandi og fór illa með Diogo Dalot, hægri bakvörð Portúgals, sem fékk gult spjald. Spilaði einnig góða vörn og gerði vel í að pirra Portúgalana. Albert Guðmundsson, framherji: 7 Fékk ekki úr miklu að moða fremst á vellinum en dró sig aftar til að fá boltann. Skilaði góðri varnarvinnu. Var betri í fyrri hálfleik en þeim seinni. Alfreð Finnbogason, framherji: 6 Lagði upp færi fyrir Guðlaug Victor í fyrri hálfleik. Hafði annars úr litlu að moða. Gerði ágætlega en var lítt áberandi. Varamenn Ísak Bergmann Jóhannesson - Kom inn fyrir Arnór Ingva á 74. mínútu Ágætis barátta en komst ekki í mikinn takt við leikinn. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Sævar Atli Magnússon - Kom inn fyrir Alfreð á 74. mínútu Kom inn á í fremstu víglínu en var svo færður út á hægri kantinn eftir að Willum var rekinn út af. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Alfons Sampsted - Kom inn fyrir Valgeir á 79. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Hákon Arnar Haraldsson - Kom inn fyrir Jón Dag á 79. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira
Cristiano Ronaldo skoraði eina markið í kvöld, í sínum tvö hundraðasta landsleik. Markið var upphaflega dæmt af vegna rangstöðu en svo dæmt gilt eftir myndbandsskoðun. Íslendingar léku manni færri síðustu níu mínútur leiksins eftir að Willum Þór Willumsson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. Annan leikinn í röð var Guðlaugur Victor Pálsson besti leikmaður íslenska liðsins. Hann spilaði á miðjunni gegn Slóvakíu en í miðri vörninni í kvöld og var frábær. Margir aðrir leikmenn íslenska liðsins spiluðu vel í kvöld þótt það hafi ekki dugað til þess að fá stig út úr leiknum. Einkunnagjöf Íslands: Byrjunarlið: Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður 7 Varði vel og hélt boltanum eftir skalla Pepes eftir hornspyrnu í fyrri hálfleik. Varði stórkostlega frá Ronaldo þegar rangstaða var dæmd. Hefði mátt vera ákveðnari í marki Portúgals. Valgeir Lunddal Friðriksson, hægri bakvörður: 8 Aðeins hans annar „alvöru“ A-landsleikur og gerði frábærlega gegn Rafael Leao og Joao Cancelo. Getur verið einkar stoltur af frammistöðu sinni í kvöld. Guðlaugur Victor Pálsson, miðvörður 9 (Maður leiksins) Leið einstaklega vel í miðverðinum. Var alltaf á réttum stað varnarlega og var með Ronaldo í vasanum á meðan jafnt var í liðum. Fékk besta færi Íslands á 23. mínútu. Aðdáunarverð frammistaða, annan leikinn í röð. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 9 Hann og Guðlaugur Victor frábærir í hjarta varnarinnar í dag. Portúgal komst lítt áleiðis gegn öflugri varnarlínu Íslands meðan jafnt var í liðum. Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 7 Spilaði vinstri bakvörð í dag, naut sín vel framan af og átti nokkrar frábærar sendingar upp völlinn sem voru nálægt því að skapa usla. Varðist vel en spilaði leikmann Portúgals réttstæðan í sigurmarki leiksins. Willum Þór Willumsson, hægri kantmaður 7 Frábær fram á 81. mínútu þegar hann fór í fáránlega tæklingu á gulu spjaldi. Það reyndist dýr ákvörðun. Hefur annars komið gríðarlega sterkur inn í íslenska liðið í leikjunum tveimur og stimplað sig inn í það. Hélt boltanum vel og var óhræddur með hann. Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður 8 Yfirvegaður og agaður. Leit út fyrir að hafa hreinlega ekki gert annað en að spila sem djúpur miðjumaður. Allt annað að sjá hann í þessari leikstöðu heldur en í 0-3 tapinu gegn Bosníu-Hersegóvínu. Fyrirtaks frammistaða. Jóhann Berg Guðmundsson, miðjumaður 8 Átti góðar fyrirgjafir í fyrri hálfleik. Vann vel með Arnóri Ingva á miðri miðjunni og lokaði svæðum af samviskusemi. Gerði vel þegar hann fékk boltann og reyndi að halda honum. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri kantmaður: 8 Hættulegasti leikmaður íslenska liðsins. Alltaf ógnandi og fór illa með Diogo Dalot, hægri bakvörð Portúgals, sem fékk gult spjald. Spilaði einnig góða vörn og gerði vel í að pirra Portúgalana. Albert Guðmundsson, framherji: 7 Fékk ekki úr miklu að moða fremst á vellinum en dró sig aftar til að fá boltann. Skilaði góðri varnarvinnu. Var betri í fyrri hálfleik en þeim seinni. Alfreð Finnbogason, framherji: 6 Lagði upp færi fyrir Guðlaug Victor í fyrri hálfleik. Hafði annars úr litlu að moða. Gerði ágætlega en var lítt áberandi. Varamenn Ísak Bergmann Jóhannesson - Kom inn fyrir Arnór Ingva á 74. mínútu Ágætis barátta en komst ekki í mikinn takt við leikinn. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Sævar Atli Magnússon - Kom inn fyrir Alfreð á 74. mínútu Kom inn á í fremstu víglínu en var svo færður út á hægri kantinn eftir að Willum var rekinn út af. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Alfons Sampsted - Kom inn fyrir Valgeir á 79. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Hákon Arnar Haraldsson - Kom inn fyrir Jón Dag á 79. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira